Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Grænland: Stórtap við úrgöngu úr bandalaginu Samningaviöræður vegna úrgöngu Grænlendinga úr Efnahagsbanda- lagi Evrópu munu aö öllum líkindum dragast á langinn og reynast sérlega erfiöar. Aldrei fyrr hefur land dregiö sig úr bandalaginu. Hvert aöildar- land veröur að samþykkja úrgönguna meö lagabreytingu. Þetta þýðir aö ríkisstjórnimar verða aö leggja hverja þá samninga sem bandalagiö gerir viö Grænlendinga til umræöu í þingi hvers lands. Þjóöverjar eru aðalandstæðingar Grænlendinga innan bandalagsins. Þeir veiöa árlega um 75.000 tonn af þorski viö Grænland og óttast að missa jiennan spón úr aski sínum ef Grænland segir sig úr bandalaginu. Hinar fiskveiöiþjóöirnar hafa líka hagsmuna aö gæta vegna þess aö ef Þjóöverjar missa hin gjöfulu Græn- landsmiö þá veröur bandalagið að hleypa þeim inn annars staöar. GrundvaHarregla n er sú aö fiskurinn í hafi band iiagsins sé sameign aðildarrikja og þegar 75.000 tonn hverfa skyndilega þá bitnar þaö á öllum. Flýtir Grænlendingar vilja komast úr Efnahagsbandalaginu sem allra fyrst. Fyrst vonuöust þeir til aö komast út 1. janúar 1984 en nú gera þeir ekki ráö fyrir að það geti gerst fyrir 1985. Þessi flýtir Grænlendinga getur skaöað þá gífurlega i samninga- viöræöunum viö bandalagið. I apríl næstkomandi eru kosningar til landsþings Grænlendinga. Ef Síúmút-flokkurinn vinnur þær kosn- ingar er úrganga þeirra úr EBE næsta örugg. En ef Atassút vinnur er alls óvíst aö þaö gerist. Atassút hefur hálfskrýtna afstööu til úrgöngunnar. Þeir viöurkenna úrslit þjóöar- atkvæöagreiöslunnar sem sýndu aö meirihluti Grænlendinga vill út úr EBE. En þeir segja aö ef Grænland fái ekki hagstæöan samning viö bandalagiö sé óvíst um hvort þeir fari út. Þetta þýöir einfaldlega að þaö er ekki í þeirra þágu að ná hagstæðum samningi viö bandalagið því þeir hafa aldrei viljaö úrEBE. Fulltrúi í dönsku ráöuneyti, sem er vel kunnugur þessum málum, segir DV að þaö sé algert brjálæði aö ætla sér að semja um úrgönguna fyrr en eftir kosningar. Þjóöverjarhaldi enn í þá von aö Atassút vinni. Þeir muni því alls ekki viljugir til að gefa eftir í samningaviðræöunum sem eiga aö byr ja i desember. Þjóðverjar vilja fisk Grænlendingar vilja semja sam- tímis um úrgönguna og nýja samninga viö EBE. Þjóöverjar virðast tilbúnir til aö samþykkja þetta með því skilyrði aö þá veröi einnig samið um fiskveiðikvóta þeim til handa. Grænlendingar og umboðs- menn þeirra, Danir, halda því fram að slíkt væri eins og aö krefjast gjalds af Grænlendingum fýrir úrgönguna. Grænlendingar eigi rétt á svokölluðum OLT samningi og hér sé ekki um neina fiskveiðisamninga aöræöa. Samningamenn bandalagsins and- mæla því að Grænland eigi rétt á OLT-samningnum, sem þýddi, að Grænlendingar slyppu viö tolia af fiskafuröum til bandalagsrikja. Þeir segja aö OLT-samningurinn sé fyrir fyrrverandi nýlendur bandalags- ríkja og þetta séu allt þróunarlönd. Danski ráöuneytisstarfsmaöurinn segir aö Grænland sé einmitt fyrr- verandi nýlenda og þjóðarfram- leiösla þar sé jafnvel lægri en í sumum þeim löndum sem hafa fengið OLT-samninginn. Ef Grænlendingar fá ekki OLT- samninginn munu þeir reyna aö fá samning líkan þeim sem Færeyingar hafa viö Efnahagsbandalagiö. Hann er ekki eins hagstæöur og veitir ekki tollfríöindi nema til móðurlandsins, Danmerkur. „Viö viljum OLT,” segir starfs- maöur í skrifstofu heimastjómar- innar í Kaupmannahöfn, svo tak- markið fari ekki á milli mála. Tapa við úrgöngu Grænlendingar virðast ekki geta Henrik Lund, borgarstjóri Qaqortoq, sagöi Vigdisi forseta að sjálf- stæðiO værí fyrír næstu kyns/óO að ná. Áhangandur EBE sagja að tapið við að fara úr bandaiaginu geri efnahagsiogt