Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐID & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981. íþróttir (þrótt H-markinu. Haraldur er einn efnilegasti markvörðursem við eigum, sagði Geir Hallsteinsson DV-mynd Friðþjófur. r yf ir Þrótti ttum tíma” ■Siösins, sem lagði Þrótt að velli (24-19) endaspretti son. Strákarnir hans Geir byrjuðu vel gegn Þrótturum, komust yfir 4—1, áður en Þrótt- ;arar fóru í gang. Þróttarar náðu síðan að ijafna metin, 6—6, á 15. mín . og komust síðan yfir, 13—10, en Hannes Guðmundsson náði að minnka muninn fyrir FH-inga í 13— 11 fyrir leikhlé. Sigurður tekinn úr umferð FH-ingar hófu seinni hálfleikinn með því að taka Sigurð Sveinsson, sem hafði skorað 7 mörk og verið óstöðvandi, úr umferð og fékk Pálmi Jónsson það hlutverk. Þá tóku þeir Pál Ólasson einnig úr umferð en því var hætt fljótlega. — Við réðum ekki við það, að leika fjórir gegn fjórum, sagði Geir. Þróttarar komust yfir, 14—11, en FH-ingar náðu að jafna, 14—14. Þegar Þróttarar voru komnir í 17—15 fóru FH-ingar í gang. Þeir jöfnuðu 17—17 á 15. mín. en þegar 12 mín. voru tii leiksloka voru Þróttarar yfir, 18—17. IFrábær lokasprettur ; FH-ingar voru síðan sterkari á loka- :sprettinum, þeir léku mjög vel, vörn þeirra var sterk og þá varði hinn 20 ára markvörður þeirra, Haraldur Ragnarsson, mjög vel. Sóknarleikurinn var beittur og skoruðu FH- ingar Fimm mörk (22 x 18) í röð, án þess að Þróttarar gætu svarað fyrir sig og loka- tölurnar urðu síðan 24—19 fyrir FH. FH-liðið er mjög skemmtilegt — leikur léttan handknattleik. Með liðinu leika margir ungir og efnilegir leikmenn, eins og Þorgils Óttar Mathiesen, Valgarður Valgarðsson og Kristján Arason. Markvörðurinn Haraldur Ragnarsson var einnig traustur (varði 14 skot) og svo Guðmundur Magnússon. Leikmenn Þróttar hafa oft leikið betur. Sigurður Sveinsson átti mjög góðan leik, áður en Pálmi Jónsson tók hann úr umferð — og gerði það svo vel að Sigurður skoraði ekki eitt einasta mark í seinni hálfleik. Ólafur Benediktsson átti mjög góðan leik í marki Þróttar, varði 17 skot. Páll Ólafsson var óvenjudaufur, en hann á við meiðsli að stríða í hendi — gat ekki skorað. Mörkin í leiknum skoruðu þessir leikmenn: I FH: — Kristján 7/3, Valgarður 4, Guð- Imundur M. 4, Þorgils Óttar 3, Pálmi 2, Hans 2, Sveinn B. 1 og Sæmundur 1. | ÞRÓTTUR: — Sigurður 7, Gunnar Gunnarsson 4/2, Magnús M. 2, Ólafur H. 2, iLárus 2, Jens 1 og Páll 1/1. < -sos. ■I ■ I ■ ■ « m Jóhann Ingi með atvinnu- tilboð frá Spáni Jóhann Ingi Gunnarsson, hand- knatlleiksþjálfarinn kunni, hefur verið spurður um, hvort hann sé tilbúinn að gerast þjálfari á Spáni — hjá 1. deildarliðinu Malaga. Það var þjálfari Atletico Madrid, mótherja Víkings í Evrópukeppni meistaraliða, sem hafði samband við Jóhann Inga og tilkynnti honum að Malaga-liðið hefði áhuga á að fá hann til sín. Forráðamenn Malaga ætla að senda Jóhanni Inga atvinnutilboð nú næstu daga. -SOS. Iinia.. — rí NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ Teg.1496 loðfóðraðir v Litir: blátt og kakígrsant Stœrðir: 36—46 Verð kr. 389,- Póstsendum Laugavegi 89. Simi 22453. Austurstrœti 6. Sími 22450. Teg.1206 Vaðstígvól m/lausu svampfóðri Litir: rautt/svart, gult/svart St. 24-27 kr. 135,- St 28-33 kr. 145,- St. 34-37 kr. 155,- Teg.1205 Loðfóðruð vaðstígvél Litir: blátt og gult Verð: St. 24-27 kr. 125,- St. 28-33 kr. 135,- St. 34-37 kr. 145,- Teg.1502 Loðfóðruð nylon/vinyl með rennilás. Litir: blátt, brúnt og kakigrænt. Stærðir: 36—41 Verð kr. 398,- Teg.547 Loðfóðruð kvenstigvél Litur: óli vugrænt leður Verð kr. 548,- Dökkbrúnt rúskinn Verð kr. 498,- Stærðir: 36—41 Veið: St 24-29 kr. 215,- St 30-32 kr. 225,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.