Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR26. OKTOBER1982. DAGBLAÐÍÐ-ViSlR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. . y' iFréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI Bóóll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐÚMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Megi útvarp blómstra Hugsum okkur, að alþingi kysi okkur ríkisútgáfuráð til að sjá um ríkisútgáfu á öllu prentuðu máli hér á landi, svo að það geti, eins og hljóðvarp og sjónvarp, verið „í eigu allra íslendinga”, svo notuð séu orö Helga Péturssonar. Sjálfsagt eru til menn, sem hafa þessa skoðun. Sumir vilja til dæmis hindra, að einstaklingar úti í bæ séu að græða á prentun og útgáfu blaöa, tímarita og bóka, af því að það sé svo ljótt að græða á því, sem ætti að vera „í eigu allra íslendinga”. Hljóðvarp og sjónvarp komu til sögunnar á tímum, þegar sú var tízkan, að ríkið ætti að eiga sem flest, auk þess sem menn töldu, að ríkið eitt réði við mikinn stofn- kostnaö. Ríkistízkan var ekki, þegar hófst útgáfa prentaðs máls. Þetta er meðal annars athyglisvert fyrir þá sök, að í rauninni er prentun mun dýrara fyrirbæri en hljóðvarp og sjónvarp. Búa þarf til sérstakt eintak fyrir hvern við- skiptamann og koma því til hans sérstaklega. Pappír, prentun og dreifing eru dýr. Þar að auki hafa pappír og dreifing hækkaö í verði langt umfram verð- bólgu á undanförnum áratugum. Þá er nú munur að hafa ódýran ljósvakann til að senda efnið öllum viðskipta- mönnum í senn. Samt hafa prentun og útgáfa blómstrað eins og þúsund rósir. Hér koma út fimm dagblöð, tugir héraösblaöa, hundruð tímarita og árlega hundruð bóka. Varla er til svo sérhæfður smekkur, að honum falli ekki eitthvað af þessu. Andspænis þessu Ijolskruöi hófum við svo eina dagskrá hljóövarps og einnig eina dagskrá sjónvarps. Sú einhæfni á vegum ríkis „í eigu allra íslendinga” stingur mjög í stúf við blómskrúðiö í prentmálsgörðum íslenzkra einstakl- inga. Af fimm dagblöðum eru tvö gefin út með hagnaði. Og væru hin þrjú sameinuð í eitt, mætti láta þau skila hagnaði. I samanburði við þetta er fráleitt, að ekki sé hægt að hafa tvö landshljóðvörp hið fæsta og sennilegast þrjú. Því miður gerir nýja útvarpsfrumvarpið ekki ráð fyrir, að svo sjálfsagður hlutur sé leyfður. Þar er hins vegar gert ráð fyrir svæðisbundnu útvarpi, sem er mikill akur óplægður, eins og við sjáum af mergð héraðsblaða og tímarita. Svæðisbundið hljóðvarp er ódýrt í stofnun og rekstri. Þar er kjörið tækifæri til aö efla svæðisbundna fjölmiðl- un, sem ekki á erindi í landsf jölmiðlun eða kemst þar ekki að. Þetta er tilraunaverkefni fyrir áhugafólk. Héraðsblöðin vitna um, að fimm dagblöð á landsvísu duga ekki til að þjónusta landið til botns. Hví skyldi þá eitt landsútvarp duga? Og hvað um allar séróskirnar, hliðstæðar þeim, sem hundruð tímarita þarf til að þjóna? Sjónvarpið er þegar farið aö blómstra í formi kapla, sem verið er að leggja í mörgum þéttbýliskjörnum. Þessir kaplar eru líklega allir tólf rása hið minnsta. Þeim mun f jölga og síðan munu þeir tengjast á ýmsa vegu. Sem dæmi um möguleikana má nefna rás fyrir skóla- sjónvarp, til dæmis háskólasjónvarp, svo sem rekið er með góöum árangri í Bretlandi og sparar þar mikinn há- skólakostnað. Þaðan er unnt aö fá frábært efni á þessu sviði. Nú reynir á, að þingmenn átti sig á, að gott er að hafa f jölskrúðugan rósagarð í útvarpi alveg eins og í prentuöu máli. Þá munu þeir sníða af nýja útvarpsfrumvarpinu ýmsa hræðslu og fordóma og gera það enn betra. Jónas Kristjánsson Sjoppuleyfi i Ijósvakanum? Það gerist ekki á hverjum degi aö útvarpslöggjöf þjóðar er endurskoð- uð og því er þaö mjög aö vonum aö álit útvarpslaganefndar, sem kom fram fyrir nokkru, veki töluverða athygli. Það er lögð til sú gagngera breyting aö hér eftir verði