Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Page 3

Eimreiðin - 01.05.1906, Page 3
83 öðrum nöfnum. Svo er sagt, að þá hafi dáið um 25 miljónir manna hér í Evrópu og ef til vill meira. Eftir þessa feiknaplágu gaus pestin við og við upp í ýmsum borgum hér í álfu fram eftir 16., 17. og 18. öld og gjörði ákafan usla, t. d. í London 1665 og Kaupmannahöfn 1711; en í lok 18. aldar hverfur pestin algjörlega héðan úr álfu og hefur síðan aðeins gjört vart við sig einstaka sinnum í hafnarbæjum, sem bein viðskifti hafa við Austurlönd; en með duglegum sóttvarnarráðstöfunum hefur ætíð tekist að hefta för hennar. Pannig barst hún til Oportó 1899 og Glasgów 1900, en náði svo sem engri útbreiðslu. Flestum mun enn vera í fersku minni sá felmtur, sem greip fólk, er það fréttist, að pestin gaus upp á spítala í Vínarborg 1898. Sóttin hófst þannig, að einn af spítalaþjónunum braut glas, er hafði að geyma kjötseyði með lif- andi bakteríum, sem einn af læknunum hafði flutt með sér til at- hugunar austan úr Asíu. þjónninn sýktist eftir fáa daga at skæðri pest og sýkti frá sér aftur bæði hjúkrunarkonu þá, er stundaði hann, og lækninn, sem stundaði hann, en öll þrjú dóu. Til allrar hamingju tókst að hefta frekari útbreiðslu veikinnar, en þetta kendi mönnum meiri varkárni en áður og sýndi, hve veikin getur verið ákaflega sóttnæm. Pestin orsakast af ofurlítilli plöntu eða bakteríu, sem franski læknirinn Yersin og japanski læknirinn Kitasato fundu hvor í sínu lagi, þegar veikin gekk í Honkong 1894. í líkama sjúkling- anna, en einkum í bólgnum eitlum, úir og grúir af þessum agnar- smáu sníkjugestum, sem fyrst er hægt að sjá með góðri smásjá, er stækkar mörg hundruð sinnum. Til þess að lögun þeirra sjáist betur, verður að lita þær með skærum bláum eða rauðum lit. Aðferðin ér fólgin í því, að lítill blóð- eða graftardropi er látinn þorna inn á glerplötu. Síðan er helt yfir hana nokkrum dropum af bláu eða rauðu bleki og litast þá bakteríurnar og sjást sem rauðir eða bláir dílar eða prik. — Eessi litla sóttkveikja berst nú frá sjúklingunum til hinna heilbrigðu, er nærri þeim koma, með liægu móti, því bæði getur hún borist út í andrúmsloftið frá lungum sjúklingsins, þegar hann hóstar, og þaðan niður í lungu heilbrigðra, og einnig beina leið til hörunds þeirra, er snerta sjúk- lingana eða þá hluti, sem nærri þeim hafa komið. En í hörundinu eru ætíð ýmsar smáskeinur, sem eru ósýnilegar berum augum, en nógu stórar til þess, að bakteríurnar komist inn í líkamann. 6*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.