Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1981, Page 43
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1981.
43
Andlát
Sigurður Hannesson bóndi Stóru-
Sandvík í Flóa varð bráðkvaddur 11.
desember 1981. Hann var fæddur í
Stóru-Sandvík 4. apríl 1916. Foreldrar
hans voru Hannes Magnússon og
Sigríður Kristín Jóhannsdóttir.
Sigurður kvæntist Hólmfríði Þórðar-
dóttur. Þau eignuðust sex börn, eitt
þeirra lést í bernsku. Sigurður verður
jarðsunginn í dag 19. desember frá
Stokkseyrarkirkju kl. 14.00.
Jóna Magnúsina Þóroddsdóttir frá
Flateyri, Blönduhlíð 21, lézt 13.
desember 1981. Hún var fædd 7.
janúar 1901. Foreldrar hennar voru
María Ólöf Bjarnadóttir og Þóroddur
Davíðsson, þau eignuðust 11 börn.
Jóna giftist Janusi Þorbjörnssyni, þau
eignuðust eina dóttur. Jóna stundaði
saumaskap auk ýmissa annarra starfa.
Hún verður jarðsungin í dag frá Foss-
vogskirkju kl. 13.30.
Eirikur ttjarnason iézt 11. desember
1981. Hann var fæddur 7. desember
1909 að Bóli í Biskupstungum. Aðeins
9 ára eignaðist Eiríkur sína fyrstu
harmóniku og hefur hann víða spilað
síðan. Hann kvæntist Sigríði Björns-
dóttur og voru þau brautryðjendur
kvikmyndasýninga austanfjalls.
Eiríkur var hótelstjóri í Hveragerði.
Ólafur Hansson prófessor, Tómasar-
haga 35, lézt í Landspítalanum 18.
desember.
Óskar Gunnarsson, Reynihvammi 10
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni mánudaginn 21. desember
kl. 13.30.
Sæunn Sigurðardóttir frá Hnífsdal,
vistheimilinu Kumbaravogi, verður
jarðsungin mánudaginn 21. desember
frá Fossvogskirkju kl. 15.00.
Margrét Guðmundsdóttir andaðist að
Elliheimilinu Grund þann 13.
desember. Hún var fædd 28. júlí 1900
á Seltjarnarnesi. Verður hún
jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 21.
desember, kl. 10.30.
Elin Sigurjónsdóttir lézt 14. desember.
Hún var fædd 4. október 1900. Útför
hennar verður gerð frá Laugarnes-
kirkju í dag 21. desember kl. 10.30.
Anna Guttormsdóttir, Ljárskógum 2,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 22. des. kl. 1.30.
- Ásgeir Jóhannsson, Mánavegi 5,
Selfossi, verður jarðsunginn
þriðjudaginn 22. desember.
Kiveðjuathöfn verður í Selfosskirkju kl.
12. Jarðsett í Kálfholti kl. 2.
Björg Guðmundsdóttir frá Hofsósi,
sem andaðist 15. desember, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 22.. desember kl. 14.
Eirikka Eiríksdóttir, Barmahlíð 1, er^
látin.
Guðbjörg G. Konráðsson, Laufásvegi
60 Reykjavik, sem lézt sunnudaginn 13.
desember sl., verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 22.
desemberkl. 1.30.
Guðmundur Jóhannesson læknir,
Sigluvogi 4, Reykjavík, sem lézt 13.
desember, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 22.
desemberkl. 15.
Guðrún Brandsdóttir frá Bessa-
stöðum í Vestmannaeyjum andaðist á
Hrafnistu 16. desember sl.
Halldór Einarsson frá Kárastöðum í
Þingvallasveit verður jarðsettur frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 22.
desemberkl. 10.30.
Ingibjörg Ágústa Gissurardóttir,
Sólvangi Hafnarfirði, andaðist í
Vifilsstaðaspítala 17. desember.
Vetrarsólhvörf í dag:
Myrkrið
víkur
Skemmstur sólargangur á árinu er i
dag, 21. desember. í morgun birti
klukkan rétt rúmlega tíu. Nóttin tekur
aftur völdin tíu mínútum fyrir fimm
síðdegis.
Kortér vantar upp á að dagsbirtan
nái að vara í sjö klukkustundir. Myrkr-
ið ríkir hinar sautján stundir sólar-
hringsins.
