Eimreiðin - 01.05.1906, Side 77
haustmánaðarblöðunum hefir hann bætt við náttiírulýsingum og ferðasögum sínum frá
íslandi, sem eru svo vel ritaðar, svo innilegar og þrungnar lífsanda, að eigi verður
hjá því komist að verða hugfanginn; hann elskar það, sem hann skrifar um, það
leynir sér ekki.
Sómi er íslandi að slíkum syni! G. Sv.
DAS PLEISTOCÁN ISLANDS (Einige Bemerkungen zu den vorláufigen
Mitteilungen Dr. W. v. Knebel’s) heitir ritgerð eftir dr. Helga Pjetursson, sem hann
hefir birt nýlega í jarðfræðisblaði þýzku (»Centralblatt fiir Mineralogie, Geologie und
Paláontologie«). Sem sjá má af undirtitlinum er hún athugasemd við grein eftir dr.
Knebel um ísl. jarðfræði í sama blaði. G. Sv.
DANIEL BRUUN: GENERALSTABENS OPMAALING PAA ISLAND.
Kbh. 1905.
Daniel höfuðsmaður Bruun, sem er orðinu alkunnur á íslandi, hefir skrifað í
»Tidsskrift for Landokonomi« lýsingu á hinu íslenzka mælingarstarfi dönsku liðs-
foringjadeildarinnar. Mælingin hefir enn sem komið er eingöngu, að kalla má, farið
fram á Suðurlandsundirlendinu, frá Rvík til Hornafjarðar, sem er sá kafli landsins,
er einna örðugastur mun viðfangs (eyðisandar, jökulvötn, hraun, fjöll og jöklar) j þar
var og mest nauðsyn fyrir hendi, þar sem hinar afarhættulegu strendur Skaftafells-
sýslna vóru áður ærið ónákvæmt mældar, sumstaðar rammskakt. Mælingamanna-
kortið er bæði strandkort (sjómæling handa farmönnum) og landkort (nákvæm mæling
láglendis og hálendis).
Glæsilegt kort yfir 0ræfajökul, 0ræfi og Skeiðarársand fylgir þessari lýsingu,
einnig tvö smákort eftir höf. yfir Skaftafell og Svínafell (með skýringum) og nokkrar
ágætar ljósmyndir úr 0ræfum, Skaftafellsskógi, þar á meðal af hæsta tré landsins,
reynitrénu í gilinu metra eða c. 15 álna) teknar af hinum unga, efnilega ljós-
myndara Eggert Guðmundssyni, sem druknaði í Kúðafljóti í fyrra.
Ekki verður því neitað, að kostnaðarsamar eru þessar mælingar, en þó
gœti kostnaðarupphæðin orðið minni — vafalaust —, ef »mælingamennirnir« væru
íslendingar. Og rétt er að hafa það hugfast, að það þarf ekki að vera okkur
ofvaxið að mæla sjálfir landið okkar. G. Sv.
D. 0STLUND: DIGTE. Rvík 1902. Höfundur kvæða þessara er fyrst og
ffernst trúmaður, og er mikill hluti bókarinnar guðrækilegs efnis. Skal ég þar fátt
til leggja, því að ég er ekki guðfræðingur. Hitt þykir mér meira vert, hvílíkur
tungumálagarpur hann er. Þarna ægir öllu saman: dansknorsku, nýnorsku, sænsku,
ensku og íslenzku. Tekst honum víða allvel, og er þetta ekki hvers manns meðfæri,
þótt hagmæltur sé og vel að sér. Aftast í bókinni eru nokkrar þýðingar af íslenzk-
um kvæðum. í*ar er sumt dável þýtt, en óheppilega þykja mér kvæði þau valin,
sum hver, og því ólíklegt að þýðingarnar veki eftirtekt margra.x) A. B.
x) í*að hefir gleymst að geta kvæða þessara að undanfömu, þó þau hafi verið
send Eimr. fyrir löngu. Ritstj.