Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 13
i73 að vér höfum ágætar samgöngur bæði við útlönd og strendur landsins, svo vér getum nú greiðlega komið sendingum og vörum um alt land og fengið þær aftur, svo og til og frá útlöndum. Hér á Heimaey er búið að leggja talsvert af vagnvegum og menn þar af leiðandi farnir að nota vagna til flutninga. Efnahagur eyjarbúa hefir að öllu samtöldu talsvert batnað á síðustu 20 árurn, einkum nú allra síðustu árin. Eigur manna eru orðnar meiri, skipa- og bátaútvegur hefir stórum aukist. Ibúð- arhús eru orðin stærri, bjartari, rúmbetri og vandaðri. Pakjárnið hefir gjört byltingu og breytingu til bóta í allri húsabyggingu. Torfþökin eru horfin að mestu og þar með öll þau jarðspell, sem torfskurðinum fylgdu; allar þurrabúðir eru með járn- eða tréþaki sömuleiðis öll salthús; aðeins örfáar baðstofur og nokkur önnur hús eru enn með torfþökum, sem að líkindum verða horfin eftir fá ár. Fataburður er orðinn vandaðri og smekklegri, hreinlæti hefir vaxið, og því samfara er betri heilbrigði. Mataræði almenn- ings er einnig orðið hentugra og hollara; á meðal annars á garð- ræktin góðan þátt í því. Nýrra hentugra verkfæra hafa menn aflað sér, svo sem saumavéla, vagna, betri veiðarfæra o. fl. Grút- arlamparnir eru horfnir, en steinolíulampar og steinolíuvélar eru nú á hverju heimili. Talsverðar upphæðir eiga eigi allfáir bæði í landsbankanum og sparisjóðnum hér. Hefir hann kent mönnum að spara og ávaxta fé sitt; því í hann geta menn sett smáar upp- hæðir á vöxtu, jafnóðum og mönnum fénast eitthvað. Skemtanir einkum dansleikir eru orðnir tíðari, því nú kann því nær hvert mannsbarn hinnar yngri kynslóðar hér að stíga dans, en fyrir 30 árum kunni varla nokkur alþýðumaður að dansa; einnig hafa hér á síðari árum verið leiknir sjónleikir og haldnir samsöngvar, og hefir alt þetta aukið fjör manna og lífsgleði. Félagsskapur. Pað er óefað, að félagsandi hefir um um- liðinn aldarhelming verið í nokkurri þróun, þótt framförin í því efni sé alt of hægfara. Menn hafa unnið að ýmsum nauðsynja fyrirtækjum með fríviljugri vinnu; má þar til nefna Strandveginn, eftir hvötum Kohls sýslumanns, hið þarfasta verk, steinhöggið í skólahúsið, vegavinna á sýsluvegi o. fl. Ymsum félögum hefir fyrir frumkvæði einstakra manna verið komið á fót. Á lestrar- félagið hefir áður verið minst; en þar næst vil ég þá fyrst nefna Goodtemplarafélagið, stofnað hér árið 1888. Eyjarskeggjar höfðu eftir miðja öldina hið versta orð á sér fyrir ofdrykkju, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.