Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982 Andlát Magnea Osk Halldórsdóttir lést 16. október. Hún fæddist 11. maí 1897 að HeUi í ölfusi. Magnea giftist Dagfinni Sveinbjörnssyni en hann lést áriö 1974. Þeim hjónum- varö þriggja barna auöið. Elsta bamiö misstu þau í frum- bernsku. Utför Magneu veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Marteinn Marteinsson lést 16. október. Hann fæddist í Hafnarfirði 4. apríl 1948, sonur hjónanna Marteins Marteinssonar og Katrínar Gísla- dóttur. Marteinn kvæntist Guöbjörgu Sigþórsdóttur. Þeim varð þriggja bama auöið. Lengst af starfaði Marteinn á sjónum. Utför hans verður gerö frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi í dagki. 13.30. Kristjón Már Jónsson lést á Borgar- spítalanum þann 23. þ.m. Ösk Jenný Jóhannesdóttir, Háteigs- vegi 6 Reykjavík, lést af slysförum föstudaginn 22. október. Magnína Jóna Sveinsdóttir, Bauganesi 3, veröur jarðsungin frá Aðventkirkj- unni miövikudaginn 27. október kl. 13.30. Gyöa Guðmundsdóttir, Hjarðarhaga ,28, veröur jarösungin miövikudaginn 27. október kl. 15 frá Fossvogskirkju. Theodór B. Theodórsson, Kaplaskjóls- vegi 56, verður jarösunginn frá Nes- kirkju miövikudaginn 27. okt. kl. 13.30. Þorlákur Guðiaugsson frá Fellskoti, Efstalundi 8 Garöabæ, veröur jarö- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 28. október kl. 14. Fanney Annasdóttir, Hafnarstræti 13, Flateyri, veröur jarösungin frá Flat- eyrarkirkju miðvikudaginn 27. okt. kl. 15. Hrafnkatla Einarsdóttir bankafulltrúi, Tómasarhaga 24, lést í Land- spítalanum laugardaginn 23. október. Ágúst Ölafsson rafvirki, Bergstaöa- stræti 80, lést aöfaranótt 24. október. Sigurbjörg Siguröardóttir, fyrrum húsfreyja á Litla-Ármóti, til heimilis aö Ásbraut 7, Kópavogi, andaðist á Landakotsspítala 24. október. Hörður Ásgeirsson verslunarmaöur frá Flateyri andaðist 23. október. Kristófer B. Kristjánsson Fífu- hvammsvegi 35 Kópavogi lést í Land- spítalanum laugardaginn 23. október. Helga Siguröardóttir, Barmahiiö 6, lést í Landakotsspítala laugardaginn 23. október. Richard C. Nicholas lést á heimili sínu í Washington D.C. Bandaríkjunum sunnudaginn 24. október. GLslina Guöný Siguröardóttir, Hraunbæ 188, áöur Tungu, Gaul- verjabæjarhreppi, andaöist í Landspít- alanum 25. okt. Sesselja Sveinsdóttir, Eskihlíö D Reykjavík lést 23. október í Landakot- spítala. Tilkynningar Áttavitanámskeið fyrir ferða- menn Eins og undanfarin 16 ár gengst Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir námskeiöi í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. Á námskeiðinu verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnað og ferðabúnað almennt. Námskeiðið stendur tvö kvöld, . miðviku- daginn 27. október og fimmtudaginn 28. október nk. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innan- dyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferða- búnaði og síðan farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bærnn. Þátttakendum verður ekið tii og frá æfingasvæðinu í bifreiðum H.S.S.R. Námskeiðið verður haldið í húsnæði hjálpar- sveitarinnar i kjallara Ármúlaskóla, Ármúla 10—12, og hefst kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátt- tökugjald er kr. 100. Nánari upplýsingar er aö fá í Skátabúðinni, Snorrabraut 60, sími 12045. Þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá sem ætla að taka þátt í námskeiðinu. Á þetta námskeið eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sína. Er athygli vélsleðamanna, skíðagöngumanna og annarra ferðamanna sem feröast um fjöll og firnindi sérstaklega vakin á þessu nám- skeiði. Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Frá Rangæingafélaginu í Reykjavík Rangæingafélagið í Reykjavík heldur kaffi- samsæti fyrir eldri Rangæinga og aðra gesti sunnudaginn 31. okt. nk. að lokinni guðsþjón- ustu í Bústaðakirkju, sem hefst kl. 14.00. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur prédikar. Námskeið um húsnæðismál 29. og 30. október 1982. Dagskrá: Föstudagur 29.10 kl. 20.00. Setning: Jón Agnar Eggertsson. Kl. 20.15. Undir- búningur íbúðabygginga. (Reglugerðir, lóða- mál o.fl.). Oli Jón Gunnarsson byggingafull- trúi. Fyrirspurnir og umræöur. I^ugardagur 30.10 kl. 10.00. Lán frá lífeyris- sjóðum og þátttaka lífeyrissjóða í húsnæðis- málum. Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri SAL. Lán og fyrirgreiðsla frá Sparisjóði Mýrasýslu vegna íbúðabygginga. Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóri. Fyrirspum- ir og umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30. Húsnæðisstofnun ríkisins, verkamannabústaðir og félagsleg lausn húsnæðismála. Olafur Jónsson for- maður stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Fyrirspumir og umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00—17.00 Umræður og námskeiðssUt. Námsskeiðsstaður: Snorrabúð Gunnlaugs- götu 1. Borgamesi. Umsjón og stjórn: Bjami Skarphéðinsson, formaður Borgarfjarðar- deildar Neytendasamtakanna. Námskeiðið er undirbúið og skipulagt í samvinnu viö Menningar- og fræðslusamband alþýðu — MFA. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Verkalýðsfé- lags Borgarness, sími 7185 fyrir 26. okt. 1982. Ollum er heimU þátttaka. Arnaldur Amarsson, gítarleikari: Leikur á hádegistónleikum Háskólans í Norræna húsinu á miðvikudag. Háskólatónleikar Miðvikudaginn 27. október verða þriðju há- skólatónleikamir á þessu starfsári. Þá leikur Arnaldur Arnarson á gítar verk eftir Issac Albéniz og Enrique Granados. Arnaldur Arnarson hóf nám í gítarleik 10 ára gamaU í Umeá í Svíþjóð, lærði síðan hjá Gunnari H. Jónssyni í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan prófi vorið 1977. Síðustu fjögur árin stundaði hann nám við. Royal Northem College of Music í Manchester á Englandi. Gítarkennari hans þar var Gordon E. Crosskey. Amaldur hefur ennfremur notið tilsagnar meistara á borð við Alirio Diaz, José Tomás og John Williams. Hann hefur aUoft komið fram á tónleikum bæði hér heima og í Bretlandi. Háskólatónleikar eru ávaUt haldnir í Norræna húsinu. Þeir eru í hádeginu á miðvikudögum og hefjast kl. 12.30. Tónleikamir eru 30—40 mrnútna langir. Aðgangseyrir er 50 kr. (30 kr. fyrir náms- fólk.). Tónleikanefnd. Línusvæði út af Melrakkasléttu Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag útgefið reglugerð um línusvæði út af Melrakkasléttu. Samkvæmt reglugerö þessarri er feUt úr gUdi línusvæðið