Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Page 69

Eimreiðin - 01.05.1906, Page 69
149 Hann er sjálfum sér samkvæmur, að svo miklu leyti sem slíkir trúkreddu- menn geta verið það. Hann er heill, þar sem hann er, og það er gaman að kynnast slíkum mönnum, næstum því hver þremillinn svo sem það er, sem þeir halda fram og hafast að. Það er maður, sem er ekki á báðum áttum um hinstu ráðgátur lífsins, hann séra Jón Bjarnason. Hann veit ekki af myrkrinu í myrkheimum lífs og dauða, af því að frækorn efans hafa ekki náð að festa rætur og fijóvgast í sálu hans. Honum þykir mikil vantrúin á íslandi, að vonum, og »hálfkristin- dómurinn« sem hann kallar svo. Hann minnist á »íslenzka oftrú« í vís- indunum og gefur í skyn, að þau (o: vísindin) séu til vor komin allar götur neðan »úr myrkraríkinu«. Það er ekki ofsagt um séra Jón Bjarna- son, að hann sé trúarofstækismaður, og það að marki. Darwínskuna vildi hann víst feginn bannsyngja niður í neðsta víti, ef kostur væri á, Hann er óður og uppvægur, af því að íslendingum hefir verið sagt ofur- lítið af Georg Brandes og Harald Hölfding, sem báðir eru í röð helztu andans manna á Norðurlöndum. Og honum er ekki betur við »biblíu- krítíkina«. Þó tekst honum fyrst upp, er hann minnist á »kristindóms- deilur í fornöld« eftir hálærðan danskan vísindamann, J. L. Heiberg pró- fessor — og birtist þýðing af henni í Eimreiðinni fyrir tæpum tveim árum. Var þar sagt frá andmælum grískra spekinga gegn kristinni trú á fyrstu öldum hennar. Þykir honum það svívirða, að þetta »guðlöstunarerindi« — þar sem sögð er sönn saga — skuli koma »að ofan«. Áður hafi menn að eins átt að venjast slíku af mönnnm, »er heima áttu allra neðst í þjóðlífi voru, frá spiltum skríl, viltum angrgöpum«. Myndi svo ómildur dómur hafa þóknast leikprédikaranum frá Nazaret, sem sagði þessi frægu orð um skækjuna við Farísea: »Sá yðar, sem er syndlaus, kasti fyrstur steini á hana« og »dæmið ekki!« ? Stafar þessi myrkfælni við frjálsar umræður ekki af trúleysi á trúna og lífskraft hennar, þótt menn geri sér ekki grein fyrir því? Gerum ráð fyrir, að kenningar vantrúarmanna séu rangar. Er trú og kirkju þá búin nokkur hætta af þeim, er til lengdar lætur? Þær kunna að verða ofan á í bili, en sannleikurinn sigrar að lokum. Þær hafa og unnið trúnni það gagn, að þær hafa vakið menn til umhugsunar um hana og trúin hefir orðið betur lifandi en ella. Ef engin vantrú væri, yrði trúin líflaus og ónýt, alveg eins og einhver lík- amshluti rýrnar og visnar, ef hann er ekki notaður. Ef kenningar van- trúarmanna eru sannar, þá verða þær ekki bældar niður, eins og áður var drepið á. Það ætti séra Jón Bjarnason að hafa numið af sögu og lífi. Hefir kirkjan ekki látið myrða og brenna marga beztu menn mann- kynsins, af því að þeir héldu fram nýjum skoðunum, er riðu { bága við kenningar hennar og kreddur, og hún meira að segja seinna hefir fallizt á? En það hefir stoðað hana lítið. Hugmyndir og skoðanir hafa lifað feður sína. »Aldrei þó — það lán var lént — lubbar, dóm er sátu, eitrað, höggvið, hengt né brent hugmyndirnar gátu«. Þær hafa ef til vill verið þaggaðar niður um skeið, en þeim hefir skotið upp aftur á rás aldanna og þær hafa rutt sér rúm í hugum mannanna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.