Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Page 76

Eimreiðin - 01.05.1906, Page 76
gæti sagt frá siðum og háttum margra þjóða og landa; meðal annara nefndi hann ísland, níddi íbúa þess og sagði ófagrar sögur um þá. En áheyrendurnir vóru auðtrúa og lofuðu ræðu hans, svo að hann reigðist enn þá meir, teygði sögurnar um íslendinga von úr viti og varð af hlátur mikill, en grátur engi. Spurði ég þá Einar, hversu lengi hann ætlaði að þola þetta, en hann svaraði, að hann yrði einatt að hlusta á þvílíkt um ísland. Frétti ég hann þá aftur, hvort hann vildi veita mér fulltingi, ef ég þyrfti á að halda, og hét hann því. Vék ég mér síðan að háborðinu og borgaði veitingamanni matarverðið; tók hann við því og þakkaði. Því næst gekk ég fyrir borðið mitt, ávarpaði þann mann, er hrakyrt hafði þjóð lands míns og lokið máli sínu á þá leið, að íslendingar gætu eigi þjóð kallast, heldur viðbjóðslegar skepnur, — og sagði: »Vinur, ég heyri, að þú ert kunnur siðum ýmsra þjóða og segir vel frá; ekki hvað sízt er ég hissa á, að þú veizt deili á lifnaðarháttum íslendinga. Hefir þú nokkum tíma komið þangað?« Bað hann guð forða sér frá því og kvað Kölska mega það gera í sinn stað. í sama vetfangi rak ég honum tvo ósvikna löðrunga. Allir sátu sem þrumulostnir; Einar hljóp út, er hann sá, hvað verða vildi. En múrmeistarinn vatt sér yfir borðið og hugðist að vega að mér. Snerist ég á móti, og kom þá þegar annar honum til liðsinnis, en veitingamaður bannaði, að nokkur skærist í leik okkar. Að lokum féll hann og blæddu honum þá nasir, þar eð hann hafði mörg þung högg fengið. Veitingamaður og gestir stigu undan borðum og drógu hann út úr stofunni með rifinn kraga og rispað nef; töldu þeir hann allir hafa fengið makleg málagjöld. En veitingamað- urinn strengdi þess heit, að aldrei skyldi sá bófi eða grobbari fá húsaskjól hjá sér, og hrósaði mér fyrir, að ég hefði sýnt honum í tvo heimana og þannig hefnt föður- lands míns; sagði hann mig ávalt velkominn, er ég ætti leið um.« Veitingamaðurinn var þýzkur. — Ekki verður séð af þessari dönsku þýðingu bókarinnar, sem gera má ráð fyrir, að sé nokkurn veginn »orðrétt«, að Jón Ólafsson segi neitt sérlega »barnalega« frá (»naiv Stil«), eins og þýð. Sigf. Bl. kemst að orði. í*að er nú einu sinni ekki hægt að vonast eftir því, að ritsmíðar frá 16. og 17. öld geti jafnast við nútíðarrit eður fom gullaldaverk að frásögn og framsetningu. Hver höfundur verður að dæmast eftir sinni samtíð — og það þolir Jón Ólafsson. í’að getur ekki kallast »barna- legt«, þótt hann t. d. nefni nokkuð oft nafn guðs og þakki honum fyrir sig; það var, eins og menn vita, siður í þá daga að koma því alstaðar að. Ella mundi »stíll« margra frá þeim tímum verða »barnalegur« fyrir okkar sjónum. Okkur virðist líka, að margir þeirra, er hann skrifar um, komi stundum fremur *barnalega« fram, — að það sé t. d. lítilsiglt, er flestir fara að gráta og veina, jafnt efldir karlmenn sem ístöðulitlar konur, þótt þeir yrði fyrir því að vera settir saklausir í fangelsi um hríð — á þeirri tíð, er líflát og pyntingar vóru daglegt brauð. En hvað skal segja? Þetta hefir líklega verið tízka! — Starf Sigf. er annars prýðilega af hendi leyst, að því er komist verður næst (því að ekkert af handritunum hefi ég séð), og á bókinni er gott danskt mál, ekki mjög nýlegt, sem er með vilja gert. Sumstaðar hefir hann slept úr litlu einu, sem enga þýðingu hefir fyrir danska lesendur. En hvers vegna sleppa lýsingu Jóns á Lundúnaborg? Ef hún er meira en örfá orð, getur hún varla verið með öllu ómerkileg og þýðingarlaus. G. Sv. UM ÍSLAND hefir séra yón Sveinsson (hinn kaþólski landi okkar í Charlotten- lund við Khöfn) ritað ágætar greinar í kaþ. mánaðarbl. »Varden«. í fyrra vetur lýsti hann fornaldarmenning okkar, svo að aðdáun vakti allra, er lásu. Og f

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.