Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 20
IOO hvítri vaðmálsskyrtu með líningum og kraga úr vaðmáli, hneptri eða öllu heldur krókaðri — eins og karlmannsskyrtu. Nærbuxum var hún aldrei í, sumar né vetur. Hárið var snúið upp í vöngunum og fest upp undir húfuna í hnakkanum með látúnsprjón stórum. Laufaprjóna úr silfri átti hún ekki, og þótti þó fallegt að láta festina milli þeirra, með laufinu á, lafa aftan í hnakkanum ofan á hárlykkjunum. Hversdagsfatnaður konunnar: Svört prjónuð síðpeysa, krókuð með látúnspörum, brydd á ermum og börmum með vaðmáli. — Krókapör okkar beygði bróðir minn úr látúnsvír; til þess hafði hann einungis beygi- töng og spýtu litla, með þremur járntittum í endanum. Tinhnappa steypti hann líka í heinismóti; voru þeir með upphleyptum hring í kring, dálítilli bólu í miðjunni og fimm smærri í kring; það var krotið. — Pils hennar var svo stagbætt, að varla sá fyrir upprunalegu efni þess, sauðsvört dúk- svunta með ljósbláum langröndum, — dúkurinn svo varpaður, að ekki sást í fyrirvaf. Húfan þykk og djúp með pínulitlum silfurborða sem hólk og skúfstert, sem tæpast náði niður á kjálkabarð, enda var alla tíð hafður aftur á hnakkann. Húfa sú fór aldrei af höfði hennar, hvað sem fyrir kom, nema meðan hún svaf. Húfuna setti hún á sig um leið og hún settist upp á morgnana og tók hana ofan um leið og hún fór úr skyrt- unni til að leggjast út af. — 011 sváfum við nakin. — 011 vöfðum við prjónatreflana um hálsana á okkur, smærri og stærri, sýknt og heilagt. Sauðsvartir voru þeir flestir með sílabeinsprjóni. Fótofin, röndótt sokka- bönd og einlit bryddingarbönd, úr svörtum þelþræði, voru á okkur öllum. Úr hrafnsvörtu togi var spunninn fínn og sléttur þráður til að sauma með hnezlur og línrósir — aftursting — í stað silkitvinna. Nákvæmlega samskonar klæðnaður var á okkur krökkum eins og á fullorðna fólkinu. Fyrst þegar ég man eftir mér, var ég á svörtu vað- málspilsi, þykku og þungu, prjónapeysu, peysuhúfu með ofboð litlum silfur- borðahólk og silkitvinnaskúf, uppétnum, elgdömlum í, með dúksvuntu, vaðmálsskyrtu, prjónabrók opinni, þykkri og harðri eins og tré, enda var ég oftast með fleiðrum og þótti mér mjög vera ábótavant með hreysti og þol alt; en enginn lagði brók minni last til, þó hún néri ónýta skinnið mitt af mér. Það var ég auminginn, sem var linka, limpía og heimótt, öllum mínum til skapraunar. Ekki átti ég nema eitt pils frá því að ég man fyrst eftir mér, þangað til ég var n—12 ára. Við systur tvær áttum í sameiningu spariföt og fengum að fara í þeim til skiftis til kirkju, einu sinni, tvisvar á ári. Þegar systkini okkar voru fermd, voru lánuð föt á aðra okkar. svo við þá gætum báðar farið, því allir voru á einu máli um það, að til kirkju þyrftum við þá að komast. Eg man það lengst, hvað fín og fögur ég liélt að ég væri, þegar ég loks vann þann sigur yfir systur minni, að fá að vera á lánaða léreftskjólnum, en með peysuhúfuna mína má ég segja að ég var við þann léreftskjól, og ekk- ert man ég eftir því, að karlmennirnir dáðust að fegurð minni og var það þó einmitt þess vegna, að ég vildi komast til kirkjunnar og í kjól- inn; því áður en ég bar skynbragð á nokkurn skapaðan hlut milli himins og jarðar, var ég farin að hugsa um það, að reyna að láta manni nokkr- um fullorðnum lítast á mig. Hann orti ljóð, það vissi ég, hafði heyrt hann hafa þau yfir fyrir móður mína, giftast honum ætlaði ég því endi- lega. Pá var ég 6—7 ára, en hann löngu fullorðinn. Eg vissi að sönnu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.