Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 60
140
kringum Vierwaldstattervatnið hefir hann þekt, og alt, sem þar er til
fagurt og einkennilegt — og það er margt — hefir hann tekið með,
ofið það saman við atburðina og sungið það ásamt sögunni sjálfri inn í
hug og hjarta alls heimsins — sungið athygli íjarlægra þjóða að þessum
stöðvum, með slíku töfraafli, sem listin ein á hæsta stigi hefir í vængjum
sínum og hörpu sinni. Hann hefir kent öllum heiminum að elska þessar
stöðvar — og engar stöðvar í víðri veröld eru liklega jafnmörgum
kærar —
En Schiller hefir ort meira um Alpaíjöllin en þennan eina leik, þótt
hann auðvitað sé það stærsta Smákvæði hans um fjöllin, svo sem
»Bergslied«, »der Alpenjager«. »der Schiitz« o. fl. eru sannir gimsteinar
og á vörum allra ljóðavina Það mætti því með sanni kalla hann einn
af feðrum Alpafrægðarinnar. Þessi hrikafagra íjallanáttúra átti við anda
hans. Það var eins og »útlaginn frá Stuttgart«, hinn fyrirlitni og fé-
lausi, fyndi ekki anda sínum frið og svölun, nema í sambúð við eitthvað
það, sem hafið væri yfir það algenga, eins og þessi fjallanáttúra, þar
sem unaður og skelfing blandast saman, bros og glott mæta auganu í
sömu andránni, óg tign hins hæsta og fegursta ber ægishjálm yfir það
kuldalega og skuggalega; þar sem drengskapur, frelsisþrá og föðurlands-
ást eru mönnunum meðfæddar og lífið krefst karlmensku, áræðis, snar-
ræðis og fyrirlitningar fyrir dauðanum. 1 slíkum heimi dvaldi andi skáldsins
langdvölum, og ef til vill hefir sú umgengni gefið honum vöxt, svo hann
að lokum bæri höfuð og herðar yfir aðra menn — yrði tröll með tröllum.
Annað andans stórmenni, sem einnig hóf sig hæst, þegar hann kom í
Alpaþrengslin, var Byron — —
Þegar sólin fór að hækka á lofti, varð nógu heitt, — svo heitt,
að ég að lokum blessaði sólseglið, sem var spent út yfir efra þilfarið
framan og aftan við reykháfinn. Enginn vindblær bærðist, svo vatnsflöt
urinn var spegilsléttur og skínandi bjartur, en yfir honum og fjöllunum
skein sumarhimininn, hár og heiður, og maður andaði að sér hreinu og
hressandi fjallalofti, hálf-suðrænu, hálf-norrænu. Hásigldar skemtisnekkjur
sigu hægt áfram undir mjallhvítum voðum, og spegluðu sig í vatninu, en
áraglam heyrðist uppi undir ströndunum hér og þar og glitraði þar á
brot í landsskaganum, sem var báran út frá róðrarskélinni. Frá báðum
hliðum ómuðu bjöllur hjarðanna, eins og hátíðlegt klukkuspil í fjarlægð.
— Það var morgunljóðið ofan úr fjallahlíðunum. Báturinn, sem var með
björtum, skrautlegum sölum og stórum, vel skygðum gluggum bæði yfir
og undir þiljum, buslaði áfram með hjólunum og spymti vatninu í hvít-
freyðandi breiðri straumröst aftur undan sér. Farþegar voru fáir fyrst,
en þeim fjölgaði smátt og smátt á hverri viðkomustöð.
Við fórum fyrir framan fjörð þann, sem liggur úr vatninu inn að
Kussnacht, þar sem aðsetursborg harðstjórans stóð og þar sem hann var
veginn, og lögðum að landi í Vitznau; þaðan liggur járnbrautin upp á
Rígí. f’egar þaðan er farið, virðist svo sem maður stefni á samfelda
strönd, því sundið inn í næsta hluta vatnsins opnast eins og leynidyr,
þegar að því er komið, og skipið skríður milli fjalla, sem ganga fram
að sundinu beggja megin. Eftir að inn kemur úr sundinu, rýmkast vatnið
aftur og fögur héruð blasa við á báðar hendur. Bygðinni hallar allri
niður að vatninu og bændabýli gægjast alstaðar fram úr þéttum skógum