Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 55

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 55
i35 yfir ána, þar sem hún féll úr vatninu, og skamt frá henni eldgömul tré- brú, hrörleg og fáránleg, prýdd »freskó«-myndum að þeirra alda sið. það er hún, sem Longfellow lýsir svo prýðilega í sGolden Legend«. Alstaðar í nánd reis hvert gistihallar-báknið við hliðina á öðru, sum hin mestu stórhýsi og skrauthýsi En þegar ég leit út yfir vatnið datt ofan yfir mig. Eg hafði gert mér von um að sjá langar leiðir yfir stóran vatnsflöt, eins og frá Ziirich; nú sá ég aðeins ofurlitla tjörn. Ráðning þeirrar gátu kom brátt í ljós, þegar ég leit á uppdráttinn yfir bæinn og grendina. Luzern stendur við ofurlítið vik í norðvesturhorninu á Vierwaldstátter, sem lokast fyrir auganu innan úr bænum að sjá. Leið mín lá yfir brúna, sem ég nefndi áður. Mér varð starsýnt á margt, sem ég sá þaðan, en þó ekki hvað sízt á ána sjálfa, Reuss, sem leið þar áfram lygn og slétt, en með þungum straumi, undir brúar- i. LUZERN (séð frá hæð á bak við bæinn). Til hægri á myndinni sjást fjöllin Pílatus og Stanshorn. bogana, blágræn á litinn eins og vatnið í Geysi. Ég hafði búist við að hún væri gruggug og blandin jökulauri, en hún var tær, svo vel sást í botninn, Vatnið myndast sem sé mestmegnis af berglindum, sem koma úr fjöllunum í kringum það; jökulánna, sem renna í það að sunnan (Reuss). gætir varla, og þegar litið er yfir vatnið sjálft, er það blágrænt eins og áin. Hinum megin á árbakkanum var ferðamannaskrifstofan, þar sem út- býtt er öllum ósköpunum af bókum, pésum, uppdráttum og myndablöðum yfir bæinn og nágrennið og allar upplýsingar gefnar sem að ferðum þar lúta — alt saman ókeypis. Luzern er miðstöð ferðamannastraumsins um þennan hluta landsins og alt hugsanlegt gert til að greiða fyrir ferða- mönnunum. Bærinn lifir líka mestmegnis á gestkomum; íbúarnir eru að eins um 30,000, en gestirnir, sem koma þar við í meðalári, eru yfir 300,000.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.