Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 38

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 38
118 laus« stóð einn uppi á rústinni eða klakanum, eftir því hver árs- tíðin var. En þegar þessir sigruðu menn komust að óminniself- unum, drektu þeir lífskvölinni um stundarsakir og flugu út yfir vötn og vegleysur. Peim varð tíðförult í kaupstaðinn á öllum tímum árs, því að þar var gleðina að fá —- um stundarsakir a. m. k. Og æfinlega vóru einhver ráð til að ná sér í sopann. Stundum var þeim boðið staup fyrir stöku, stundum buðu þeir vísu fyrir vökvun. Til dæmis um þessi viðskifti er fundur þeirra á Akur- eyri Ara í Víðigerði (síðar á Pverá) og Tómasar á Hróastöðum. Tómas var skáldmæltur vel og bókamaður. Hann nam enska tungu af bókum, til þess að geta lesið leikrit Shakespeares á frum- málinu. Hann samdi leikrit. Enginn var hann búmaður. Saga sú, sem hér fer á eftir, lýsir manninum vel, þó stutt sé: Eitt sinn gengu óþurkar að sumarlagi og hröktust töður manna. Loksins kom þurkur daglangt. Pá fór maður um hjá Tómasi og var hann þá að — þurka bækur sínar í hlaðvarpanum. En það ér af þeim Ara að segja, að þegar þeir kendust við í kaupstaðnum, kölluðust þeir kveðjum á og bað þá Tómas Ara að gefa sér að súpa á flöskunni. Ari játti því, ef hann gerði um sig vísu og yrði búinn, þegar þeir fyndust. Hann brá upp agninu, en Tómas kom rakleiðis og kváð hiklaust þessa vísu: Pótt óblíð við bænda kjör ágæt smíðar Austraför búa tíðum verði, Ari í Víðigerði. Tómas var þingeyskur, en Ari Eyfirðingur. Eitt er það sem einkennir öll þessi eldri alþýðuskáld: stakan liggur laus fyrir þeim. Pau eru og gefin fyrir ástir og vín, en síður fyrir búskap og bjargálnir. Pó var Skarða-Gísli bjargálna- maður. Og vel hefir Jón Hinriksson komist af um dagana; þó var hann alinn upp í umkomuleysi og átt hefir hann fjölda barna. Pá er ég kominn til JÓNS HINRIKSSONAR. Hann er enn á lífi, þegar þetta er ritað og þó fjörgamall, faðir Jóns alþm. í Múla og Sigurðar skálds að Arnarvatni. Öll eru börn hans mann- vænleg og vel gefin, og gæti hann því tekið undir með Jochum gamla og sagt: »faðir allra þeirra barna, sem vel eru af guði gefins. Og víst er þeim feðrum sæmilegt að stæra sig af börnum sínum, sem miðla þjóðfélaginu miklum og góðum viðauka. Og tvígildir eru þeir menn, sem það gera og eru skáld aukreitis eða fræði- menn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.