Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 15
95 unt var af húsum, húsgögnum og fatnaði hinna dánu. Allir fata- ræflnr, tuskur og annað dót var brent, en verðmeiri klæði og bús- hlutir reyktir (með því að brenna einiberjalyng, púður og brenni- stein) og þvegnir. Götur skyldi sópa og hreinsa, mála á ný öll herbergi o. s. frv. Petta var alt mjög skynsamlegt, en hefur þó varla haft nokkra verulega þýðingu. Vér höfum svo mörg dæmi þess, að pestin hefur horfið með öllu, þar sem engin sótthreinsun hefur átt sér stað, og þarf ekki annað en að minna á Svartadauða hér á íslandi — er mjög ólíklegt að mönnum hafi komið til hugar að sótthreinsa nokkuð í þá daga. Pestinni má líkja við logandi eld. Pegar alt, sem eldfimt er, hefur brunnið, sloknar eldurinn af sjálfum sér. — Rannsóknir bakteríufræðinga hafa sýnt, að pestar- bakterían getur aðeins skamma stund lifað í fötum, herbergjum, rúmum o. s. frv. eftir dauða sjúklingsins. Pað er áður tekið fram, að rottur geta sýkst af pest, og geta þær því haldið sjúkdómnum við líði langan tíma. Allar líkur benda til þess, að þær hafi átt mikinn þátt í því, að pestin dvaldi svo lengi hér í álfunni, eftir að hún kom hingað á 14. öld. Hvernig pestin upprunalega er til komin eða með öðrum orð- um, hvernig og hvaðan pestarbakterían upprunalega er komin, er mönnum hulin gáta. Enn þá hefur engum tekist að sýna með rökum, að bakteríur eða aðrar smáverur geti orðið til af sjálfum sér úr líflausu efni, eins og margir hafa ímyndað sér. Pestin er mannskæðasti sjúkdómur, sem vér þekkjum, og er því gild ástæða til að gjöra alt sem hægt er til að útrýma henni austur í Asíu eða að minsta kosti hefta för hennar víðar um heim. Á síðari tímum hefur ætíð tekist að stöðva pestina í fæðingunni, hvar sem hún hefur gjört vart við sig hér í Evrópu og hafa margir læknar gengið rösklega fram í því og lagt lífið í sölurnar fyrir. Á öllum þjóðleiðum, er liggja milli álfu vorrar og Asíu, eru læknaverðir settir til að hafa gætur á, að veikin flytjist ekki, og er það ábyrgðarmikið starf. En oft er mjög erfitt að þekkja sjúkdóminn í byrjuninni, og kemur því fyrir að læknunum yfirsést. Hefur það stundum komið fyrir, að pestsýktir menn hafa ferðast langar leiðir, áður en þeir merktu nokkur veikindi. Pannig bar það við í vetur sem leið, að sjómaður kom frá Brasilíu til London, fór þar í land og þaðan með járnbraut til Manchester. Fyrst þegar hann var þangað kominn brauzt veikin út sem ótvíræð pest. Eina bótin var, að hann komst í hendur góðum lækni, sem þekti

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.