Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 12
92 ast öllum fyrirskipunum og þeir heilbrigðu, sem kvíaðir voru inni meðal hinna veiku, reyndu auðvitað tneð öllu móti að komast út á bak við verðina, en með því móti fluttu þeir veikina með sér út um bæinn. fegar nú manndauðinn jókst, varð auðvitað mesta ekla á læknum og rökurum, því mest dó af þeim, sem daglega voru í sýkingarhættu. Sjúklingarnir fundu þó eigi sárt til þess, því trúin á þá fór fljótt þverrandi, þar sem engar ráðleggingar þeirra virtust koma að haldi, og menn kusu heldur að láta bólgueitlana grafa sundur af sjálfu sér, en að láta rakarana skera í sig. Hvorttveggja virtist jafn heilsusamlegt. Sænskur rithöfundur segir svo frá í bók sinni: s>Beskrifning om Digerdöden«: »Snarere wardt sjukdomen várre, sá snart en lákare blef kallat, som lade handen therwed«. En eins og allir vita una sjúklingar eigi við að vera læknis- lausir, og ef eigi er lækna að fá, þá eru skottulæknar. Á þeim var heldur enginn skortur í þá daga. Hver af öðrum þóttist hafa fundið upp óbrigðult meðal gegn pestinni, sem þeir síðan seldu fólkinu dýrum dómum. Hvað eftir annað komu ýmsir óráðvandir æfintýramenn úr öðrum löndum og buðu til kaups hin og þessi húmbúgsmeðöl, sem þeir auglýstu með miklu glamri að væru óyggjandi gegn veikinni; því hærra verð sem þeir áskildu sér, því meira orð fór af þeim, og létu margir aleigu sína fyrir þess konar gutl. — Daniel Defoe, sá er ritað hefur Robinson Crusoe, var í London meðan pestin geysaði þar 1665 og hefur skrifað fróðlega bók um pestina.1 Segir hann mjög frá ýmsum yfirgangi þessara skottulækna, sem hlaut að hneyksla alla ráðvanda og skynsama menn. Honum var það mikil huggun, að hann sá að réttlæti guðs kom niður á þessum möntium, því hann segist hafa veitt því nána eftirtekt, að enginn þeirra komst lifandi burt úr bænum aftur, heldur sýktust allir og dóu. Betta var auðvitað mjög eðlilegt, því fáir hafa verið í jafnmikilli sýkingarhættu og þeir. Alls konar hindurvitni og kerlingabækur komu upp og breidd- ust mann frá manni, því aumingja fólkið rétti út hendurnar eftir hverju hálmstrái til hjálpar í vandræðum sínum. Oss finst nú harla undarlegt margt af því, sem jafnvel skynsamt fólk fékst til að trúa á um þær mundir. Um tíma var t. d. sunnanvindinum kent um að flytja pestina, og þess vegna lokuðu allir sig vandlega inni, 1 Daniel Defoe: Journal of the plague year 1665. London 1884.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.