Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 49

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 49
129 Með raunir og baráttu, rústir og flög, með raugsnúin afguðs og menningar lög, með handvísar nætur og svipula sól, þú sveit ert mér kær eins og barninu jól. SIGURÐUR JÓNSSON. Ég þorði ekki fyrir Eimreiðinni að sitja lengur hjá Indriða á Fjalli og er honum þó þann veg háttað, að því meira er upp úr honum að hafa, sem lengur er með honum verið. Pá er ég kominn að Arnarvatni til Sigurðar, og er þó ekki víst að maðurinn sé heima. Nú er góa öndverð og þá er hann við unglingakenslu i þinghúsi Mývetninga og býr þar um tíma hja yngismensku og meydómi. Fjármann hefir hann fengið á meðan, til að hirða fé sitt heima og taka undir, þegar kallað er í búri og eldhúsi eftir vatni og eldivið. Ef ég kæmi vordaginn, gæti hann verið austur á Mývatnsfjöllum við geldfjársmölun og rúning. Sumardaginn kynni hann að vera í heyskap heiman farinn, upp í Framengjar, eða jafnvél niður í Reykjadal. Margbýli er á Arnar- vatni og mikill búskapur og verða bændurnir þar að hafa úti allar klær, þó að jörðin sé góð. Sigurður er aðburðamaður mikill í bú- sýslu, en skáldskapinn mun hann hafa lagt á hilluna. Gáfur hans þarf ekki, til að sjá það, að einyrkjabúskapur og skáldskapur eru ekki samrýndir að eðlisfari. Farið er og að vefja hann í sveitar- sökum og kaupfélagsvafstri. Og þá er safnað glóðum elds yfir höfuð skáldgáfunnar. Sigurður er alinn upp hjá Laxá og hefir haft hana fyrir augum og eyrum mestan hluta æfi sinnar. Pegar kemur út á hlaðið að Helluvaði, þá sést hún renna neðan við varpann og heyrist spila á strengina, alauð alt árið, hvernig sem viðrar. Petta er fóstra hans — gullfagra áin, blátæra, iðandi af lífi, sýnilegu lífi og ósýni- legu. Hvannstóð og gulvíðir eru í öllum hólmum og andavarp. Par eru allar andir saman komnar, sem til eru í andfuglaríki landsins. Silungur er í ánni og frjómagn í hverjum dropa meira og betra en í nokkurri annarri elfi Fjallkonunnar. —- Sigurður er einstakur maður og áin er einstök. Hann hefir og ort einstakt kvæði um einstöku ána. LAXÁ VIÐ MÝVATN. Af fjallkrýndri sléttu um flúðir og kletta þú flæðir braut. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.