Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Búist er við að það verði sósíalist- ar sem fara með sigur af hólmi í kosningunum á Spáni 28. október. Markar það nokkur tímamót í sögu þjóöar sem hefur búið við íhalds- stjórn í 46 ár, eöa síðan blóöug borg- arastyrjöld á árunum 1936—’39 lyfti Frankó einræðisherra til valda. Ef af sigri verður munu margir þakka hann formanni sósíalista- flokksins, Felipe Gonzalez. Hann hefur fylgt fremur hægfara stefnu og sagt aö vinstriöflin geti aöeins komist til valda á Spáni ef þau afneiti hefðbundnummarxisma. Hægrimenn eiga þó bágt með að þola sósíalisma, jafnvel þótt hæg- fara sé. Þykir samsæri það sem herinn á að hafa haft í bígerð til valdatöku 27. október benda til að þeir íhaldssömu séu til í að ganga ansi langt til að stöðva hann. Einnig má benda á að gjáin á milli spænskra stjórnmálaflokka til vinstri og hægri hefur aukist mjög en ef litið er á sögu Spánar hefur slík þróun verið landinu mjög óheilla- vænleg. Því má kannski ætla að mörgum kjósenda þyki betra að halda sér á miðlínunni. Ekki svo að skilja að sósíalistaflokkurinn fái ekki flest atkvæða heldur að þau verði lýsa sér best í því að UCD hyggst nú bjóða upp á nýtt forsætisráðherra- efni, Landelino Lavilla, í stað Suarez, sem hefur setið í embætti í 18 mánuði. Skoðanakannanir sýna að Suarez nýtur enn nokkurrar hylli al- mennings fyrir snör viöbrögð í febrúar 1981, er félagar úr þjóðvarðliðinu geröu tilraun til að hrifsa til sín völdin. Má Suarez ætla sér um 10% atkvæða út á þaö. Mildar umbætur Enn aðrir miðflokkamenn flúðu út á hægri vænginn i hiö íhaldssama Alþýðubandalag Manuels Fraga Iribane, AP. Fékk sá flokkur um 5% atkvæða í kosningunum 1979. Skoðanakannanir nú spá flokknum um 20% atkvæða og yrði hann þá næststærsti flokkurinn á spænska þinginu. Sósíalistar telja að þeir þurfi um 40% atkvæða til aö ná meirihluta á þinginu sem hefur 350 þingsæti. 1977 fengu þeir 29% atkvæða og 1979 30%. Kosningabaráttan hefur gengiö vel hjá þeim og telur flokkurinn sér þann sigur vísan. Gonzalez er ákaft fagnað hvar sem hann kemur en hann hefur ferðast um land allt í rútu og komist yfir tvo kosningafundi á dag að meðaltali. Hefur engum öörum stjórnmála- manni tekist að laða að sér jafn- marga áheyrendur. Gonzalez er frá Sevilla, lögfræð- ingur að mennt. Hann hóf stjórn- málaferil sinn í neðanjaröarhreyf- ingu á dögum Frankós og byggir baráttu sína á loforðum um félags- legar umbætur og traustari stjóm. Hann segir að Spáni sé stjórnað af fáum útvöldum og lofar aö taka meira tillit til hinna fátæku í landi þar sem 12% landsmanna kunna hvorki að lesa né skrifa. Einnig telur hann sig geta haldiö í hemilinn á hægriöflunum innan hersins og kirkj- unnar. Gonzalez sagði af sér formanns- embættinu í flokki sínum 1979, í mót- mælaskyni við þá flokksbræður sína sem aðhyjjtust strangan marxisma. Hann hefur líka lagt á það mikla áherslu í kosningabaráttu sinni aö hann ætli sér ekki að fara út í neinar öfgar í félagslegum umbótum. Róttækasta kosningaloforð hans er aö endurskoöa afstööu landsins til inngöngu í Nató. Hvað innanríkis- málin snertir hefur Gonzalez lofað að hleypa nýju blóði í efnahaginn og skapa 800.000 ný atvinnutækifæri á næstu fjórum árum. Meiri háttar þjóðnýting er þó ekki á dagskrá hjá honum. Fjandskapur við kommúnista Gonzalez hefur líka lofað að gera ekki stjórnarbandalag við kommúnista, en þeim er spáð miklu hann skildi ástæöumar fyrir því að hermenn hygðu á slík samsæri. Þykir mörgum að þau ummæli hans bendi til fremur lítillar hollustu við lýðræðið. Óttast mest litla kosningaþátttöku