Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 49
209 ert — nema það, að hlaða túngarð utan um ísland, nýjan múrgarð með kínversku lagi, eða að því leyti sem hann var áður til, að endur- bæta hann, fylla upp í skörðin og bæta ofan á hann nokkrum lögum, ef ekki úr grjóti, þá úr íslenzkri sniddu, láta hann verða svo háan, að enginn maður kornist út og engin erlend framfarahugsan inn. Svona er nú kredda þessa sérstaka Þrándar í Götu — sf’jóðólfs'S. Ég ætla ekki að segja neitt meira um þennan náunga, nema að eins það, að biðja yður alla að láta honum ekki takast, að deyfa hjá yður velvild- arhuginn til íslands og þess, sem nokkurs er virði í hinum íslenzka föður- og móðurarfi vorum.« Næst kemur ritgerð, ’sem heitir »Bókstafurinn og andinn«, eftir síra Fribrik Bergmann. um hina svo nefndu »Biblíugagnrýni« og hall- ast hann þar að sömu skoðun og síra Jón Helgason, en reynir þó að synda sem rnest milli skers og báru og stilla til friðar milli forkólfa hinna eldri og yngri skoðana Síðast er fjöldi ritdóma um nýút- komnar íslenzkar bækur eftir sama höfund, og er eins og vant er vel frá þeim gengið í alla staði, en yfirleitt fremur tekið á ritunum með silkihönzkum en með járngreipum, enda mun mörgum það betur koma. VÍNLAND I, 1—3. Svo heitir nýtt blað, sem íslendingar hafa stofnað í Minneota, Minn. og er útgefandi þess Mr. G. B. Björnson, en ritstjórar þess Mr. Th. Thordarson og síra Björn B. Jónsson. Þetta blað skiftir sér ekkert af pólitík né öðum flokkadeilum, en ætlar sér að ræða hlutdrægnislaust málefni íslendinga, einkum þeirra, er búa í Bandaríkjunum, og flytja fréttir frá íslendingum bæði vestan hafs og austan. Það flytur og stutt ágrip af almennum fréttum, um helztu við- burði í heiminum, nýjar uppgötvanir, bókmentir íslenzkar og enskar og ýmsan annan fróðleik. Blaðið kemur út einu sinni á mánuði og er í líku sniði og »Sunnanfari«, en án mynda. Þau 3 númer, sem út eru komin, eru mjög myndarlega af hendi leyst og benda á, að blaðið muni verða hið eigulegasta og snotrasta bæði að efni og búningi. V. G. ALDAMÓTA-ÓÐUR 1900—1901. Eftir Jón Ólajsson. Kvæði þetta er í 4 köflum. Fyrsti kaflinn er um tímann t. d. «Árþúsundir, augnablik eru Tímans mælistrik« Annar kaflinn er um 19. öldina alment t. d. »Þú nítjánda’ öld, Promeþeifs dóttir djörf, hve dýrleg þín afrek! — Vor hversdags-störf nú lofsyngja list þinni’ og snilli. Vér fljúgum með eimkrafti’ um lög og láð, vér leggjum um hnöttinn örmjóan þráð og mælumst við heimsenda milli!« Þriðji kaflinn er um Island á 19. öldinni. Um íslenzkuna kveður hann meðal annars þetta:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.