Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 41
201
Það er lofsverður áhugi, sem höf. hefir sýnt í því, að vekja athygli
á innlendri tiglsteinsgerð; ef farið yrði að brenna leir á annað borð,
þá er það margt fleira en tiglsteinn, t. d. pípur af ýmsri gerð, sem
leirinn yrði notaður í. Atvinnuvegir landsins eru svo fáir, að það er
allra þakka vert, þegar leitast er við að fjölga þeim eða auka þá á
annan hátt. Hvað húsagerðinni sérstaklega viðvíkur, þá eru timbur-
húsin, sem bygð hafa verið síðasta aldarfjórðunginn, allflest þeir galla-
gripir, að óskandi væri, þau hyrfu fljótt úr sögunni, en önnur betri
húsagerð kæmi í staðinn.
7. »Um dýrasjúkdóma, er sýkt geta menn«, eftir Magnús Ein-
arsson. Eins og fyrirsögnin ber með sér, ræðir ritgerð þessi einungis
um þá dýrasjúkdóma, sem eru hættulegir fyrir menn, og lýsir höf.
greinilega, af hverju þeir komi og hverjar séu hinar helztu varúðar-
reglur gegn þeim. Sérstaklega má nefna kaflann um bandorma og
sulli sem eftirtektaverðan, og ættu einkum þeir, sem eiga að sjá um
hundalækningarnar, að lesa hann vandlega, ef ske kynni, að þeir sæu
þá betur, að starf þeirra er ekki þýðingarlaust. Þá er kaflinn um
miltisbrandinn og þær varúðarreglur, sem við hann eiga, mjög þýðing-
armikið atriði; en það virðist næstum einsog þar sé að beija í
harðan steininn, ekki sízt þegar rætt er um þá hættu, er stafar af
ósútuðum útlendum húðum; en það hefir samt oft komið fyrir, að
steinninn hefir klofnað um síðir, þó hvert högg hafi litlu áorkað. Um
berklaveikina skrifar höf. allgreinilega, en þó virðist æskilegt, að hann
hefði gengið þar nokkru lengra, einkum að því er snertir útbreiðslu
hennar á milli kúnna innbyrðis. Auk þessara sjúkdóma talar höf. um
ýmsa fleiri, sem ýmist eru kunnir á íslandi, eða hugsanlegt er, að
berist þangað. Þessa ritgerð ætti hver einasti maður á öllu landinu
að kynna sér, hvort sem hann á nokkra skepnu eða ekki, og hvaða
atvinnu sem hann stundar.
8—10. eru skýrslur til Búnaðarfélags Islands frá SigwrU Sigurðs-
sy?ii, ráðanaut félagsins, um ferðir hans til að leiðbeina bændum í
jarðabótum og öðrum búnaðargreinum, um framræsluna í Sandvíkur-
hreppi og um landsjóðsjarðabæturnar í Gullbringusýslu. Um fram-
ræsluskýrsluna skal þess getið, að vel hefði farið á að tilgreina, hve
mikið land nýtur góðs af framræslunni, og undir hve margar jarðir það
liggur.
11. »Styrktarsjóður Kristjáns konungs hins níunda«, eftir Pórh.
Bjarnarsson, sem nánar er getið á öðrum stað í þessu riti (VIII. bls. 154).
12. »Skýrsla um fjárræktarfélag Suður-Þingeyinga*, frá Pétri Jóns-
syni. Er þar skýrt frá stofnun og framkvæmdum félagsins og tilfærður
stuttur útdráttur úr reikningum þess. Reikningurinn ber með sér, að
því fer fjarri, að félagið borgi sig beinlínis, enda eru engar líkur til,
að það verði; en óbeinlínis ætti það að geta unnið mjög mikið gagn,
og væri óskandi, að fleiri kynbótafélög risu á fót, áður en langt um
liði, ekki einungis til eflingar sauðfjárræktinni, heldur líka til eflingar
kúa- og hestarækt.
13. »Skýrsla um mælingar og leiðbeiningar í Rangárvallasýslu
sumarið 1900«, frá Sveinbirni Ólafssyni. Þess má geta hér, þó það
eigi eins við ferðaskýrslur Sigurðar, að rúmsins vegna ætti ekki að taka