Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Einar Egiisson leiðir sveit sina um landnám Helga bjóiu. „MARGT GLEÐUR AUGAÐ í FJÖRUNNI” „Ég held nú ansi mikið upp á fjöru- göngurnar,” sagöi Einar Egilsson far- arstjóri. „Þetta er allt öðruvísi hreyf- ing en í fjallgöngum, maður þarf ekki að leita eins á brattann og svo fer maður hægar yfir og nýtur góðs af sjávarloftinu. Það myndast líka svolít- iö sérstök stemmning. Hópurinn verð- ur ekki eins halarófukenndur og á fjöll- um, hann verður dreifðari og menn ráða sér meira sjálfir. Nú, svo er þetta allt annað lífríki, eins og þú sérð, hér á mörkum þurrlendis og votlendis. Hér eru þörungarnir og það er stórgaman að gefa þeim gaum. Þeir hafa allir sín sérkenni og eru sumir bráðfallegir. Einn heitir til dæmis dreyrarfjöður, mjög fallegt rauölitaö laufblað. Annað heitir sæeik. Þörungamir tengjast nú sögu okkar heldur betur, því aö í gamla daga höfðu menn söl og fjöru- grös til manneldis og svo beittu þeir einnig kindum í fjöruna. Hér er krökkt af krabbadýrum hvers konar, bog- krabba og trjónukrabba, hrúðurkörl- um, marflóm, kuðungum og skeljum. Það er svo margt sem gleður augað í flæðarmálinu en það viðrar svo sem ekki veltil náttúruskoðunarí dag.” Gönguferðir Umsjón Baldur Hermannsson Einar Egiisson útlistar furður fjör- unnar fyrir giaðværum nemendum, Svanhildi Gunnarsdóttur og fíafni Hilmarssyni. — Er ekki vandasamt að skipu- leggja svona ferðir? „Mér finnst nú mikilvægast að skipuleggja þær sem allra minnst. Við megum ekki gleyma því að menn eru alls staðar undir svo miklu skipulagi og ég held að þeir leiti í svona ferðalög til þess að slappa af. En auðvitað verður að skipuleggja vissa hluti, svo sem áfangastað og göngu- leiðina, en þó læt ég það afskiptalaust þótt menn fari sínar eigin leiðir ef þeir fara ekki úr augsýn eða kallfæri. Svo finnst mér mikilvægt að fólk taki böm- in sín með í ferðina. Eg hef oft tekið eftir því að tengslin breytast milli bama og foreldra eftir nokkrar svona ferðir, veröa frjálslegri og eðlilegri. Þetta er kannski ekki svo mikil breyt- ing, en breyting samt. Fjörugöngurnar eru einmitt mjög heppilegar fyrir f jöl- skýldur en f jallaferðir geta orðiö dálít- ið strembnar. DAGURFER SÍNAR EIG- IN LEKMR Dagur Oskarsson slæst gjarnan í glerhallar, geislasteinar, rauöur hópferð með feröafélögunum en fer jaspis og grænn og sitthvað fleira. samt sínar eigin leiðir. Það er hans Dagur hafði orö á því að Útivist ætti dægradvöl að safna steinum, hann að koma á fót „steinamannaklúbbi” . hefur komið sér upp dágóðu magni af innan sinna vébanda, því að margir hvers kyns steinum heima hjá sér og ættu þessa dægradvöl en hefðu ekki segist eiga margar unaðsstundir við með sér þann félagsskap sem nauö- þessa iöju. Fengur hans úr þessari synlegur væri tii þess aö auðga fjöruferð var á annað hundrað andann og kannski skiptast á steinar í öllum regnbogans litum: steinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.