Eimreiðin - 01.05.1906, Page 45
125
Máttuga sól! Hve þú megnar að græða.
Um minninga fold þínir Ijósstraumar flæða.
Hvert mitt fölnaða strá á fræ undir snjá
með framsóknarþrá upp til ljóssins hæða.
ÉG MAN ÉAÐ LENGI.
Ég man það lengi, er úti um engi
við undum saman og dagur sté,
en húmið hné,
og heimurinn fyltist með gaman.
Og blærinn andaði og bærði traf;
um bláa sanda lá móðuhaf.
En sól skein á fannkrýndum fjöllum
og fuglarnir sungu á grænum og blómguðum völlum.
Og skinið færðist — og blómið bærðist —
um brekkur hlíða. Og dagur sté,
en húmið hné
og hljómurinn ómaði víða.
Pá gripum við sporið við gleðisöng
og glöddumst við vorið og dægur löng.
Mér fundust í brjóstinu brenna
og brjótast um kraftar sem máttu við tvenna og þrenna.
INDRIÐI PORKELSSON. Hann sameinar bezt gamla hag-
yrðinginn og unga skáldið. Lausavísur hans eru nærri því ótelj-
andi og er honum víst viðlíka létt um að gera þær eins og
að tala mælt mál. En þó er hann stundum heilt ár með eitt
kvæði. Petta er vandvirknin. Annars veit varla nokkur maður
um vísur hans, því að hann liggur á þeim. Ég er Indriða nokkuð
handgenginn, en þó heyrði ég fyrst í vetur fjölda af lausavísum
hans í fyrsta sinn, og hefir þó vinfengi okkar staðið mörg ár með
jöfnum blóma. Hér koma þrjár vísur næst, sem hann gerði á
skipsfjöl, fyrir Austurlandi, og var hann þá um tvítugt. Pær
komu upp hjá honum í vetur á fundi:
Mjúkan gang, sem ör af ý, Dalatangi dimmu í
úlfur ranga hefur. Drafnarfangi sefur.