Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 25
Einangrun
25
bækur, ef menn eru hræddir viö danskar bækur, má vel
nota sænskar, þýskar eða enskar.
Hjá örlítilli þjóð geta vísinda- og fræðibækur eðli-
lega ekki borgað útgáfukostnaðinn, það verður að styrkja
þær af almennu fje eins og alstaðar annarstaðar er gert,
bæði hjá stórum þjóðum og smáum. Strangvísindalegar
bækur skilja og lesa að eins örfáir,1) en þær eru þó
nauðsynlegir geymslustaðir og forðabúr mannlegrar þekk-
ingar, sem allir verða að leita til, sem á ýmsum svæðum
vinna að framförum mannkynsins. Söguleg heimildarrit og
safnrit af ýmsu tæi er nauðsynlegt að gefa út með op-
inberum styrk, einnig orðabækur og þesskonar, engin
þjóð getur verið án slíkra rita, samt má alloft heyra ó-
fróða menn, þó skólagengnir sjeu, amast við slíkum rit-
um, þykja þau ekki nógu alþýðleg; flestir munu t. d.
einhverntíma hafa heyrt hnýtt í Fornbrjefasafnið, og er
það þó ein hin þarfasta bók, sem út kemur á íslensku,
sönn gullnáma fyrir sögu íslenskrar menningar, og fjelag-
ar Bókmentafjelagsins fá það þar að auki ókeypis. Vís-
indalegar fræðibækur og alþýðurit er sitt hvað, og er
hvorutveggja nauðsynlegt.
Mjög fáar bækur með strangvísindalegu efni borga
prentunarkostnaðinn í stærstu löndunum, hvað þá heldur
í hinum smáu. Mörg slík rit gefa stjórnirnar út og útbýta
þeim ókeypis til vísindastofnana um allan heim, sum eru
‘) Þegar hinn mikli stjörnufræðingur Johannes Kepler hafði fundið
hreyfingarlög sólkerfisins, sem við hann eru kend, er mælt að náungi einn
hafi sagt við hann, að bók hans mundu fáir lesa og enn færri skilja.
^Það gerir ekkert til,« sagði Kepler, »ef einn maður á öld les og skilur
rit mitt, er jeg ánægður. Mjer sæmir ekki að mögla, úr því guði almátt-
ugum þóknaðist að láta það bíða frá sköpun heimsins fram á þenna dag
að senda mann eins og mig til þess að opinbera þetta fyrir mannkyn-
inu.«