Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Side 16
Fólk Fólk Fólk Fólk Ogsvo... ... er það vísa dagsins. Verðugt er að minnast á hinn fróma drykk — kaffið, svona rétt eftir helgi. Kaffid hressir minni og mál mörgu öðru fremur. Er það mannsins önnur sál enþótt variskemur En ekki meira um það. Kvenfélag Bústaðakirkju átti 10 ára afmœli 1. sunnudag í aðventu í lok síðasta mánaðar. Af því tilefni hélt félagið hátíðar- samkomu í safnaðarheimili kirkjunnar á dögunum, þar sem saman var komið valið lið kvenmanna ífélaginu, alls 200 að tölu. Einungis tveir prestar hafa þjónað prestakallinu frá því kirkjan var vígð árið 1952. Þeir eru Gunnar Árnason, sem hœtti prestsskap árið 1964 og Ólafur Skúlason dómprófastur, sem hefur þjónað söfnuðinum æ síðan. Var þeim boðið / afmœlið. Myndin hér að ofan er tekin í samkvœminu og sýnir hluta kven- félagsins, ásamtfyrrverandi og þjónandi presti Bústaðakirkju. DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. „Nútíma* saga með draum- sýnum” „Demantur er sígild eign” — Magnús Steinþórsson gullsmiður tekinn tali „Demantar eru vafalítið öruggasta fjárfestingin á okkar tímum. Þeir halda alltaf sínu verðgiidi. Margir kaupa þá beinlínis vegna fjárfesting- arinnar. Þetta er rétt eins og að leggja peningana sína inn á bankareikning, en ólikt meira spennandi,” segir Magnús Steinþórsson, gullsmiður i skartgripaverzluninni Gull og silfur við Laugaveg. Verzlunin hefur tekið upp það ný- mæli hérlendis að taka gamla demanta viðskiptavina sinna upp kaup á öðrum steinum. Fólk getur síðan valið þeim aðrar og veglegri umgjarðir. „Almenningur nú á dögum er ekki nógu vel að sér um eðli og gæði demantanna,” segir hann. „Þeir sem kaupa sína steina erlendis. geta allt eins átt það á hættu. að gæði þeirra standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til steina í sama verðflokki hér- lendis. Það er allt of mikið um það erlendis að verzlunarmenn reyni að blekkja viðskiptavini sína. Það kem- ur iðulega fyrir að menn kaupi steina á okurverði erlendis, sem eru raunar þegar allt kemur til alls í lágum gæða- flokki. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir því hvað erfitt er að meta demanta til fjár.Sami steiminn getur verið i yfir 100 verðflokkum vegna mismunandi gæða hans. Það veltur alltaf á hreinleika hans, þyngd, lit og slípun. Innfluttir skartgripir eru hlutfails- lega helmingi dýrari en þeir sem smíðaðir eru hér heima. Það stafar af því að flestar gullsmíðastofur hér á iandi kaupa sína steina beint frá fyr- irtækjum erlendis. Þeir eru síðan ai- farið smíðaðir hér heima. Það er þess vegna mun öruggara og ódýrara að kaupa demanta hérlendis. Fólk getur með þeim kaupum verið öruggt um gæði þeirra. Þeim gull- smiðum, sem smíða demantsskart-. gripi hér á landi, er ekki stætt á öðru en að selja demanta á því verði, sem gæðaflokkur þeirra gerir ráð fyrir. ” -SER „Erfittað áttasigá þessari stærð” - rætt við tvo nýja leikara á fjölum Þjóðleikhússins Þjóðleikhúsið mun bráðlega laka til sýninga leikritið Hús skáldsins, sem er ein fjögurra bóka Heimsljóss Halldórs Laxness. Þjóðleikhússtjór- inn Sveinn Einarsson vann Ieikgerð að verkinu. Meðal leikara í þessu stykki eru tveir ungir og hressir strák- ar og er þetta frumraun þeirra á sviði Þjóðleikhússins. Þeir eru Björn Karlsson og Kristján Viggósson. Fólksíðan spurði þá á dögunum hvernig tilfinning það væri að stíga sín fyrstu spor á fjölum leikhússins. