Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 19

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 19
99 þeir litir lengi soðnir — og hárauðum teinum mjóum, ef mjðg var til vandað. Húðþykk og þung voru brekán þessi, en ákaflega sterk. Að spjaldvefa og fótvefa kunni móðir mín — hvorttveggja það lærði ég. — Útsaum kunni hún ekki annan en blómstursaum og steypilykkju — það lærði ég einnig. — Föt okkar saumaði hún sjálf, alt með ullarþræði. Skór voru gerðir með seymi, saumarnir, varpið með togþræði. Knipla hafði móðir mín einnig kunnað, en þau áhöld voru glötuð fyrir mína daga. Spariföt bóndans voru: blásprengdir sokkar, óbryddir skór úr svörtu skinni með hvítum eltiskinnsþvengjum, bæði ristar- og hælþvengj- um, með röndóttum börðum innan í. Lokubuxur, stutttreyja tvíhnept, með krotuðum látúnshnöppum og þrjá sauma á bakinu, styzt að aftan, hornin stór útáliggjandi, vesti með einföldu dúkbaki, kragalaust, óflegið, úr hellu- lituðu vaðmáli. Húfa, úr sama efni, með deri, litlum, kringlóttum kolli, umgjörðin stórfeld utan um. Sauðsvartur prjónatrefill innan undir vestinu. Spjaldofin axlabönd, marglit. Indígóblá prjónanærpeysa með tinhnöppum, brydd með svörtu vaðmáli eða klæði. Gráblá vaðmálsskyrta, hvítar prjóna- nærbrækur með loku. Hversdagsföt við útivinnu á vetrum: lambhúshetta sauðsvört, prjónuð, grá prjónaúlpa, eltiskinnsbrækur, skinnsokkar og leðurskór á fótum. Inni við á kveldin: prjóna-skotthúfa röndótt, svört, með bláum eða rauðum röndum, snarprjónuð í fitina og brotið upp á, djúp með breiðu og löngu skotti, lítili, mislitur bandskúfur í totunni. Ljósblá nær- peysa, ýmist innan undir eða utan yfir vestinu, skinnbrækur úr eltiskinni eða þá sauðsvartar prjónabrækur — alt prjónað með sléttu prjóni, sokka- prjóni. — Á sumrin var ávalt unnið á tómum nærfötum: grábláu skyrt- unni og prjónabrókunum hvítu, karlmenn berhöfðaðir, krakkar oftast ber- fætt, kvenfólk líka berfætt á votengi, ef ekki var því kaldara veður, til að hlífa sokkunum, en karlmenn í vefjum — vafið skinni ósaumuðu um fæturna svo laglega, að vatnshelt var — eða í skinnsokkum. Smalinn var annaðhvort berfættur eða í skinnsokkum. Spariföt konunnar: stokkapeysa prjónuð, með klæði eða fínu vaðmáli á ermum og börmum í stað flaujels, flegin í hálsmálið, svo í ljós- leitan klút sæi, sem hafður var á herðum innan undir til skrauts. Peysan nærskorin og ermaþröng, ekki opin á bringunni, en sem sagt: flegin niður á brjóst. Dökt vaðmálspils, svört dúksvunta með rauðum eða bláum langröndum, svartir sokkar, svartir skór, óbryddir, með eltiskinnsþvengj- um ullhvítum, bundnum upp um legginn. Silkiklútur um hálsinn, dökkur í miðju, með alla vega litum skýjabekkjum og þótti fallegast að breiða sem bezt úr endunum og láta þá lafa langt niður. Rósadamasks-sjali þunnu, svörtu, litlu var hnýtt á herðarnar og þótti kjörgripur. Peysu- húfa djúp, með stórum þelþráðarskúf og silfurofnum borða í skúfhólks stað. Blágrátt vaðmálsnærpils áfast við upphiutinn, hann var úr dökku eða rauðu vaðmáli — sá rauði úr skarlats-klæði, held ég — með rauð- um bryddingum í þremur kniplings- eða rósaflauels-borðaleggingum með vírstímum utan með, á bakinu, silfurofnum borðum, breiðum, á börmunum, silfur- eða koparmillum, reimaður saman með eltiskinnsþveng — silfur- nái né festi átti hún ekki. — Fallegt þótti að hafa bil milii peysunnar og pilshalds að aftanverðu, svo að sæist í leggingarnar á upphlutnum — Móðir mín átti engan »innanhafnaklút«, ljósa herðklútinn, var á T

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.