Eimreiðin - 01.05.1906, Page 16
96
veikina strax og einangraði sjúklinginn vandlega. Veikin hafði
verið 14 daga í aðsigi, og er það óvanalega langur tími.
Hér á landi hefur ekki orðið vart við pest síðan plágan gekk
1496, og vonandi verður þess langt að bíða, að sá óheillagestur
heimsæki oss. Vér höfum engin bein viðskifti við Austurlönd og
erum að því leyti betur settir en flestar aðrar þjóðir. En vér
megum ekki þess vegna telja oss örugga og skáka í því skjóli,
að aðrar þjóðir verndi oss með sínu vandlega eftirliti og sótt-
varnarráðstöfunum.
Kaupmannahöfn 23/8 1905.
Steingrímur Matthíasson.
Bernskuheimilið mitt.
»Eg man kvernig fávizku hégóminn hckk
í hugskotum manna, þar sat ég á bekk
í œsku, hjá bábilju blekking.
Pað var ekki kveikt við þá g'átu er ég gekk.
O, gefðu inum Ijós, sem ég þráði’, en ei fékk:
mannvitsins þroska og þekking!«
Af því að ég hvergi hef séð líka heimilisháttu og á heimili foreldra
minna, kemur mér til hugar, að það kunni að geta haft þýðingu fyrir
þá, sem menningarsögu semja, að ég reyni að færa í frásögu, það sem
mér er minnisstæðast af háttsemi og högum okkar, svo það ekki glatist.
Og þó mér og ættmönnum mínum verði iítil frægð að frásögu minni,
þá tel ég mér skylt að segja satt og rétt frá og fegra hvorki né ófegra
sannindin.
Eg fæddist 1857 á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þegar ég man fyrst
eftir, bjuggu foreldrar mínir á ofurlitlu koti fremst í dalverpi litlu. í því
bygðarlagi var menning mjög lítil, og við enn afskektari en aðrir, svo
enginn minsti menningargeisli hafði áhrif á okkur. Móðir mín hafði gifzt
tvisvar, eignast 16 börn og var ég næst því yngsta. io urðum við full-
orðin, 9 ólust upp heima, eitt annarstaðar með fullri meðgjöf frá for-
eldrunum. Fátækt var mikil meðan börnin voru ung, en allgóður efna-
hagur síðan. Börnin vóru látin burtu jafnskjótt og þau gátu fengið vist
og unnið fyrir sér. Nú skal þá frá sagt heimilisháttum ýmsum, fyrst
þegar ég man eftir.
Heimilisstjórn og úrræði voru að mestu í höndum moður minnar.
Hún var kvenskörungur, kjarmikil, ráðrík, heilsugóð og fyrirtaks dugleg.
Alt var venjufast, reglubundið á heimilinu. Engin tilbreyting eða nýjung