Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 69

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Page 69
Frá írlandi 69 að taka land þetta til eignar, til þess að snúa fólkinu aftur til sannrar trúar og koma því undir yfirráð páfa. Hadrian 4. gaf þá út brjef til Hinriks konungs um að hann færi til Irlands, til þess að eyða þar löstum og ósiðum og koma landinu undir lög kirkjunnar, og fá þar hvert heimili til þess að greiða árlega pening (denar) til hins helga Pjeturs. Sumir sagnfræðingar nú á tímum ætla, að páfinn hafi aldrei gefið út neitt þvílíkt brjef, en aðrir segja enga fullgilda ástæðu til að rengja það, enda hafi Salisbury farið með fals og ósannindi. Hins vegar fekk Hinrik konungur í allmörg ár ekki færi á að fylgja fram brjefi páfa, því að hann átti svo oft í ófriði á Frakklandi og í deilum innanlands. Á Frakkiandi var hann konungur yfir 11 fylkjum og átti þar ærið að starfa. En hann gleymdi eigi hinu frjósama nágrannalandi sínu, og því miður gáfu írar sjálfir konungi, stórmenni hans og ribböld- um færi á að hlutast til um mál sín. Á 12. öld voru oft deilur milli hinna írsku konunga og keptu sumir þeirra um stórkonungdóminn. Einhver hinn lakasti óróaseggur á írlandi um miðja öldina var Dermót konungur í Leinster. Hann var bæði grimmur og svikull. Hann sveik bandamann sinn Roðrek O’Conor, konung í Kunnöktum, og gekk í lið með óvinum hans í Ulster. En Roðrekur vann algjöran sigur og varð stór- konungur á Irlandi 1166. Hann sneri sjer síðan móti Der- mót, vann sigur á honum og rak hann frá ríki (1168). Dermót fór þá á fund Hinriks 2. og fann hann suður á Frakklandi. Hann bað hann liðs og vann honum trúnað- areið sem ljensdrotni sínum. Hinriki konungi kom liðsbón þessi vel, en hann fekk þó eigi snúist við henni að sinni. Hins vegar vildi hann nú eigi láta írland ganga úr greip- um sjer; fyrir því fekk hann Dermót konungi brjef í hend- ur til þegna sinna, og leyfði þeim að hjálpa honum eftir vild sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.