Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 4

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 4
84 Ennfremur geta bæði flugur, flær og lýs flutt sóttnæmið mann frá manni. Pað eru nú eigi eingöngu menn, er sýkjast af pest, heldur líka rottur, mýs og jafnvel kettir, og getur því veikin, eins og auðskilið er, útbreiðst með ýmsu móti. Einkum eru rotturnar ill- ræmdar og hefur það hvað eftir annað komið í ljós, að jafnskjótt og pestin byrjar að geysa meðal manna, eiga rotturnar við sama ófögnuð að búa og deyja unnvörpum. Fyrir nokkrum árum síðan gjörði pestin hvað eftir annað vart við sig í borginni Ódessa, án þess menn vissu til að nokkur skip eða ferðamenn hefðu flutt hana með sér. Við nánari rannsókn kom svo í ljós, að pestin stafaði frá rottum, er einkum héldu til í vissum neðanjarðargöngum undir borginni. En þessi neðanjarðargöng voru auk þess hæli ýmsra fátækra og drykkfeldra ræfla, sem lifðu á flækingi og höfðust þar við á næturnar. I’eir sýktust af rottunum og sýktu síðan aðra. Með því að útrýma rottunum tókst svo að stemma stigu fyrir pestinni. — Á öllum skipum, sem koma austan úr Asíu, er haft strangt eftirlit með að ekki flytjist rottur. Bakterían þrífst bezt þar sem sóðaskapur drotnar og þar sem loftið er fremur rakt og í meðallagi heitt. í miklum hita og kulda deyja bakteríurnar og sóttin hjaðnar. Reynslan hefur sýnt, að Evrópumenn og aðrir hvítir menn sýkjast miklu síður en Austurlandaþjóðir, og skal ég seinna minn- ast á orsökina til þess. Svo er talið, að af ioo Evrópumönnum sýkist aðeins 30, þegar sóttin er skæð, en hins vegar af 100 Hindúum 80. Eftir að sóttnæmið hefur verið að búa um sig í líkamanum 2—7 daga, hefst veikin með ákafri köldu — skyndilega — og byrjar með því megn hitaveiki, sem helzt nokkra daga með höfuð- verk, svima, óráði og verkjum hér og hvar í líkamanum. Síðan bólgna eitlar í nárunum eða undir höndunum og verða að stórum, ákaflega viðkvæmum bólguhnútum. Oftast deyja sjúklingarnir á 2—5. degi veikinnar í áköfum hita, 40—420 C., án þess að grafi í eitlunum; en stundum grefur í þeim og þá batnar sjúklingnum eigi ósjaldan. I’egar maður svo einu sinni hefur staðist veikina er sá hinn sami ómóttækilegur fyrir hana í annað sinn. Stundum og í einstaka landfarsóttum af pest, næstum eingöngu, legst sjúk- dómurinn á lungun. Svartidauði var aðallega lungnapest, og er sú tegund veikinnar vön að vera afarmannskæð.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.