Áramót - 01.03.1906, Side 12

Áramót - 01.03.1906, Side 12
i6 anum, sem skyldugt er að þakka fyrir; en fyrir því, sem þeim hefir verið veitt úr kirkjufélagssjóði, er gjörð grein í skýrslu þeirri, sem féhirðir leggr fram á þing- inu. Einhverjir af íslenzku námsmönnunum, sem nú ganga á Wesley í Winnipeg og Gustavus Adolphus í St. Peter, hugsa vist til þess að búa sig síðar undir prestsembætti í sambandi við kirkjufélag vort, en því miðr munu þeir mjög fáir og þess enn langt að bíða, að þeir geti gengið í kennimannsstöðuna. Frá því var skýrt á kirkjuþingi í fyrra, að skóla- málsnefnd sunnanmanna í kirkjufélaginu hefði ráðið í íslenzkukennaraembættið við Gustavus Adolphus College hr. Magnús Magnússon, B. A. frá háskólanum í Cam- bridge á Englandi. Og kom hann austan um haf að á- liðnu sumri og tók við embættinu við byrjan síðasta skólaárs. En jafnframt íslenzkunni hefir hann þar í skólanum, eins og til var ætlazt, kennt í öðrum náms- greinum. Frá starfsemi hans og væntanlegum árangri af henni fyrir þjóðflokk vorn og kirkjufélagið íslenzka mun hlutaðeigandi skólanefnd nákvæmlega skýra hér á þinginu. En velkominn hingað vestr til samvinnu með oss að menningarframförum Vestr-íslendinga segjum vér hann að sjálfsögðu allir og óskum honum hlessunar drottins. Að því er snertir kennaraembættið íslenzka við Wesley College í Winnipeg, sem séra Friðrik J. Berg- mann eins cg áðr hefir haft á hendi, þá endrtek eg það nú, sem eg hvað eftir annað hefi haldið fram á kirkju- þingum liðinna ára, en aldrei hefir að neinu verið sinnt, að samningar þeir, sem skólanefnd vor norðr frá hefir gjört við þá menntastofnan, eru í fjárhagslegu tilliti

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.