Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 37

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 37
um stúlkur og vóru vísurnar eftir því á bragðið, hvort stúlkurnar vóru honum »tagltækar« eða ekki. Pegar þær vóru hvimleiðar, þá orti hann t. d. svona: Heldur er á grönum grett, gráum hleypir brúnum; þína’ bera limi létt lært hefirðu af kúnum. þín er máluð myndin skær mínu á sálar spjaldi. Annars t. d. þannig: Blossa á!a bríkin mær blíðu strjálar valdi; Baldvin hafði miklar ástríður til »betri hluta mannkynsins* og drykkfeldur var hann, eins og flestöll alþýðuskáldin vóru, og stóð honum vandi mikill af þeim málum um dagana. Af þeim sökum ræktuðust hugtún skáldanna miður en orðið hefði að öðrum kosti. En mörg vísa varð og til í víngleðinni, eða vínsorginni, eftir at- vikum. Bað er til marks um skáldgáfu Baldvins, að eitt sinn valt hann á höfuðið út úr búðardyrum, blindfullur af brennivíni og meiddi sig á höfði. Þó komst hann á fætur og þá kvað hann: — Stóð við vota staupalá, stórt afbrot hef hlotið; ég hefi hrotið hausinn á og heilaslotið brotið. Vísan er ekki gallalaus. En hún sýnir, að þessum mönnum varð ekki orðfall, hvernig sem á þeim stóð. Pegar hagyrðingar mættust, var þeim gjarnt að skora hvorn annan á hólm — á sína vísu. ÍVí var það, að þegar þeir mætt- ust Sigluvíkur-Sveinn og Sigurbjörn Jóhannsson, þá ljóðaði Sveinn á Sigurbjörn. Pá kvað Björn: Varla meina vil ég þér vísnagreinir skorða; komdu að reyna móti mér mistilteininn orða. Sveinn hefir verið gáfumaður og skáldmæltur. Vísa sú, sem hér fer á eftir, og sem hann kvað af munni fram, ber þess vott. Hún sýnir og það, hvemig högum alþýðuskálda landsins var háttað og e r oftast nær: Ekki bíður svarið Sveins, ég á ekki neitt til neins sízt eru hagir duldir: nema börn og skuldir. Betta er seinni hluti æfisögu almennings —• þeirra manna, sem höfðu fleiri járn í eldinum en orfljáinn og prjónana. — Og svo brunnu ölljárnin, ljárinn og prjónarnir sömuleiðis og »viljinn vopn-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.