Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vætu- samur októ* ber fímm sjúklingar brunnu inni Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Þr jár konur og tveir karlar fórust er eldur kviknaði í heimili fyrir þroska- hefta í Sundsvall í gærkvöldi. Þau sem fórust voru öll sjúklingar á heimilinu. Tveir slökkviliösmenn brenndust talsvert við björgunartilraunir og starfsfólk heimilisins fékk taugaáfall. Eldurinn breiddist mjög ört út og var orðinn mjög magnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykkafarar fóru þegar inn í húsið til þess að freista þess að bjarga þeim sem eftir heföu orðið inni. Þeir fundu strax tvo sjúklinga, sem voru báðir látnir. Síðan varö mikil sprenging og þak hússins féll niöur. Tveir slökkvi- — þegar heimili þroskaheftra í Sundsvall í Svíþjóð eyðilagðist f eldsvoða liösmannanna brenndust þá talsvert í andliti og uröu aö hörfa út. Það var ekki fyrr en eftir að niður- lögum eldsins hafði verið ráðið sem lik þriggja sjúklinga fundust til viðbótar. Á heimilinu voru sextán sjúklingar og voru þeir allir yfir tuttugu og eins árs. Eldsupptök eru enn ókunn. Kennedy og Carter: Sá síðamefndi spáir því að andlitíð dugi Kennedy nú ekki til forsetaframboðs. Kennedyfékk fylgi út á andlitið, Prínsinn og leikkonan — Koo Stark er mjög ástfangin af Andrew, segja vinir leikkonunnar sem hvarf í frí með Andrew prinsi af Englandi og komst fyrir vikiö i heimsfréttirnar. Þar aö auki hefur sameiginlegur vinur þeirra, Elizabeth Salomon blaðamaöur, nú leyst frá skjóðunni, en hún dvaldi með þeim hjúum á eynni Mustique. M.a. lýsir hún því hvernig prinsinn skemmti sér við að elta Koo með lifandi humar í höndun- um. En þegar honum mistókst að láta humarinn klípa Koo skellti hann honum á milli brjóstanna á annarri stúlku. Einnig segir áreiðanlegt vitni frá þeirri áráttu prinsins að toga bikini- brækurnar af stúlku nokkurri sem var í sundlauginni meö honum. Endaði leikurinn með því að aðrar stúlkur komu henni til hjálpar og Atriði úrmyndinni Emily: Koo (t.v.) sýnir ástarleik með annarri konu, Iuu Skriver. Koo fullyrðir að prívat sé hún miklu siðsamari en myndin gefurtilefnitilaðætla. , Koo Stark: Ætlar alls ekki að slíta sambandinu við Andrew. náðu sundbrókunum af prinsinum. Vitnið segir þó að þetta hafi bara veriö saklaus skemmtun og ekkert í áttina við kynferðislegt svall Þær tvær konur sem þekkja Koo best fullyrða líka að hér sé um sanna ást að ræða milli prinsins og leikkon- unnar. — Eg er sannfærð um að hún er ástfangin upp fyrir bæöi eyru, segir Hazel Malone, umboösmaöurKoo. — Þaö verður henni mikið áfall ef ást- arævintýrið fær þann iila endi, sem margir spá því þar sem konungsf jöl- skyldan er á móti sambandi þeirra. Móðir Koo, Kathi Caruso, sem býr í Flórída, er líka sannfærö um að ungu hjúin séu mjög ástfangin. Andrew á að hafa trúað vini sínum fyrir því aö hann leiti helst ráða hjá stóra bróöur sínum Karli í sambandi viö ástamálin. Vinurinn álítur þó að það hafi ekki verið Karl sem stóð fyrir því aö fríið með Koo varö styttra en áætlaö var í upphafi. — Andrew fannst bara að þau væru orðnir hálfgerðir fangar á eynni, segir vinurinn. — heldur Jimmy Carter, og mælir ekki með honum til forsetaf ramboðs fyrir demókrataf lokkinn Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, lét liafa eftir sér í gær að hann sæktist ekki eftir því að verða kosinn aftur í Hvíta húsið. Um leiö spáði hann því að Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður, sem einatt hefur verið orðaður við forsetaframboö á vegum demókrata, mundi ekki hljóta útnefningu flokksins. „Upphaflegt fylgi hans byggðist á útliti hans, auðæfum og ættarsögunni en eftir því sem f ólk ígrundaði af meiri alvöru hvern það vildi fyrir forseta dvínaði fylgi hans,” sagði Carter á blaöamannafundi í gær, en þá var hann að leggja af stað í einkaferðalag til Evrópu. — „Það er nákvæmlega það sem mun gerast 1984,” bætti hann við. Demókratinn, Jimmy Carter, segist munu styðja fyrrum varaforseta sinn, Walter Mondale, til útnefningar flokks- ins í forsetaframboð. Kvaðst hann þekkja manninn vel af þeirra fyrra samstarfi og gefa honum hið besta orð. Carter gagnrýndi stefnu Reagans forseta varðandi tækjasölur til gas- leiðslunnar miklu frá Síberíu til V- Evrópu en hún hefur vakið deilur milli Bandaríkjastjómar og ýmissa banda- mannaíEvrópu. Götur og vegir hafa sums staöar borfið undir vatn í allri úrkomunni auk þess sem flstt hefur inn í byggingar og margur orðið fyrir tjóni vegna vatnsskemmda á húsmunum. Pólska þingið kemur nú saman í fyrsta sinn eftir að verkalýðssamtökin frjálsu voru bönnuð. A dagskrá verða önnur umdeild lög, eða lög sem eiga að halda í hemilinn á þeim sem ekki vilja vinna. Er hér um þrenns konar lög að ræöa sem beinast aö þeim er stjómin kallar þjóðfélagsleg sníkjudýr, eða þá sem ekki nenna að vinna, áfengissjúklinga og unglinga sem br jóta af sér. Lögin gegn þeim sem nenna ekki að vinna neyða alla sem heilbrigðir eru til að skrá sig til vinnu. Og ef þeir missa vinnuna verða þeir að taka hverri þeirri vinnu sem stjómvöld finna handa þeim innan þriggja mánaða. Áð öðrum kosti má dæma þá til nauðung- arvinnu og jafnvel fangelsis. Stjómvöld segja að nú séu u.þ.b. 200.000 „frægir letihaugar” í Póllandi, rúmlega tvær milljónir manna sem of- nota áfengi og 172.000 ungir afbrota- menn. «1 Vinnuharka íPóllandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.