sjáffstæOi að enn fjar- lægaridraumi. DV-myndir Þó. G. * annað en tapað á þvi aö fara úr bandalaginu, sama hvemig samningum þeir ná við EBE. Mest munu þeir finna fyrir missinum á öllum styrkjunum úr sjóðum banda- lagsins sem þeir njóta nú. Frá 1972 til 1981 fengu Grænlendingar samtals um 500 milljónir danskra króna, eða einn milljarð islenskra, í styrk frá EBE. Þessir peningar voru notaðir til byggingar hafnarmannvirkja, húsnæðis, vega, skolpræsa og til kaupa á útvarpssendum og til að bæta skólakerfiö og fleira i þeim dúr. Frederik Harhoff, sem hefurkynnt sér vel málefni Grænlendinga, segir aö þeir muni vel geta lifað án þessarra styrkja vegna þess aö þeir hafi einungis fariö til hluta sem ef til vill geri fólki lífiö auöveldara en muni ekki auka framleiönina. Þvi segir hann að styrkirnir séu ekki til eins mikilla hagsbóta og upphæö- imar gefitilkynna. Ein aðalrök Síúmút flokksins þegar rætt var um úrgöngu Græn- lands fyrir þjóöaratkvæðagreiðsluna fyrr á þessu ári vora aö þaö væri ósæmilegt að þeir þyrftu aö fara til Briissel til að semja um hve mikinn fisk þeir mættu veiöa við eigin strendur. Ef svo fer sem sýnist, aö Grænlendingar nái ekki hagstæðum samningi viö bandalagiö, getur veriö að þeir þurfi að fara jafnvel oftar til útlanda, til að selja fiskinn. Og slikar feröir era kostnaöarsamar fyrir 50.000 manna þjóö. -Þó.G. VERÐA AÐ TAKA AFLEIÐINGUNUM Ein rök Síúmút-flokksins fyrir úr- göngunni úr Efnahagsbandalagi Evrópu eru þau aö Grænlendingar geti haft enn meiri samvinnu viö Norður-Atlantshafsþjóöirnar og þannig bætt upp þaö tjón sem þeir munu veröa fyrir viö aö ganga úr EBE. „Ég skil þessi rök ekki til hlítar,” segir Einar Ágústsson, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn. Einar segir aö Grænlendingar geri sér ljóst aö þeir veröi „ansi mikiö einir” ef þeir hafa ekki mikil sam- skipti viö þessar þjóðir en aö slík samskipti muni þó seint hafa afger- andi áhrif á efnahag Grænlendinga. Einar segir að vegna fiskgangna milli hafsvæöanna komi til greina aö koma á sameiginlegri stjóniun á veiöunum á þessum slóöum. Síúmút-flokkurinn hefur sagt aö Grænlendingar geti selt veiðiréttindi á Grænlandsmiðum. Einar segir aö þeir hafi ekki rætt við sig um neitt slíkt og Islendingar hafi ekki falast eftir slíkum leyfum. Þaö virðist vera skoðun flestra þeirra sem áhuga hafa á málefnum Grænlendinga aö helstu samskipti þeirra við Noröur-Atlantshafsþjóö- irnar — Island , Færeyjar, Noreg og Kanada — veröi á sviöum fiskvemd- ar- og fræðslumála. Hér í Danmörku telja menn að Is- lendingar ali meö sér hugmyndir um að veröa eins konar stórveldi í Norö- ur-Atlantshafi. Paludan, sendiherra Dana á Islandi, hefur gefið slíkt í skyn í skeytum sínum til Kaup- mannahafnar. Samkvæmt þessari kenningu vilja Islendingar auka svo samskiptin við Grænlendinga og Færeyinga aö þau samskipti geti að lokum komið í staðinn fyrir sam- bandið viö Dani. Áðurnefnd ummæli Einars Ágústs- sonar benda ekki til aö íslenska utan- rikisráöuneytið dreymi slíka drauma, þó greinilega sé áhugi fyrir samstarfi. Kjarni málsins er sá aöGrænlend- ingar, Færeyingar og Islendingar eiga í haröri samkeppni um sölu á fiskafuröum sínum. Og þegar lífs- björgin er annars vegar geta Græn- lendingar ekki reitt sig á ótakmark- aöa velvild grannþjóöanna. Þrátt fyrir ófullkominn fiskiönaö hafa þeir getaö selt fiskinn vegna tollafríö- inda og stuönings Efnahagsbanda- lagsins. Danir hafa lýst yfir aö þeir muni ekki bæta Grænlendingum missinn á styrkjum og friðindum bandalagsins, segi þeir sig úr því. Af- staöan hér er: ef Grænlendingar vilja vera einir í heiminum þá veröa þeir aö taka afleiðingunum. Þó.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.