Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Síða 36
36
Landaþekking
og það getur komið fyrir, að einhver vísindamaðurinn
þekkir þjóð, sem hann hefur tekið ástfóstri við, eins vel
eða jafnvel betur en fræðimenn af þeirri þjóð. Vísinda-
mennirnir eru alstaðar fáir í samanburði við almenning;
en flestir munu þeir tiltölulega vera á Þýzkalandi, á
Norðurlöndum og í Sviss. Pjóðverjar hafa á seinni tím-
um verið hin langmesta vísinda- og fróðleiksþjóð í heimi,
það er eins og þeir hafi skift allri jörðunni á milli sin og
hver hafi tekið sitt hlutverk, bæði í heimi náttúrunnar og
í mannlífinu. Pað munu varla vera til þær bókmentir á
jörðunni, eða sú tunga töluð, sem ekki einhver Þjóðverji
sekkur sjer niður í og rannsakar til hlítar. Enginn af
stórþjóðunum hefur stundað íslenzka bókfræði, sögu
og tungu eins vel eins og Pjóðverjar, enda liggur íslenzk-
an þeim nokkuð nærri fyrir þjóðernis sakir og fornaldar-
uppruna germanskrar menningar. Enginn útlendingur hefur
í þeim greinum staðið jafnfætis hinum ógleymanlega snill-
ingi Konrad von Maurer. Á seinni árum hafa ýmsir fjóð-
verjar sem kunnugt er starfað allmikið að hinum nýrri
bókméntum vorum, ritað um þær og þýtt margt. All-
margir Pjóðverjar ferðuðust til íslands á árunum fyrir
stríðið og gerðu sumir vísindalegar rannsóknir, þeir hafa
einnig stofnað dálítið fjelag (Vereinigung der Islandfreunde),
sem 1917 hafði 135 fjelaga (af þeim voru 116 þýzkir);
fjelagið gefur út svolítið tímarit um ýmislegt er snertir
Island og Færeyjar. Pað er augljóst að slík rit hafa ekki
mikil áhrif á alþýðu, enda hefi eg orðið þess var í Eýzka-
landi, að þekkingu almennings um ísland er oft í mörgu
æði ábótavant. Pað sem ritað er um ísland selst illa og
nær eðlilega aðeins til fárra af þeim 75—80 miljónum
manna, sem tala þýzka tungu; það ber lítið á hinum ís-
lenzku bókum innan um allan hinn geysilega bókagrúa,
sem prentaður er á Pýzkalandi. Utan Norðurlanda eru
hinar fornu bókmentir vorar einnig langmest stundaðar