Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 2
Svartidauði. — Pestin.
Latneska orðiö pestis þýðir drepsótt og var áður viðhaft um
alls konar sjúkdómsfaraldur, er olli miklum manndauða; en nú á
tímum táknum vér með því orði sérstakan sjúkdóm, og er það
næstum óbreytt notað í flestum tungumálum.
Pestin er austurlenzkur sjúkdómur, sem frá eimuna tíð hefur
gjört vart við sig austur í Asíu, einkum sunnan við Bajkalvatnið
og í Suður-Thíbet. Frá þessum aðalheimkynnum sínum hefur hún
svo lengi sem sögur fara af létt sér upp við og við og farið út
yfir löndin til að fækka fólkinu. Indland, Persía og Kína verða
árlega fyrir heimsóknum hennar, og um langan tíma hefur hún
legið í landi á Indlandi og aldrei horfið þaðan aftur til fulls.
Einkum hefur mikið borið á henni síðustu árin, og það svo, að
stjórnin á Indlandi ræður ekkert við og veit eigi hvernig alt ætlar
að lenda, ef veikin heldur áfram með álíka hraða og hingað tií;
því að manndauðinn af pest, sem árið 1900 var aðeins rúmlega
90,000 árlega, hefur smámsaman aukist, svo að síðasta árið -j-
1904 var hann orðinn rúml. ein miljón, og er það feikilega mikið
á Indlandi einu.1
Á fyrri öldum gjörði pestin oft vart við sig í Evrópu, en nú
má heita að menn þekki hana aðeins að nafninu til.
Fyrsta skifti sem vér höfum áreiðanlega vissu um að pestin
hafi gengið um Evrópu, var á dögum Justiníans keisara, á sjöttu
öld e. Kr. En langmerkasta farsóttin var sú, sem gekk yfir alla
álfu vora á 14. og 15. öld og var kölluð Svartidauði og ýmsum
1 Dauði af pest á Indlandi:
Ár 1900 dóu 91,627 manns.
— 1901 — 282,497 —
— 1902 — 574,893 —
Ár 1903 dóu 853,573 manns.
— 1904 — 1,040,423 —
Brit. med. Journal 1905, No. 2322.