Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. 13 Kjallarinn Þorbjörn Broddason I ljósi ofangreindra athugasemda er aö mínu mati brýnt að þeir sem um þessi mál eiga eftir aö fjaila, svo sem opinberir aðilar, ríkisstjórn og Alþingi, geri sér ljóst hvert stefnt er. Tillaga útvarpslaganefndar víkur aö því er best verður séö ófrávík janlega (og e.t.v. óafturkallanlega) frá for- sjárhyggju, en opnar fyrir markaös- hyggju. Nú eru mjög margir orönir þreyttir á forsjárhyggju, og sumir þeirra eru einlægir markaöshyggju- menn. En aðrir sem hafna forsjár- stefnunni telja markaðsstefnuna jafnvel enn verri kost. Hvort tveggja sjónarmiðið hlýtur að teljast jafn- rétthátt í sjálfu sér, en þau eru hins vegar illsamrýmanleg, og þess vegna er þaö að mínu viti stórvara- samt þegar útvarpslaganefnd leggst á sveif með annarri stefnunni, en tel- ursig fylgja hinni. Afnotagjöld Sá vandi, sem útvarpslaganefnd kemur sjálfri sér og þjóðinni í meö því að mæla meö auglýsingasjón- varpi, stafar af því að nefndin treyst- i? sér ekki til að benda á aöra leið til fjármögnunar á umræddum rekstri. Þessu vil ég hér með bæta úr. Ekkert er auðveldara en að innheimta af- notagjöld af notendum annarra stöðva en Ríkisútvarpsins. Það mundi fara þannig fram að heildar- afnotagjald yrði ákveðið einhver viss upphæð og jafnframt væri ákveðið að tiltekið hlutfall gjaldsins rynni til Ríkisútvarpsins. Afgangi gjaldsins ráðstafaði notandinn sjálfur á þann hátt að hann krossaði við tiltekna valkosti á greiðsluseðlinum eða skrif aði á hann hvemig þessum hluta afnotagjaldsins skuli varið. Þessi leið er mjög einföld í framkvæmd, kostar nánast ekki neitt, og hlýtur að teljast bæði sanngjörn og lýðræðisleg í garð útvarpsnotenda. Því má skjóta hér inn að auglýsingasjón- varp eða auglýsingahijóðvarp getur ekki, þrátt fyrir þá kosti sem sumir sjá á því, talist lýðræðislegt fyrir- bæriísjálfusér. Þessi lausn, sem ég legg hér til, ætti að leiða til þess að þær stöðvar sem fjöldanum félli við nytu vel- gengni og góðrar afkomu, og mundu þá væntanlega halda áfram á sömu braut. Hin góða afkoma mundi gera þeim kleift að gera enn betur og þannig koll af kolli. Stöð sem nyti lít- illar hylli almennings fengi það á sinn hátt upplýst á mjög áþreif anleg- anhátt. Fyrirkomulag af þessu tagi ætti að falla vel í geð þeim sem hafa áhuga á því að stunda góða, heiðarlega og skemmtilega f jölmiðlun. Ef þeir eru vandanum vaxnir munu þeir hljóta að launum verðskuldaöar vinsældir auk góðrar afkomu. Að hinu leytinu er ljóst að þetta fyrirkomulag mun trauöla leiöa til ofsagróöa og.þess vegna er nokkuð gefið að þeir sem fyrst og fremst ætluðu út í þetta til að græða peninga, munu hugsa sig um tvisvar og vonandi snúa sér að ein- hverju öðru, vegna þess aö þaö mun flestra manna mál að ljósvakinn sé og eigi að vera sameign okkar allra, en eigi ekki að notast sem einka- seðlaprentsmiöja einstaklinga. Sjoppuleyfi eru góö til síns brúks, en þau eiga ekki viö í hljóðvarpi og sjón- varpi. Þorbjörn Broddason I Dagblaðinu og Vísi birtist 25. sept. sl. grein eftir Lúðvík Gizurar- son hrl. Þar leggur hann til, að einn þáttur í því aö færa niður geipilegan olíukostnað hjá útgeröinni verði að sameina þau olíufélög, sem rekin eru af samkeppnismönnum Shell og Olís og aöeins yrðu tveir drefingaraðilar, félag gróðamanna og félag sam- vinnu- og félagshyggjumanna. Var þetta skiljanlegt sjónarmið, sem horfði í rétta átt. Litlu