Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1982, Side 35
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1982.
Sjónvarp
Veðrið
Gengið
Nýir áskrif endur
geta enn verið með
Eldri áskrifendur
sendið inn seðil
GETRAUNIN
ISUZU GEMINI
bfllinn
verður
dreginn út
ÍDAG
Hringið í síma 27022
0piðtilkl.22íkvöld
1 Gongiaskráning Nr. 10 — - — Feröa 1
1127. lanúar 1982 kl. 09.16
manna |
Einingkl. 12.00 * Kaup . Sala gjaldeyHrl
|1 BartdaHkjadollar 9,437 9,463 10,409
1 Sterlingspund 17,619 17,667 19,433
!1 Kanadadoilar ( 7,892 7,914 8,705 .
1 Dönsk króna 1,2431 1,2485 1,3711
1 Norsk króna 1,5914 1,5958 1,7553
1 Ssansk króna 1,6638 1,6684 1,8352
1 Rnnsktmark 2,1164 2,1222 2,3344
1 Franskur franki | 1,5987 1,6031 1,7634
1 Belg. franki [ 0,2396 0,2402 0,2642
1 Svissn. franki 5,0819 5,0959 5,6054
1 Hollenik florina 3,7161 3,7263 4,0989
1 V.-þýzkt mark 4,0721 4,0833 4,4916
1 Itötek Ifra I 0,00760 0,00763 0,00839
1 Austurr. Sch. 0,5813 0,5829 0,6411
1 Portug. Escudo 0,1416 0,1420 0,1562
1 Spánskur peseti 0,0954 0,0957 0,1052
1 Japanskt yen 0,04130 0,04141 0,04555
1 irskt ound 114,316 14,356 15,790
SDR (eérstök i 110,8004 10,8300
drátterréttlndl)
■ 01/09 —.-,--1
SfmsvaH vegna gvogisskrántngar 22190.
Ingemann sá konunga og drottningar Danmerkur í mjög rómantísku ljósi og kannski
ekki að ástæðulausu — þessi höll í Fredensborg ýtir undir ímyndunaraflið en hún var
einn af sumarbústöðum dönsku konungsfjölskyldunnar.
HULDUHEIMAR eftir B.S. Ingemann
—útvarpssagan kl. 15,10:
Ur myndinni „Stalker” eftir Andrei Tarkovsky. Hún er sovfek, en hefur vakið
mikla aðdáun vestantjalds.
Dönsk skáldsaga um
víkinga og huldufólk
Rómantísk dönsk skáldsaga um
víkinga og huldufólk á dögum
Valdimars sigursæla — það er nýja
framhaldssagan Hulduheimar. Hún er
eftir danska skáldið B.S. Ingemann,
sem bjó í Sorö á Suður-Sjálandi og lézt
árið 1862
Sagan gerist á Borgundarhólmi.
Aðalsöguhetjur eru tveir ungir og
glæsilegir menn. Annar heitir Sigurður
og er hann alinn upp af huldufólki.
Hinn heitir Rudolf og er hann kristinn
og á marga bræður í her Valdimars
sigursæla. En Valdimar fór margar
ferðir að berja á heiðingjum austur
með Eystrasalti sem frægt er.
Átökin milli kristni og heiðni eru
einmitt kjarni sögunnar. Rudolf er ást-
fanginn af Mörnu, dóttur höfðingjans
Úlfs. Úlfur er hundheiðinn og vill ekki
kristinn tengdason.
Álfar eru einnig mikill þáttur i
sögunni og tilvera þeirra ekki dregin í
efa af þeim heiðnu.
B.S. Ingemann ritaði margar skáld-
sögur um danska fornkonunga. Hann
þótti mikill andans maður ásinum tíma
og bréfaskriftir hans við Grundtvig eru
frægar.
