Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 64

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 64
144 Island á nóg af fortíðarminningum og sögustöðvum, sem við þekkj- um og við unnum, sem höfum alist upp við sögurnar frá blautu barns- beini, en sem öllum útlendingum er enn þá grafinn fjársjóður, eða óskygðir gimsteinar, þótt þeir eitthvað þekki til þeirra. Pað kostar meira en meðalþrek og fyrirhöfn að læra svo mál okkar og lesa svo fornbókmentir okkar, að útlendingur verði ástfanginn af þeim; enda eru dæmin fá til þessa dags, og verða það að líkindum, unz þessar auðugu námur verða gerðar þeim aðgengilegri. Það er ekkert áhlaupaverk að semja söguleg skáldverk, syngja líf og anda í löngu liðnar aldir og töfra fram gleymda og hálfgleymda atburði úr gröfum sínum með því listaafli, að allir lifandi menn taki innilegan þátt í sorg þeirri eða gleði, er í þeim felst. það er ekki heiglum hent að fást við slíkt, og það er ekki oft, varla nema einu sinni á æfi heimsins, sem útlendir snillingar vekjast upp til að gera það, eins og í Sviss. En einmitt á þann hátt verða þó augu manna bezt opnuð. Walter Scott dró athygli alls heimsins að þjóðarminningum og þjóðlífi Skotlands, um leið og hann opnaði augu Skota sjálfra fyrir þjóðerni sínu Topelíus hefir gert það sama fyrir Svía og Finna í »Sögum herlæknisins«. Zienkiewiczs hefir gert það fyrir allar kristnar þjóðir með »Quo vadis« o. s. frv. Og Schiller gerði það fyrir Svisslendinga með Vilhjálmi Tell. Enginn hefir enn þá orðið til þess að gera þ;ið fyrir íslendinga; það verk er enn þá óunnið. En það verður unnið fyr eða síðar — af íslendingum sjálfum eða einhverjum öðrum. >Rómantíkin« er í útlegð nú sem stendur í heimi listarinnar; en hún verður aftur kölluð til valda áður langt líður — í einhverri mynd, því heimurinn getur ekki án hennar verið. Og þá leggur ísland til efnið í ný skáldleg stórvirki. Hversu innilega mundi ekki okkur þykja vænt um það, sem elskum Island og sögu þess og fegurð. ef við vissum og sæjum að allur heimurinn ynni því með o kur — ef við sæjum stóra skara ferðamanna koma ár- lega í pílagrímsferðir til héraðanna, þar sem Njála, Egla, Vatnsdæla. Lax- dæla eða einhverjir kaflar Sturlungu liefðu gerst? Og sæjum smátt og og smátt rísa upp minnismerki löngu liðinna atburða á sögustöðvunum fyrir auð, sem borist hefði inn í landið á höndum göfugra vina utan úr heiminum. Og mundi ekki ást okkar sjálfra á minningum okkar og rækt okkar við þær aukast um leið? í’jóðernistilfinningin glæðast? þjóðar- metnaðurinn færast í aukana. Mundi ekki geta farið svo að lokum, að þeir, sem heimsæktu okkur til að njóta gamalla minninga, sem fagrar listir hefðu endurfætt, sæju annað um Ieið, sem þeir ekki áttu von á, og nýr ■oiðstír íslendinga bærist út um heiminn ásamt hinum gamla? — jú, því ekkert hefir annað eins undraafl til að halda þjóðum og kynbálkum saman og hvetja þær til að hefjast handa, eins og hinar sameiginlegu minningar. Framtíðin er reikular vonir og hjáleitar hugsjónir. Samtíðin er strit og stríð, sem misjafnlega gengur. En fortíðin er óraskanleg, óum- breytanleg, því hún byggir á hinu heilaga fjalli sinna eigin dýrmætu minninga, — minninga, sem allir geta elskað og heiðrað, og sem eru sameign og óskiftur arfur. Rvík, í janúar 1906. G. M.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.