síöar, eða 5. október sL, birtist í DV eins konar svar frá forstjóra Olís, Þórði Ás- geirssyni, þar sem hann fordæmir tillögu Lúðvíks og telur hana engum sparnaði geta valdið við olíusöluna. Allt sé i svo góðu gengi á þeim bæjum og hver hjálpi öðrum. Og þetta þre- falda dreifikerfi sé öllu öðru betra. Þetta er sama viðkvæðiö og alltaf hefir verið, ef einhverhefirminnst á lagfæringu á oliusölumálunum. Vil ég nú fyrst í stórum dráttum rekja olíusölumálin frá byrjun. Við upphaf vélbátaútgerðar upp úr síð- ustu aldamótum jókst notkun olíu til mikilla muna. Danskt olíufélag stofnsetti þá olíusölu á nokkrum stöðum hér á landi, sem naut ekki vinsælda. Tryggvi Gunnarsson vildi leysa vandkvæði bátaeigenda og flutti inn, í samráði við Fiskifélag Islands, nokkum olíuforða á trétunn- um og geymdi þær í Örfirisey. Hið danska félag kunni illa þessari sjálfsbjargarviðleitni Islendinga og bauð olíu sína undir sannvirði. Ut- gerðarmenn höfðu ekki þroska til að standast gylliboöið, en keyptu oliuna af þeim dönsku á niöursettu verði. Birgðir Tryggva rýrnuðu á trétunn- unum, og varð loks að selja olíuna með miklu tapi. Endalok einkasölunnar Á stríðsárunum fyrri, 1914—1918, starfaöi hér Landsverslun með margar vörutegundir, þar á meöal tókbak í einkasölu. Forstjóri Lands- verslunar var Magnús Kristjánsson (síðar ráöherra). Til hans réöst ungur maður nýkominn frá námi, Héðinn Valdimarsson, og varð skrif- stofustjóri. Um þessar mundir var Samband ísl. samvinnufélaga búið að stofna til heildsölu í Reykjavík undir forsæti Hallgríms Kristinsson- ar meö útibú í Kaupmannahöfn og Edinborg. Vildi hann losa olíuverslunina úr klóm Dana og bað Guðmund Vilhjálmsson, sem var for- stöðumaður útibús SÍS í Edinborg, að leita fyrir sér um olíukaup í Englandi. Guðmundur leysti málið fljótt og vel og náði beinum viðskiptum við British Petroleum. Hallgrímur taldi hina nýstofnuðu heildsölu SIS ekki nægilega öfluga til „AUir viöskiptamenn skattlagðir tU að borga byggingu afgreiðslustöðva í hundraðatali.... ’ móti Landsverslun, en vildi ósvikna samkeppni. Jafnframt gerðust nokkrir leiötogar Ihaldsflokksins til þess að ná sambandi við hollensk- enska Shell-félagiö og stofna félag um sölu á olíu hér á landi og reistu mikla olíustöð við Skerjafjörð fyrir erlent fjármagn. Aröur af skiptum við SheU hlaut því að flytjast úr landi að mestu leyti. Olíuverslun var með degi hverjum þýðingarmeiri liður í þjóðarbúskapnum. SheU var raunar útlent fyrirtæki með fáeinum íslenskum hjálparmönnum. Héöinn Valdimarsson haföi stjórnað oUusölunni hjá Landsverslun og þeg- ar einkasalan var lögð niður stofnaði hann með Magnúsi Kristjánssyni og fleirum hlutafélag um oUusölu frá B.P. Þegar Tryggvi ÞórhaUsson myndaöi stjórn 1927 vildi hann endurreisa einkasölu með oUu, en þá var Héðinn orðinn allsráðandi hjá B.P. og í Alþýðuflokknum og sá flokkur neitaöi stuöningi viö einka- sölulöggjöf. Fékk Héðinn aukiö fjár- magn frá B.P. til að bæta söluað- stööuna og byggði stóra geyma á Kletti og síðan hina miklu olíustöð í Kjallarinn „Varan tekin úr einum krana í Rússlandi, en seld úr þremur mislitum krönum á íslandi.” þess aö hefja baráttu um oh'usöluna. Og kom honum og Magnúsi Kristjánssyni saman um að reynt yrði að láta ríkið selja olíuna. Lands- verslun flutti nú inn olíu á stáltunn- um og kom þannig í veg fyrir óþarfa rýmun. Hafði nú ríkið um hríð einka- sölu á tóbaki og olíu og var friður í