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Leikritið er hvort tveggja spennandi og krefjandi. Allar mannlýsingar eru mjög ýktar og þess vegna er ákaflega. erfitt að endurspegla þær á sviði að sama skapi og þær koma fyrir í bók- inni. Annars er textinn alveg snilldar- legur. Það er í rauninni stórkostlegt að taka sér þessi orð ímunn.” Er stórvægara að leika í Þjóðieik- húsinu en í öðrum Ieikhúsum? ,,Nei, það er ekkert mikilvægara. En þetta er stórt og mikið hús og það er erfitt að átta sig á þessari stærð. Það þarf eilítið öðruvisi leikmáta í þessu húsi en öðrum. En þetta veltur náttúrlega miklu meira á sjálfu stykkinu fremur en hvar það er sett upp. Hitt er svo ann- að mál að hvert hús hefur eðliiega sinn karakter.” Er islenzkt ieikhús ekki á eftir sinni samtíð? ,,Það eru vissuiega heilmiklir hlutir að gerast úti í heimi sem koma vænt- anlega síðar hingað til lands. Það er íslenzku leikhúsi örðugt að fylgja þeirri þróun sem á sér stað erlendis, vegna þess að allt verður að bera sig hérna heima. Það krefst vissrar íhaldssemi.” Er til eitthvað sem heitir íslenzk leikhúshefð? ,,Hún er vissulega til, þó hún sé að mörgu leyti nokkuð dönsk í sér. Leik- ritið sem slíkt endurspegiar það þjóð- félag sem það tilheyrir. Leikritin eru færð í þa'nn búning sem reynsla hverrar þjóðar ákvarðar.” Valgerður Þóra kom við hér á rit- stjórn DV á dögunum til að sýna okkur nýja bókina sína, Börn ór- anna. „Þetta er svona saga með ijóð- rænu,” sagði Valgerður „.nútírnasaga með draumsýnum. Ég læt drauma mína og hrollkaldan veruleikann mynda andstæður — raunveruleikan- utn er eiginlega lýst I nokkurs konar skýrsluformi, hann er þurr og kaldur eins og mér finnst raunveruleikinn vera, en I draumunum læt ég gamm- inn geisa, þeir eru prósaljóð.” Um hvað er bókin? „Um skóla og heimili. Ég bendi á vandamálin en þykist ekki ætla að leysaþau.” Börn óranna er önnur bók Val- gerðar Þóru.sú fyrri kom út um pásk ana síðustu og hét Órar . Og þá lá næst að spyrja: Er þetta framhald sömu sögu? — ,,Nei, ekki nema að því leyti, að konurnar eru hinar sömu, þær eru mæður barnanna í nýju bókinni, mér fannst ég farin að þekkja þær og vildi gjarnan halda áfram með þær.” Valgerður gefur bókina sjálf út — ,,með aðstoð Einars Þorsteins Ás- geirssonar, gleymdu honum ekki, hann sá alveg um útlitið, og já, það er enginn leikur að reyna að vekja at- hygli á bók sem stendur utan við stóru útgáfufyrirtækin. — Sjón- varpsauglýsingar eru auðvitað alveg útilokaðar,” bætti Valgerður við. En hvernig gekk með fyrri bókina, hún var ekki aðeins fyrir utan stóru út- gáfufyrirtækin, heldur líka utan jóla- bókavertíðarinnar, páskabók? ,,Ég fékk tvo dóma og þeir voru mjög vinsamlegir,” svaraði Valgerð- ur til og virtist bjartsýn. Og með það kvaddi hún. Björn Karlsson. Valgerður Þóra rithöfundur. (Ljósm. Bjarnleifur) Kristján Viggósson. Magnús Steinþórsson gullsmiður heldur hér áforláta skartgrip, sem cr skrýddur ráhínsteinum. Gripurinn mun kosta litlar 42.200 krónur, eðu sem samsvarar rúmlega hálfum árslaunum yerkamanns. D V-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.