íslendingar voru einnig í hópi vina
hans. Þegar Jónas Hallgrímsson bjó í
Sórey kom hann oft á heimili
lngemanns og virðist sem þeir hafi haft
mikla ánægju af að ræða saman. Og
ýmsir hafa orðið til að þýða kvæði
Ingemanns á íslenzku, þ.á m. Matthías
Jochumsson, sem til dæmis þýddi
sálminn fræga , Fögur er foldin. Er
hann nr. 96 i nýju sálmabókinni.
Þýðandi sögunnar Hulduheimar er
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.
Hann er kennari við Réttarholtsskóla í
Reykjavík. Auk þess hefur hann þýtt
margar bækur og frumsamið 4 barna-
bækur, 3 ljóðabækur og skáldsöguna
Láttu loga, drengur. Þá hefur hann
skrásett þjóðsögur og ævintýri. —ihh.
VAKA — sjónvarp í kvöld kl. 20,35:
Hvaða myndir ætti ég að
sjá á kvikmyndahátíðinni?
Á laugardaginn kemur hefst í
Reykjavík kvikmyndahátíð og
stendur i niu daga. Þetta er nú gert í
fjórða skipti og hefur aðsókn verið
mjög mikil. íþættinum Vöku í kvöld
mun Guðlaugur Bergmundsson
blaðamaður á Helgarpóstinum og
áhugamaður um kvikmyndir segja
nokkuð frá því, sem á boðstólum
verður.
„Þetta verða yfirleitt mjög góðar
myndir, sennilega sterkari en í
fyrra,” sagði Guðlaugur.
Það verða sýnishorn úr ýmsum
þeirra, til dæmis Járnmanninum,
eftir pólska leikstjórann Wajda.
Mynd þessi er alveg ný, greinir frá at-
burðum sem gerðust í Gdansk og
mjög tengjast stofnun Samstöðu. í
þessari mynd má sjá Lech Walesa í
eigin persónu.
Hún verður með islenzkum skýr-
ingartexta. Slikur texti verður einnig
á tveimur spönskum myndum, einni
svissneskri og loks á Marionettunum
eftir Ingmar Bergman. Þá verður ein
barnamynd með íslenzkum texta,
Fatty Finn, frá Ástralíu.
Þarna verða myndir eftir leikstjóra
eins og Bunuel, Juliette Berto, Eric
Rohmer, Margareta von Trotta, Wim
Wenders og marga fleiri.
Frá Bandaríkjunum kemur
myndin, Eraser-head eftir David
Lynch, þann sama sem gerði Fila-
manninn, og frá Rússlandi kemur
myndin Stalker. Hún er eftir
Tarkovsky og hefur undanfarið
vakið mikla athygli vestantjalds.
Væntanlega verða áhorfendur eftir
þáttinn nokkru nær um hvaða
myndir hver og einn vill sjá. ihh
Veðurspá
dagsins
Veðrið
ogþar
' Kl. 18 í -gær. Aþena rigning,
Berlin rigning +3, Chicagó létt-
skýjað —15, Feneyjar þoka —3,
Frankfurt alskýjað +3, Nuuk
Islydduél —1, London súld +7,
Luxemborg léttskýjað —20, Paris
léttskýjað +5, Róm heiðríkt +5,
Malaga heiðríkt +15, Vín skýjað
'—4, Winnipeg alskýjað — 18.
! Sunnan og síðan suðvestanátt,
dálítil snjókoma síðar slydduéi á
vestanverðu landinu, þurrt austan-
til fram eftir degi en sums staðar
llitilsháttar snjókoína eða slydda í
nótt. Dálitið frost i byrjun en frost-
laust viðast hvar i kvöld og nótt.
Kl. 6 í morgun: Akureyri alskýj-'
að —3, Bergen skýjað —9, Helsinki
isnjókoma —13, Kaupmannahöfn
iþokumóða —2, Osló heiðskírt —
14, Reykjavík alskýjað —4, Stokk-
hólmur heiðskírt —10, Þórshöfn
skýjað —1.