landi. Eftú- kosningar 1923 breyttist valdastaða á þingi þannig að flokkur Jóns Þorlákssonar náði meirihluta með eins atkvæðis mun. Var hann á Laugarnesi. Stóöu svo málin þannig til stríðsloka 1945. Þá hófst Vilhjálm- ur Þór handa og stofnaði á vegum SlS og nokkurra útgerðarfélaga olíufélagið Essó, sem óx risaskrefum og varð brátt stærsti aðili að olíusölu. Þrátt fyrir þrefalt dreifikerfi var aldrei um verðmun að ræöa. En sá var munur að Essó endurgreiddi viðskiptaaðilum hluta hagnaðar, en Shell og B.P. létu hagnaðinn ganga til hluthafa, sem Sigurjón Sigurbjömsson margir voru erlendir, svo olíugróö- inn flyst úr landi. Það má merkilegt heita að engin af þeim mörgu ríkisstjórnum, sem með völd hafa farið undanfama ára- tugi, hefur sýnt neina tilburði til þess að koma olíusölunni í skynsamlegra form. Meira aö segja lá við að f jórða sölufélagið yrði sett á stofn. Þegar Sigurður Jónasson feröaðist kringum hnöttinn á vegum Einars ríka, útvegaöi hann Einari umboö fyrir stærsta olíuhring í heimi, Texaco, og vildi fá Einar til þess að hefja olíusölu. En Einar gleypti ekki þá flugu. Upp úr stríðs- lokum kom upp sú staða í olíuviðskiptum Islendinga að öll olía og bensín var keypt frá Rússlandi og ríkisstjórnirnar sömdu árlega um viðskipti þessi. Hingað er olían og bensínið flutt að mestu meö rúss- neskum skipum og dælt í tanka, sem eru að öllu eins, nema málað er á þá mismunandi firmamerki. Varan tekin úr einum krana í Rússlandi, en seld úr þremur mislitum krönum á Islandi, á verði er ríkisstjómin tiltekur. Enginn sparnaður? Upp á þetta aulafyrirkomulag, sem helst minnir á frásagnir af Bakkabræðrum hafa landsmenn horft áratugum saman, og ef imprað hefir verið á því að þessu þurfi að breyta er alltaf sama svariö — eins og þegar talaö er um að fækka bönkum — aö það leiði ekki til neins sparnaðar. Athugum nú nánar þessa staðhæfingu. Ríkið semur um olíu- og bensínviöskiptin til eins árs í senn. Þegar samningar eiga að hefjast fara ekki aðeins fulltrúar ríkis- stjórna til Rússlands heldur þrjár forstjórafjölskyldur á kostnað olíu- sölunnar, ein frá hverju félagi. Samningar hafa oft tekiö nokkurn tíma svo þarna fer fé forgörðum að nauðsynjalausu. Öll hafa félögin há- launaða forstjóra, stundum tvo hjá sama félagiauk fjölmennsstarfsliðs. Öll hafa þau til umráða ríflegt húsnæði, sum heilar hallir. Allt sem til þessa þarf, er lagt á olíusöluna og notendur hennar látnir borga brúsann í hærra verði olíu og bensíns. Og síðast en ekki síst eru allir viðskiptamenn skattlagðir til að borga byggingu afgreiðslustööva í hundraða tali, sem eru byggöar með svo hóflausum íburði og lúxus, að þar kemst ekkert til samjafnaöar nema hin tilgangslausu bankaútibú. Er bersýnilegt að hörð samkeppni er milli félaganna um það hver eigi glæsilegastar bensínafgreiðslur. Oft eru félögin meö tanka sína á sama hlaðinu og víða standa söluhúsin hlið viö hlið. Fróðlegt væri að reikna út hve mörg hundruð milljóna eru bundin í þessari brjálæðislegu fjár- festingu, þar sem þaö hálfa væri meira en nóg. Þessa fáránlegu yfirbyggingu olíusölunnar, sem mergsýgur at- vinnuvegina, veröur aö stöðva og til. þess er aðeins ein leið, að taka upp ráð þeirra Hallgríms Kristinssonar og Magnúsar Kristjánssonar frá 1919, og láta ríkið eitt selja þær olíuvörur, sem það semur um kaup á árlega. Sigurjón Sigurbjörasson. Stórir tankar,stórir tankar, allir eins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.