Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 68
148 verður ekki mðrgura að meini. Leiðinlegri og andlausari bók verður naumast samin. Kveður höf. það mestu óhæfu að fást við andasæringar og leita frétta af framliðnum, því að það sé bannað í gðmlum hebresk- um lögum, sem vóru engin fyrirmyndarlög. Það geti og ekki verið andar framliðinna, er vitrist andatrúarmönnum, því að slíkt ríði í bága við forn- hebreska goðfræði og hugmyndir Gyðinga um guði og dauða. Höf. rann- sakar auðvitað ekki, hvort það geti samlaðast vísindahugmyndum nútímans. Hann varðar ekki mikið um slíkar hégiljur. Goðfræðin hebreska neiti »meðfæddum ódauðleik«, eins og höf. kemst að orði. Dauðir sofi, unz þeir verði vaktir á hinsta degi og stefnt fyrir efsta dóm. En eru þá engir andar til? Jú, svarar höf., með páfalegum óskeikulleik. Það er krökt af öndum út um alla tilveruna. Þeir eru bæði illir og góðir, sem lög gera ráð fyrir. Einkum virðist kveða mikið að illu öndunum. Það eru þessir djöflar, sem birtast andatrúarmönnum. Það er hinn gamli mannvinur og menningarfrömuður, Satan Helvítiskonungur, sem hér er kominn á kreik — rétt eina ferðina enn — að leiðbeina mönnunum. Það er »hans djöfullega tign«, eins og bókin kallar konunglega hátign hans, sem af vísdómi sínum og kærleiksþeli til vor mannanna lætur þegna sína, illu andana, bregðast í líki dáinna ástvina og annarra framliðinna, og birtast þannig andatrúarmönnum og fræða þá um sitthvað, er þeim leikur forvitni á að vita. — »Þetta eru undarlig tíðendi, er nú sagðir þú«, mælti Gangleri forðum. Sigurður Gubmundsson. ÁRAMÓT. Winnipeg 1905. Fyrsta ritgerðin er eftir síra Friðrik Bergmann og kallast: »Hinir höltu«—ómþýtt varahjal um kristilegt umburðarlyndi. Þetta erindi hefir sjálfsagt látið vel í eyrum, ef það hefir verið vel flutt. En það er sá galli á því, sem ég hefi lesið eftir síra Friðrik Bergmann, að menn muna það ekki stundinni lengur. Stíll hans er svo máttlítill og bragðdaufur. Síra Steingrímur Þorláksson skrifar um »merkjalínur«. Bendir hann á ýms efni, þar sem honum þykja þær ranglega dregnar. Annars er það erfitt að draga merkjalínur milli fyrirbrigða lífsins. Þau eru svo flókin og margbrotin. Þessi séra Steingrímur Þorláksson er auðsjáanlega ekki slíku starfi vaxinn. Þá er ritgerð eftir séra Jón Bjarnason, sem hann kallar »Helga magra«. Hún er um vantrúna meðal Islend- inga heima og vestra og prédikarastörf leikmanna. Telur hann það þjóð- ráð til að stemma stigu við vantrúnni, að leikmenn starfi meir í þarfir kirkjunnar en gerist á vorum dögum. Séra Friðrik Hallgrímsson hefir tínt saman ýmsar greinir úr ritningunni um dómsdag. Ritgerð séra Jóns Bjarnasonar er langtilkomumest. Það er ólíku meiri veigur og kjarni í því, sem hann ritar, en séra Friðrik Bergmann. Þessi vesturíslenzki kirkjuhöfðingi er rithöfundur. Það er móður og þungi í orðum hans, svo að menn geta lesið ritgerð hans sér til ánægju, þótt þeir líti út yfir lífið og tilveruna af alt annarri sjónarhæð en höf. Það bregður fyrir smellnum samlíkingum og góðum athugunum innan um endileysur hans og dómadagsfjarstæður. Málið er einkennilegt og íslenzkt víðasthvar — helzti dálítið hraunkarlalegt á sprettum. Og hann er eng- inn hálfleikamaður. Hann aðhyllist kenningar biblíunnar út í yztu æsar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.