Eimreiðin - 01.05.1906, Page 18
98
þannig gerð: Digrir fjalldrapaleggir voru höggnir í smábúta, gryfja
grunn og víð gjörð í jörð niður og eldur látinn í hana, kuriunum síðan
fleygt þar ofan á í stóran bing, -— þar af mun orðtækið: hvort öll kurl
séu komin til grafar. — Lygnt veður þurfti að vera, svo kolin yrðu
jafnbrend Gaman þótti okkur krökkum að vaða reykinn, þétta, þykka
svæluna, áður enn loginn komst upp úr. Þegar loga tók, var yztu kol-
unum mokað upp á miðjan binginn, unz þau voru orðin dökk að utan,
þá var votu torfi fleygt ofan á og allur eldur kæfður. Viðarkol voru
höfð í stað steinkola.
Vinnufólk héldum við aldrei, en oftast kaupamann part af slætt-
inum. Ákafinn við heyvinnuna hjá okkur var meiri en ég veit dæmi til,
oftast unnið 16—17 tíma af miklu kappi, étið í ógna flýti, annars engin
hvíld nema svefninn. Börnin fóru að vinna heyvinnu 7— 8 ára, stúlk-
urnar slógu jafnt og drengirnir, eftir því sem hentaði, bundu votaband,
létu upp þunga bagga, fóru með o. s. frv. Móðir mín sló ekki, en hún
stóð oft mála milli hjá bónda sínum til að brýna fyrir hann, ef vott var,
því aldrei var rakað í votviðri. Tvö orf hafði hann þá til skiftis. Börnin,
sem þóttu of ung til heyvinnu, voru heima til að gæta þeirra yngstu,
búa til flatbrauð, — brauð alt var flatt út á rúmfjöl, hvorki borð né
bekkur til, —- berja harðfisk og »breiða svo á«x fyrir fólkið, þegar mið-
degisverðartími var kominn. Matarverk og barnagæzlu höfðu drengir
jafnt sem stúlkur á hendi hjá okkur. Svo mikið var eftir okkur rekið
með vinnu, að ekki máttum við greiða okkur né þvo nema á sunnu-
dögum. Við, sem endilega vildum vera að því tilhaldi, urðum þá að
gjöra það meðan við tugðum harðfiskinn. Einu sinni vorum við tveir
krakkar að rifja flekk, masandi um ljóð. «Ykkur væri nær að lesa
bænirnar ykkar,« sagði faðir minn byrstur. Hann unni lítið tögrum
listum, hafði um annað að hugsa. Mestallan veturinn vorum við börn
iðjulaus. Oft grét ég þegjandi af leiðindum og löngun eftir að fá að
læra einhvern »hégómann«, sem kallað var. »Leikið þið ykkur«, var
svarið. þegar við sögðum að okkur leiddist og spurðum að, hvað við
ættum að gera. Þau léku sér þá, en ég þráði og grét, vildi endilega
líkjast prestsdætrunum, þó ég þyrði ekki að segja það, því öllum þótti
ég afvæli mikið og táplaust afstyrmi.
Álíka kapp var í fullorðna fólkinu við ullarvinnuna eins og við hey-
vinnuna. Bóndinn kembdi og prjónaði öllum stundum, sem hann var inni.
En hvað allir voru fljúgandi fljótir að prjóna! Ullarvinnan var gróf og
sterk, allar voðir úr tómri vorull, altvinnaðar, oftast upp með öllu saman
— með toginu nefnilega — og svo svellþæft, að hvergi sá fyrir lykkju
né gára. Velflest af fatnaði var prjónað, svo vefnað þyrfti sem minst
að kaupa. Næstum óslítandi sterk voru fötin okkar öll, en sterkust voru
brekánin. Þau entust meir en mannsaldur. Vefnaður þeirra var þannig,
að þráðurinn sást ekki, fyrirvafið var því Iitað, þráðurinn ekki. Dökk
voru þau oftast að undirlit — aðallit — með þverröndum indígóblám,
kúahlandsrauðum — lituð í eintómu, köldu kúahlandi, heldur fallega dumb-
rauður litur og varanlegur — mosalituðum, grasagulum. sóleyjagulum —
1 0: breiða hvítan dúk á bæinn eða þar sem hátt bar á, svo fólkið við hey-
vinnuna gæti séð hann, og komið ]tá heim til borðunar.