Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 58
13« Að lýsa lögun Vierwaldstatter-vatnsins (frb. fírvaldstetter-) yrði hér ofllangt mál og árangurslítið. Eg læt mér því nægja að benda á riss það, er ég læt fylgja þessum línum. Enginn staður er sá á jörðu, að yfir það sjái alt í einu; svo er það krókótt og umgirt hömrum og háum fjöllum. Það er rúmar 5 mílur danskar á lengd, en hvergi breitt og sumstaðar örmjótt, en mjög djúpt og misdjúpt, svo að heil fell standa í botninum án þess að þeirra vetði vart á yfirborðinu. Að vatninu liggja fjögur fylki (Canton), sem heita Schwytz, Urí, Unterwaiden og Lúzern og dregur vatnið nafn af þessum fylkjum (d: fjögurra-skógar- fylkja-vatnið). Hinn sögulegi grundvöllur Tellssagnanna er sá. að árið 1307, 7.nóv., hófu þrjú hin fyrst töldu af þessum fylkjum uppreist gegn yfirráðum og kúgun Austurríkismanna, sem þá réðu landinu, og héldu uppreistarmenn fund með sér í Riitli í Urí og sóru þar eiða sína. þessi samtök urðu fyrsta sporið í áttina til þess að mynda lýðveldið Sviss, sem nú er. það er þessi frelsisbarátta þjóðarinnar sem Schiller lýsir í »Wilhelm Tell«. Sagnir þær, sem Schiller notar í ljóðleik sinn, eru að eins þjóð- sagnir, sem fáir mundu hafa gefið gaum eða vitað af utan þessara héraða, en sem nú eru orðnar alheimseign. Efnið í leiknum er í stuttu máli þetta. Vilhjálmur Tell er bóndi í nánd við Altdorf, höfuðstaðinn í Úrí- fylkinu. Hann er göfugmenni í lund, hraustmenni mikið og vanur svaðil- förum bæði í fjöllunum og á vatninu, og íþróttamaður hinn mesti, en þó einkum afbragðs bogaskytta, svo hann aldrei skýtur framhjá marki sínu. Hann er giftur sí-nöldrandi konu, sem annars er fremur góð kona og þykir vænt um hann, og eiga þau tvo drengi. Hann vinnur sér það fyrst til óhelgis, að hann ferjar mann yfir vatnið, sem er á flótta undan konungsmönnum, og gerir það í stormi og öldugangi, svo mikils þykír um verkið vert og það spyrst víða. Auk þess verður hann meðsekur í samsærinu í Riitli. Héraðsfógetinn eða landstjórinn, Gessler, er illræmdur grimdar- seggur og harðstjóri. Hann kemst á snoðir um það, sem er á seiði hjá dalabúum, og hyggst að kyrkja þessa byltingu strax í fæðingunni. Hann býr í riddaraborginni Kussnacht við norðurhornið á vatninu, en gerir yfirreið inn um dalina. Til þess að reyna trúmensku og hlýðni bænd- anna, lætur hann setja hatt upp á stöng í Altdorf og skipar öllum, sem framhjá ganga, að taka ofan og hneigja sig fyrir hattinum, sem ímynd konungsvaldsins. Þeir, sem ekki hlýða þessu, eru tafarlaust hneptir í fangelsi í riddaraborginni við Altdorf, og látnir eiga hina verstu æfi. Mörgum verður það á að gefa þessari heimskulegu og hlægilegu fyrir- skipun engan gaum og meðal þeirra er Vilhjálmur Tell. Til þess að refsa Tell fyrir þessa þrjózku, dæmir Gessler hann til að skjóta epli af höfði sonar síns á hundrað skrefa færi. Tell færist undan, og aðrir biðja honum vægðar, en það tjáir alt saman ekki neitt. Hann verður að hlýða; en áður en hann fer að miða stingur hann ann- arri ör í barm sinn og felur hana þar. Hann skýtur eplið af höfði sveinsins án þess hann saki og hefir þannig unnið af sér óhelgina. Þar sem þeir stóðu hvor um sig, Tell og sveinninn, eiga síðan að hafa sprottið upp tvær lindir. Nú eru þar tveir gosbrunnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.