Þetta áætlaða samsæriherforingja 27. október hefur gert stjómmála- mönnum erfitt um vik og sýnt fram á að lýöræðið á Spáni á í vök aö verjast. Ekki bætir úr skák er þau tíðindi bárust út að Antonio Tejero Molina hygðist bjóöa sig fram til þings, þrátt fyrir setu sína í fangelsi. Molina stóð fyrir árásinni á þingið í febrúar í fyrra og er líka talinn flæktur í samsæri það sem átti að fara fram nú í október. Samkvæmt skoöanakönnunum virðist þó þetta væntanlega samsæri eða óttinn við pólitískt ofbeldi ekki hafa haft nein varanleg áhrif á hugi kjósenda. Það sem stjórnmálamenn óttast því mest er að áhugaleysi og óöryggi leiði til þess að stór hluti kjósenda velji að sitja heima á kjördegi. Stjórnvöld hafa þess vegna hrundið af staö umfangsmiklum áróðri í sjónvarpi og útvarpi til aö örva Spán- verja til að kjósa. Sömu hvatninguna má líka finna í opinberum áróöri flokkanna sjálfra og öllum frétta- flutningi af væntanlegum kosn- ingum. (Reuter). Suarez: Klauf Miödemókrata- bandalagið og stofnaði sinn eigin fíokk. Manuel Farga: Hversu hollur er hann lýðræðinu? afhroði i kosningunum, eða um 5% atkvæða miðað við 10% 1979. Þeir hafa lagt á það mesta áherslu í kosn- ingabaráttunni að ráðast á sósíalista og saka þá um að selja samvisku sína. Sá f jandskapur styrkir líkurnar á aö sósíalistar leiti ekki fulltingis þeirra við stjómarmyndun að kosn- ingunum loknum. Og því er erfitt aö svara þeirri spumingu hvert sósía- listar muni leita ef þeim tekst ekki aö ná meirihluta á þinginu. Sennilegast er að þeir myndu annaðhvort leita til miðflokkanna eða sjálfstjórnarflokkanna frá Baskahéruöunum, Cataloníu og öðrum hémöum sem berjast fyrir sjálfstjóm. Vonast þessir héraðs- flokkar til að vinna sameiginlega 30 þingsæti. Fari mun verr fyrir sósía- listum en nú horfir gætu þeir neyðst til að bæta alþýðubandalagi Fraga í hóp stjórnarflokkanna. Það þykir þó afar ólíklegt þar sem flokkur Fraga hefur verið aðalskotspónn miðflokk- anna íkosningabaráttunni. Fraga, sem gengdi ráðherra- embætti á dögum Frankós, hefur verið sakaður um að sýna þeim aöilum óeðlilega samúð sem ráðgert höfðu valdatöku 27. október. Fraga lét sér nefnilega um munn fara að ekki nógu mörg til að hann nái meirihluta. Úreltur flokkur Miðdemókratabandalagið, sem nú situr í stjóm, virðist ætla að bíða furðulega mikið afhroð í þessum kosningum sem eru þriðju kosning- amar á Spáni síðan Frankó féll frá. I kosningunum 1977 og 1979 hlaut flokkurinn um 35% atkvæða. Sam- kvæmt skoðanakönnunum má hann nú þakka fyrir ef hann nær 10% at- kvæða. Helsta skýringin þykir sú aö flokkurinn sé orðinn úreltur og þjóni ekki upprunalegum tilgangi sínum sem var að létta landinu gönguna frá einræði yfir í lýðræði. Við það bætist að í bandalaginu eru hópar sem eru ólíkir innbyrðis eins og frjálslyndir, kristilegir demókratar, frankóistar og jafnvel íhaldsmenn. Hefur samvinnan oft gengið stirðlega og náðu erfiðleikarnir há- marki sínu er stofnandi banda- lagsins og fyrrverandi forsætis- ráðherra, Adolfo Suarez, klauf bandalagið og stofnaði sinn eigin flokk, demókratíska þjóðarflokkinn (CDS). Suarez tók með sér hóp af miðflokksmönnum og leiddi brottför þeirra úr flokknum til að Leopoldo Calvo Sotello neyddist til að boða til nýrra þingkosninga hálfu ári áður en kjörtímabili átti annars að ljúka. Vandræði miöflokkabandaiagsins Sósialistaforingjarmr Gonzalaz og Guerra: Telja sersigurinn visan. Konungurinn, Juan Carlos, kannar herinn: Þrjú samsæri á fjórum árum. Kosningamará Spáni: Búist við sigri sósíalista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.