öðrum aðilum en Ríkisútvarpinu heimilað að reka hljóðvarps- og sjónvarps- stöðvar í almannaþágu. Svo víðtæk samstaöa virðist oröin Mótsögn Otvarpslaganefnd hefur lagt til aö nýju stöðvunum verði heimilaö að selja auglýsingatíma, en jafnframt segir í álitsgerð nefndarinnar (bls. 29): , ,Á hinn bóginn skal það tekið skýrt fram að útvarpslaganefnd er andvíg því að stofna til hreinræktaðs við- skiptaútvarps.” Sjoppuleyfi hafa löngum verið eftirsótt gæði. Ástæða þess er aug- ljós: Sjoppuleyfishafi hefur einka- rétt — ásamt öðrum sjoppuleyfishöf- um í hverfinu—til að stunda ák veðin viðskipti. Á sama hátt munu leyfi til að reka auglýsingaútvarp á íslandi verða mjög eftirsótt gæði. I öðrum löndum þar sem sums staöar er rek- ið auglýsingaútvarp hefur einmitt orðið þessi raunin. Vitna má til „Afgangi gjaldsins ráöstafaði notandinn sjálfur á þann hátt að hann krossaði við tQtekna valkosti á greiðsluseðlinum eða skrifaði á hann hvernig þessum hluta afnotagjaldsins skuli varið,” er hugmynd Þorbjörns um innheimtu afnota- gjalda til annarra en Ríkisútvarpsins. ™„Þetta er svipuö hugmynd og ef einhverjum dytti í hug að úthluta sjoppuleyfi fyrir strætis- vagnabiðskýli með þeirri athugasemd að þar skyldi ekki rekin viðskiptasjoppa! ” um rýmkun útvarpsréttar að fullvíst má telja að hún nái fram að ganga og þarf ekki aö orðlengja frekar um þá hlið málsins. Hins vegar vakna af því tilefni fjölmargar spumingar, sem fæstum hefur enn verið svarað til fullnustu. Þessar spurningar varða íslenskan almenning mjög miklu og svörin við þeim munu hafa mikil áhrif á daglegt líf í landinu um lang- an aldur. Spurningarnarlúta m.a. aö því hvaöa samtökum eða hópum verði úthlutað leyfum til hljóðvarps eða sjónvarps, með hvaða skilyrð- um, til hve langs tíma, hversu sterk- ar stöövamar megi vera, hversu margar stöðvar verði leyfðar á hverju svæði, hvort einhverjar regl- ur verði settar um innihald og loks meö hvaöa hætti rekstur hinna nýju stöðva verði fjármagnaður. Eg hyggst hér á eftir f jalla stuttlega um síöasttöldu spurninguna. Hér fæ ég ekki betur séð en út- varpslaganefnd sé komin í alvarlega mótsögn við sjálfa sig. Mótsögnin felst í því að annars vegar er lagt til aö tekjulind útvarpsstöövanna (sú eina sem er tilgreind) verði sala á auglýsingatíma, þ.e. hreinræktuð viðskipti, en hins vegar er lýst and- stöðu við viðskiptaútvarp. Þetta er svipuð hugmynd og ef einhverjum dytti í hug að úthluta sjoppuleyfi fyrir strætisvagnabiöskýli með þeirri athugasemd að þar skyldi ekki rekin viðskiptasjoppa! Dæmið gengur ekki upp aö mínu áliti. Annaðhvort verður leyft að auglýsa í þessum nýju stöövum, og þá veröur þar um að ræða viðskipta- útvarp meö kostum þess og göllum, eða ekki veröur leyft aö auglýsa og þá höfum við ekki heldur viöskipta- útvarp. Fjármagn verður þá að koma til meö öðrum hætti. fleygra oröa Thompsons heitins lávaröar, sem hafði gott vit, bæði á fjölmiðlum og peningum, en hann líkti leyfisveitingu fyrir auglýsinga- útvarpi viö heimild til seölaprentun- ar. Markaðshyggjan? Vitaskuld gildir það bæöi um sjoppurekstur og rekstur auglýs- ingaútvarps að það er virðingarvert starf og ekkert við þaö að athuga að vilja hafa viöurværi sitt af slíku. En útvarpslaganefnd hefur lýst því yfir að viðskiptaútvarp sé ekki eftirsókn- arvert og býst ég við aö fyrir nefnd- inni vaki að lögmál markaðarins eigi ekki alls kostar viö í ljósvakanum. Hingað til hefur á vissan hátt mátt setja útvarpslög okkar í flokk meö fræðslulögum og almannatrygginga- lögum, í þeim skilningi að í anda þessara laga er alfariö hafnað lög- máli markaðarins, en önnur gildi sett í staðinn. Til þess liggja gild rök sem óþarft er að tíunda hér, en árangurinn blasir við í velferöar- þjóöfélagi okkar og ýmissa annarra þjóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.