sem markast af línum dregnum frá Hraunhafnartanga og Rifstanga og náði út að 40 sjómUum frá grunnUnu og í þess stað sett smærra línusvæði, sem nær austar. Samkvæmt reglugerð þessarri verða tog- veiöar nú bannaðar á svæði, sem markast af línum mUli eftirgreúidra punkta: a. 66°59’6 N - 15°53’5 V. B. 67°06’8 N - 15°50’5 V. c. 67°00’4 N - 15°37’5 V. d. 67°07’4N - 15°34’0 V. Breyting þessi tekur gUdi 1. nóvember 1982. Meðfylgjandi er kort af friðaða svæð- inu milli Hraunhafnartanga og Langa- ness og nýja línusvæðinu. Ennfremur er linusvæðið, sem fellur úr gildi 1. nóvember nk., markað með slitinni línu. Framsóknarfélag Seltjarnarness heldur aúnennan félagsfund í félagsheúnUinu í kvöld, þriðjudagúin 26. okt., kl. 20.30. Dag- skrá: l.Kosnúig fuUtrúa á flokksþing. 2. Kosnúig'fuUtrúa á kjördæmisþúig. 3. Bæjar- mál. 4. Ávarp.Jóhann Einvarðsson alþmgis- maður 5. önnur mál. Fuglalíf í Papey Fýrsti fræðslufundur Fuglavemdarfélags Is- lands á þessum vetri verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 26. okt. kl. 20.30. Þorsteinn Eúiarsson fyrrverandi íþróttafuUtrúi flytur erúidi með Utskyggnum um fuglaUf í Papey. ÖUum heúnUl aðgangur. Stjórnúi 25 ára afmæli Austfirðingafélags Suðurnesja verður haldið í Festi, Grindavík laugardagúin 30. okt. nk. og hefst með borðhaldi (kaffi- hlaðborð) kl. 19. Dansað á eftir.Miðaverð 210 kr. Rútuferð frá B.S.L og Keflavík. Miðasala og nánari uppiýsúigar í s. 33325 í Reykjavík (Sonja), 7428 Sandgerði (Guðmundur) Rammagerð Grúidavíkur 8410 (Eyjólfur) og Versl. Femína Keflavík (Birna). Miðar ósk- ast sóttir í síðasta lagi miðvikudaginn 27. okt. Stjórnúi. Ályktun Stjórn Félags ungra jafnaöarmanna í Reykja- vík fagnar því, aö loks skuli fara fram virkt starf í stjórnarskrárnefnd, en harmar um leiö þá leynd sem hvílt hefur yfir störfum nefndar- innar. Eölilegt hlýtur aö teljast aö umræður um slíkt stórmál, sem stjórnarskrárbreyting- ar eru, fari fram fyrir opnum tjöldum og al- menningi gefist kostur á aö hafa áhrif á stefnumótun. Jafnframt skorar FUJ á alþingismenn að leiðrétta vægi atkvæöa á milli kjördæma án þess aö fjölga þingmönn- um. Þeir eru þegar nægilega margir til aö sinna störfum Alþingis og fjölgun þeirra eyk- ur aöeins á skrifræðisbákn, sem nú þegar er of þungtí vöfum. f Frá íþróttafélagi fatlaðra og Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni. Með ný- byrjuðum vetri hefjast dansæfúigar að nýju. Fyrsta dansæfingin verður í kvöld þriðjudag- inn 26. okt. kl. 20 í Sjálfsbjargarhúsinu. Kvenfélag Hreyfils Fundur í kvöld þriðjudagúin 27. okt. kl. 21. Takið með ykkur handavúinu. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarna- félags íslands í Reykjavík býður öllum félagskonum 65 ára og eldri til kaffidrykkju laugardaginn 30. október kl. 15 í húsi S.V.F.I. á Grandagarði. Verið allar hjartanlega velkomnar. Stjórnm. Félagsvist veröur spiluð í kvöld kl. 20.30 í safnaöarheim- ili Langholtskirkju til ágóða fyrir kú-kju- byggingarsjóö. 80 ára er í dag, 26. október, Ólafur Ingi- mundarson múrarameistari, Austur- götu 15 Keflavík. Hann er aö heiman. ’mrnkMsmúm. « » « » » & « « £* » * » * ® !»«»«»«# 1» » ® •» « * i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.