En nú fer daginn að lengja á ný. Um
áramótin er hann tíu mínútum lengri en
í dag og mánuði síðar tveim timum
lengri. Og þá eru ekki nema tæpar tólf
vikur í sumardaginn fyrsta. -kmu.
Týndiveski
í Sel jahverf i
Ungur piltur var svo óheppinn að
týna veskinu sínu, sennilega í Selja-
hverfi. Hann hafði tekið út orlof sitt
þann sama dag, þannig að aleiga hans,
600 krónur, var í veskinu. Veskið er
lítið, brúnt og í þvi eru skilríki. Skilvís
finnandi er vinsamlega beðinn að hafa
samband í síma 73650 eða við lögregl-
una í Reykjavík.
Um helgina
Um hclgina
Enska knattspyrnan
léleg aldrei þessu vant
Þá er enn ein helgin liðin með kurt
og pí. Eins og vanalega sat ég fyrir
framan sjónvarpið meiri hluta laug-
ardagsins. Útvarpið var aftur á móti
útundan enda hvernig er hægt að
fylgjast með tveimur fjölmiðlum í
einu? Ég spyr. Að vísu hefi ég þann
vana að hlusta á BBC World Service
á laugardögum frá klukkan 3—5 en
þá er leikjum í ensku knattspyrnunni
lýst. Núna féllu fiestir leikirnir niður,
þannig að ég varð við ósk konunnar
og fór í verzlunarleiðangur til að
koma 1 veg fyrir að fjölskyldan færi í
jólaköttinn. Að sjálfsögðu kom ég
því þó fyrir þannig að við værum
komin heim á réttum tíma til að
horfa á íþróttirnar hjá Bjarna Fel.
Bjarni stóð sig með prýði eins og
vanalega. Þættirnir hjá honum eru
orðnir fjölbreyttari en í fyrravetur og
er það vel. Ensku knattspyrnuna
horfi ég alltaf á. Leikur Swansea og
Nottingham Forest var leiðinlegur
þar sem að leikmenn gátu sig hvergi
hreyft vegna íss á vellinum. Enda
voru mörkin skoruð eftir horn-
spyrnur og vítaspyrnu. Mér fannst
ekki mikið til um fyrsta þátt Ættar-
setursins, en sá þáttur vinnur á og nú
sleppi ég honum helzt ekki. Myndin
THX 1138 var mér ekki að skapi en
dr. Strangelove var góð á köflum.
Sunnudagsmessan var fyrst á dag-
skrá á sunnudaginn. Á sunnudögum
horfi ég lítið á sjónvarp, helzt Húsið
á sléttuni og fréttirnar. Að vísu
bætti ég mér þetta upp með kvik-
mynd sem var sýnd í vídeói hússins:
Being there með Peter Sellers. Alveg
úrvalsmynd. Sellers er alltaf góður.
Þeirri mynd lauk ekki fyrr en
klukkan 1.30 á mánudagsnóttina og
lýkur um leið þessum pistli mínuin.
Eirikur Jónsson.
Hy'kvenna -
rædax nn
Kjörbók kvenna á öllum aldri
Okkur fannst vanta góða
handbóká íslensku
um konur.
Hvað finnst þér?
Viltu vita eitthvað meira um öryggi
getnaðarvarna, „móðurlífsbólgur”,
þungunarpróf, gervibrjóst, hormóna-
meðferð, kynlífsráðgjöf, tíðni legháls-
krabbameins, lesbísk sambönd,
smokkinn og pilluna, ófrjósemis-
aðgerð á körlum, fullnægingu,
barnsfaðernismál, fóstureyðingu,
fæðingarorlof, kynlíf eftir fæðingu?
Nýi kvennafræðarinn er staðfærð og að miklu leyti endursamin íslensk
gerð af dönsku handbókinni Kvinde, kend din krop. Þetta er alþýðlegt fræðirit,
ætlað jafnt ungum stúlkum sem fullorðnum konum, hvatning til kvenna um að
afla sér þekkingar á líkama sínum og félagslegri stöðu. Hér er opinskátt tekið á
málum sem varða allar konur en hafa alltof lengi verið feimnismál.
Álfheiður Ingadóttir,
Dagný Kristjánsdóttir,
Elísabet Gunnarsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir,
Ingunn Ásdísardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
María Jóna Gunnarsdóttir,
Nanna K. Sigurðardóttir,
Silja Aðalsteinsdóttir,
Steinunn Hafstað,
Anna T. Rögnvaldsdóttir.
MállMlog menning