Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 57
137
sjá kvöldskinið á jöklunum — Alpaglóðina — frá útsýnisturninum á
Götch, rétt ofan við bæinn.
Luzern liggur um 1299 fet yfir sjó. Bærinn stendur í hæðum luktri
kvos við hornið á vatninu, og er því útsýni lítið úr sjálfum bænum.
Bak við bæinn þrengist kvosin, og rennur Reuss (frb. röjss) þar í
þrengslum á milli hæðanna með beljandi straumkasti, og líkist þá dálítið
Soginu á köflum, nema hvað hún er vatnsmeiri. Uppi á hæðunum hægra
megin árinnar stendur eldgamalt klaustur, og er umgirt stórt tún í kring
um það, svo til að sjá er það ekkt ósvipað íslenzku bændabýli. — Skamt
frá bænum eru tvö ágæt útsýnisfjöll, Rígí og Pílatus, sitt hvoru megin
vatnsins, bæði á hæð við Öræfajökul (yfir sjó) og liggja járnbrautir upp
á þau bæði. Pílatus er að vísu dálítið hærri en Rígí, en víðsýnið er þó
3. VIER W ALDSTÁTTER-V ATNIÐ.
1. Luzern. 2. Kíissnacht. 3. Vitznau. 4. Brunnen. 5. Fliielen.
6. Altdorf. 7. Seelisberg. 8. Schillerstein. 9. Stans.
10. Alpnachstadt.
ekki eins orðlagt þaðan. Af Rígí er víðsýnið mikið og frægt yfir alla
svissnesku hásléttuna, Júrafjöllin og suðurhluta Þýzkalands og enginn
vandi að komast þangað upp, þótt járnbrautin sé ekki notuð; en Pílatus
er hærri og brattari og tignarlegur ásýndum.
í’að, sem skrifað hefir verið um hérað þetta og fegurð þess á öllum
málum, eru engar smáræðisbókmentir, en perlan í því öllu saman er
»Wilhelm Tell«. — —
Morguninn eftir var ég snemma á fótum í fögru veðri og heiðskíru,
en svo miklum kulda, áður en sólin fór að verma, að ég átti fult í fangi
með að verja mig skjálfta. Skip lá ferðbúið við bryggjuna og tók ég
mér far með því inn eftir Vierwaldstátter-vatninu — inn i hérað Vil-
hjálms Tells.