Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 5
Verðlaunahafarnir i sumarmyndakeppni DV: Gísli Þorsteinsson, Jóhann Jónsson, Crla Sveinsdóttir, tók við verðlaunum fyrir Guðrúnu Pétursdóttur, Rúdolf Adolfsson, Jóhann Kristjánsson og eiginkona hans. DV-mynd: GVA. Verðlaunaafhendingin í sumarmyndakeppni DV Fyrir skömmu voru verðlaun afhent í sumarmyndakeppni DV. Þátttaka í keppninni var mjög góð og bárust á annað þúsund myndir. Keppninni var skipt í tvennt og veitt þrenn verðlaun fyrir litmyndir og þrenn fyrir svart- hvítar myndir. Urslitin í keppninni uröuþessi: Litmyndir: 1. verölaun, Rúdolf Adolfsson. 2. verðlaun, Jóhann Jóns- son. 3. verðlaun, Guörún Pétursdóttir. Verölaun fyrir svart-hvítar myndir hlutu: 1. verðlaun, Jóhann Kristjáns- son. 2. verðlaun, Gísli Þorsteinsson. 3. verðlaun, Jóhann Kristjánsson. Dómnefnd skipuðu: Gunnar B. Kvaran listfræðingur og gagnrýnandi DV, Gunnar V. Andrésson ljósmyndari DV og Ragnar Th. Sigurðsson ljós- myndari Vikunnar. -gb. 5 Sendum í póstkröfu um land allt. Skólavörðustíg 8, sími 18525 Hverþarfekki KÖRFU undir óhreina tauið og til að taka af snúrunum? Við i Gjafahúsinu höfum fyrirliggjandi mikið úrval af bastkörfum og bölurh i öllum stærðum og gerðum. Verslið þar sem úrvalið er mest og verðið best. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri S.R.: „ Jóhann Möller trúnaðarmaður SR gagnvart starsmönnum” —ekki öf ugt Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkis- ins hefur sent DV athugasemd vegna Barþjónarblanda fPortúgal Heimsmeistaramót barþjóna verður í Portúgal dagana 24.—30. október. Þrjátíu þjóðir taka þátt og eru þrír keppendur frá hverri. Forkeppni hefur þegar farið fram h já hverri fyrir sig og leiða sigurvegararnir saman hesta sínaá mótinu. Keppendur fyrir Island verða: Kristján Runólfsson, Hótel Borg, sem keppir í long drink, Björn Vífill Þor- leifsson, Leikhúskjallaranum, sem keppir í sætum kokkteil og Sveinn Sveinsson, Hótel Sögu í þurrum kokkteil. jBh. Fráfarandi stjórn Iönnemasam- bands Islands hefur sent frá sér frétta- tilkynningu til að skýra afstöðu sína í deilunni innan sambandsins. Þar segir ”. . .að aðalágreiningur hinnar „nýju” stjórnar og þeirrar fráfarandi sé sá hvor stjómin eigi að sjá um undirbún- ing aö framhaldsþingi auk daglegs reksturs. Aðalröksemd hinnar fráfar- andi stjórnar fyrir því að hún eigi að stjóma er sú aö nýkosin stjórn tók aldrei formlega við enda ekki komiö að skrifa dagblaða um uppsagnir starfs- manna S.R. á Siglufirði, og þá einkum uppsögn Jóhanns Möller. Jón Reynir segir maðal annars í athugasemd sinni: „Jóhann Möller hefur verið verkstjóri hjá S.R. á Siglu- firöi í yfir tuttugu ár og síðustu árin við löndun loðnu. Sem verkstjóri hefur hann verið trúnaðarmaður fyrirtækis- ins gagnvart þeim starfsmönnum sem hann hefur stjórnaö, en ekki öfugt eins og fram hefur komið í f jölmiðlum. Þegar hann sat í stjórn S.R. var hann fulltrúi Alþýðuflokksins en ekki sérleg- ur fulltrúi starfsmanna S.R. og sama er að segja um setu hans í „loðnu- brestsnefnd”. Hvernig Jóhann telur sig vera ein- hvern fulltrúa starfsmanna S.R. gagn- vart fyrirtækinu er óskiljanlegt. I þessum skrifum hefur einnig verið mikið talaö um embættismenn fyrir- tækisins en hjá fyrirtækinu starfa eng- þeim lið í þingstörfum. Einnig ber að hafa í huga aö nýkosinn formaður sagði af sér ásamt meginhluta nýkos- innar sambandsstjórnar. Um yfir- lýsingar þess efnis að Iðnnemasam- bandiö sé kommahreiður er þetta að segja: I tvö ár hefur ekki verið fjallað um pólitísk málefni innan INSI vegna algjörrar samstööu sambands- stjórnarmanna aö útiloka pólitík úr samtökunum þar sem slíkt veiki þau félagslega.” JBH. ir embættismenn í þeim skilningi að þeir séu skipaðir af ráöherra eða hafi lífstíöar ráöningu. Framkvæmdastjóri er ráðinn af stjórninni en hann ræður verksmiöjustjóra á hinum ýmsu stööum sem ráða aðra starfsmenn í verksmiðjunum. Þessir stjómendur eru allir ráönir með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Einnig skal það tekið fram að upp- sagnir þær sem hafa átt sér stað að undanfömu hafa verið framkvæmdar samkvæmt ítrekuðum samþykktum stjórnar S.R., en mat verksmiðju- stjóra á hverjum stað og fram- kvæmdastjóra látið ráða hverjum hef- urveriðsagtupp.” -JGH. Bergþóra ekki með „Hálftíhvoru” Bergþóra Arnadóttir söngvari og lagasmiður fetar sólóbrautina núna eins og flestir ættu að vita. Þess vegna vill hún koma eftirfar- andi á framfæri: „Að gefnutilefni vil ég taka það fram að ég starfa ekki lengur meö sönghópnum „Hálft í hvoru” og mun þar af leiðandi ekki koma fram á tónleik- um þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð, vinnustaðaheimsókn- um og tónleikum á Akranesi, né öörum uppákomum sönghópsins.” JBH. Ekki fjallað um pólitísk málefni í Iðnemasam- bandinu f tvö ár — segja fráfarandi stjórnarmenn Námskeið og sýningar fyrir helgarreisufarþega á Hótel Esju í nóvember og desember verður helgarreisufarþegum boðið upp á þátttöku i nokkrum námskeið- um og sýningum: STJÓRNUNARFÉLAGID mun standa fyrir tveimur námskeiðum og fyrirlestr- um um stjórnunarmál: 20. nóv. verður fjallað um tölvumál: — undirstaða, möguleikar og tölvukynning. 27. nóv. verður fjallað um stjórnun minni fyrirtækja. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR OG MÓDELSAMTÖKIN verða með námskeið og kynningu alla laugardaga i nóvember. M.a. verða þar tiskusýning, snyrtivöru- kynningar, leiðbeiningar um framkomu, borðskreyt- ingar og fleira. RINGELBERG í RÓSINNI sýnir og kynnir jólaskreytingar og fleira fallegt laug- ardagana 4. og 11. desember. DÚDDI OG MATTI munu sýna það nýjasta í hárgreiðslu á „Viðeyjar- sundi" á 2. hæð hótelsins, laugardagskvöldið 11. desember og snyrtistofan SÓL OG SNYRTING mun sýna nýjungar i andlitsförðun og snyrtingu. Nánari upplýsingar hjá næsta umboðsmanni. Nú fljúga allir í bæinn. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.