Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 9
i6g svo góö sem vera skyldi. Félagið kaupir árlega flest ísl. tímarit og ísl. sögur o. fl. ísl. bækur nýjar, svo og norska hálfsmánaðar tímaritið »Kringsjaa«, Alls á félagið nú um 750 bindi, 400 ísl. bækur og 350 danskar. Pað á »Opfindelsernes Bog« og »Laga- safn handa alþýðu«. Félagið á þannig mikinn fróðleiks fjársjóð, sem það miðlar félögum sínum fyrir eitt smábókarvirði (1.50) á ári. Pað hefir ómótmælanlega orðið að talsverðu gagni, aukið lestrar- fýsn manna, og veitt mönnum margs konar fræðslu, sem þeir eigi hefðu getað aflað sér annars vegar. Forsetar félagsins hafa verið: Bjarni sýslumaður, séra Brynjólfur, Aagaard sýslumaður og Por- steinn læknir. A t v i n n u v e g i r. Eyjarbúar reka alls 4 atvinnuvegi: land- búnað, sjávarútveg, fuglaveiðar og garðrækt. Kúaræktinni hefir farið hnignandi síðari hlut aldarinnar — 1852 vóru hér um 60 kýr eða 15 á hvert 100 íbúa— þó hefir kúm nú aftur fjölgað mikið síðan 1886 þá vóru þær fæstar eða 24, en nú eru þær 45 eða rúmlega 8 á hvert 100 manna. Til samanburðar má geta þess, að árið 1703 voru hér 73 kýr — íbúar þá 340 —■ eða 61 kýr á hvert 100 manna. Hinn síðasta áratug hafa menn lagt kapp á að rækta tún sín betur, slétta þau og bera vel á þau; ýmsir hafa og stækkaö tún sín að mun. Hófst sú framför fyrir uppörvanir og ötult aðhald Jóns sýslumanns Magnússonar. Má hér enn mikið að gjöra til að fjölga kúm, þar sem allstór svæði, efni í beztu tún, eru hér enn óræktuð. Sum þeirra hafa sýnilega verið ræktuð til forna; það sést á gömlum garðarústum. Nú eru þau sorglegur minnisvarði yfir skammsýni, ódugnað og afturhaldsanda liðinna kynslóða; en þau verða eflaust innan skamms gerð að fögrum túnum. Púfnasléttun var hér 1853: 138 □ f., 1891 : 930 □ fi, 1899 3200 □ fi Ræktað land hér í eyju er nútalið 164,000 □ fi Hross- um hefir fækkað. Um miðja öldina vóru þau yfir 40, nú 29. Fækkunin er framför, því engar skepnur leika jörðina jafnilla sem útigangshross á vetrum. 1703 voru hér 59 hross, en eftir fellinn 1783—4 stóðu aðeins 9 uppi. Sauðíé var hér 1854: 1000 að tölu, nú 1150. 1703 var það 646, eftir fellinn mikla 130, en þá féll 81 sauðkind af hverjum 100 að meðaltali yfir land alt. 2 síð- ustu ár hafa hingað verið fengnir kynbótahrútar af Austurlandi og i ár fáeinar ær. En hér þarf eflaust frekari aðgjörða við, því fátt mun með tímanum borga sig betur, en að fá hingað stór- vaxnara fé í stað hins afarsmáa og rýra fjár, sem vér höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.