Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 6

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 6
86 við pestveika, heldur næstum eingöngu þrifnaði þeirra, sem stingur svo mjög í stúf við hinn framúrskarandi óþrifnað hinna innfæddu bæjarbúa. Hjá þeim eru göturnar mjóar, dimmar og krókóttar, húsin lág, lítil og næstum gluggalaus, mannmergðin afskapleg í hlutfalli við flatarmálið, sorp og saur úldnar í opnum rennum og forum á götum og gatnamótum og vantar afrensli, drykkjarvatnið úldið og ónógt og sápa má heita óþekt vara. Allur þessi óþrifn- aður á að minni skoðun miklu meiri þátt en óskyld tungumál, þjóðarsiðir og trúarbrögð í þverúð þeirri, sem staðfest liggur milli hvítra manna og hinna gulu, og sem er því til fyrirstöðu, að þeir geti samlagast og skilið hvor aðra betur en þeir gjöra. Þegar maður kemur austur í lönd, ofbýður manni í fyrstu öll ráðsmenska hinna hvítu og hvernig þeir eru vanir að líta niður á innlendu þjóðirnar eins og væru þær dýr, en eigi menskir menn. T. d. er Kínverjum aldrei leyft að koma inn í veitingahús hvítra manna og kaupa sér greiða. Á öllum skipum er sérstakt farrými fyrir hina innfæddu, sem er skarpt aðgreint frá öðrum hlutum skipsins. Og yfirleitt forðast hvítir menn að hafa meiri afskifti at Kínverjum en frekast er þörf. Kínverjar og aðrar Austurlanda- þjóðir eru í svo mörgu fjarskyldar oss, að öll samtilfinning vor við þær er miklu minni en við aðrar þjóðir, sem nær oss standa. Pegar vér lesum í blöðunum að nokkrar miljónir Kínverja hafi týnst í vatnsflóði, þá látum vér oss það í léttu rúmi liggja, og eins þó við heyrum að pestin geysi í Honkong, Kanton eða Bombay og drepi mánaðarlega margar þúsundir. Oss er það ekki nógu ljóst, hvílík feikn af eymd og bágindum, sorg og sút er samfara þessum voðagesti, sem heitir pest. En ef vér hugs- uðum oss, að vér sjálfir ættum von á sjúkdómi hingað til Evrópu, sem væri jafnsóttnæmur og mislingarnir, en sem týndi upp næstum hvert mannsbarn og dræpi 9 af hverjum lo, sem sýktust — þá mundi koma annað hljóð í strokkinn, einkum ef oss er í fersku barnsminni mislingarnir 1882, sem lögðu allflesta hér á landi í rúmið. — Vér þurfum eigi annað en líta aftur í tímann, því þá mætir oss sama sagan hér í Evrópu og sú, sem ennþá gjörist austur í löndum, nfl. pestin með öllum ógnum sínum og illum af- leiðingum. Pá var sem sé jarðvegurinn fyrir þennan sjúkdóm jafngóður hér í álfu og austurfrá, því þá drotnaði víðast hvar sami framúrskarandi sóðaskapurinn og þar, Af því ég býst við að ýmsum þyki það fróðlegt, vil ég reyna að gefa mönnum stutt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.