Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. 15 sé sjáleg er hún ekki í neinu sem máli skiptir frábrugöin svo mörgum öörum leiksýningum í Iönó. Eins og einatt endranær á meöallagssýning- um leikhúsanna finnst manni aö leik- ritið sé meira í sér en leiksýningin, minnsta kosti margir hverjir leikar- arnir hafi í rauninni meira aö miöla en sýningin nýtur í heild sinni. Á sýningum Nemendaleikhússins er þessu oftast ööruvísi fariö: þar er einatt eins og hver og einn leikari leggi á borö meö sér allt sem hann hefur aö gefa. Og af þessu stafar, held ég, þokki þeirra umfram allt annað. Um f ramfarir og jafnrétti Þaö er nú ekki deginum ljósara af hverju níræður finnskur natúralismi hefur valist til viðfangs í fyrstu sviðsetningu Nemendaleikhússins í vetur. Þaö er þar fyrir ljóst aö leik- ritiö um Prestfólkið hefur notið hins besta gengis heiman í frá með þeim Ritvu Siikla leikstjóra og Pekka Ojamaa leikmyndateiknara. Og ekki aö efa aö Minna Canth er merkishöf- undur á sínum staö í finnskri bók- menntasögu. Leikrit eins og Prestsfólkiö hafa vísu af miklu aö má í sjálfri hinni natúralísku frásagnarhefö. Þar er í samhaigi auöþekktra manngeröa, al- gengra atburöa reynt að taka til umræöu og úrlausnar einhver þau vandamál semhrýn þykja og mikils- verö í samtíö leikrits og höfundar — í þessu tilfelli á meöal annars aftur- hald og framfarir, íhaldsemi og frjálslyndi, kynslóöabil og kynjamis- rétti. Hættan er sú í leikriti eins og þessu að efniviður veruleikans sjálfs verði aðeins umgerð eða farvegur hinnar alvörugefnu og velviljuðu umræöu, vandamálin greinist frá og hef ji sig upp yfir sjálft þaö fólk og líf sem viö s jáum fyrir okkur í leiknum. En þaö er auðvitað algengt að menn láti sér nægja boðskap í staðinn fyrir skáldskap. Um til dæmis nauðsyn framfara, frjálslyndisog jafnréttis. Kyn og kúgun Án þess aö þekkja leikritið fyrir er auövitaö ógerningur aö meta hvemig þessu hátti til í Prests- fólkinu. En ég ímynda mér að í leik- gerð sinni hafi Ritva Siikala, leitast viö að leysa upp heföbundið þátta- form og þar meö einfalda og auðvelda natúralíska umhverfislýs- ingu í leiknum, leita uppi varanlegar manngerðir í lýsingu einstaklinga, tímabær umtalsefni og boðskap nú á dögum í stað - og tímabundnum frá- sagnarefnum, hugmyndum, átökum í leikritinu. Þetta býöur auðvitað fyrrgreindri hættu heim. En aöferö hennar tókst í Nmendaleikhúsinu, allténd aö því marki aö vekja áhuga manns á fólki og atburöum, frásögn- inni fram eftir öllum leik og fá mann þá um leið til aö leggja aö minnsta kosti annað eyrað við þeim viðfangs- efnum sem rædd eru og reifuö í leikn- um. I þessu skyni varö nýstárlegur ytri umbúnaður sýningar áreiðan- lega notadrjúgur, leikendum og áhorfendum skipaö öndvert hver öörum eftir endilöngum salnum, búningarnir tímabundnir en leik- myndin aö ööru leyti einföld og stíl- færö umgerö hins borgaralega frá- sagnarheims í leiknum, litir og ljós markvíst notað til aö undirstrika andstæöur manngerða og umhverfis. Þetta varö ásjáleg og áhugaverö leiksýning, frásagnarefnisins og úrlausnar þess vegna ekki síður en hins mannvænlega leikhóps á sviðinu. Vinnan að því efalaust hag- kvæmur skóli leikaraefnum sem brátt eiga eftir að spreyta sig viö margvísleg önnur raunsæisleg úrlausnarefni. Er ástæöa til aö leggja dóma á einstaka þátttakendur í sýningunni? Ég ímynda mér aö Helgi Björnsson hafi átt bratt aö sækja, margt á móti sér í gervi erki- klerks og heimilisharðstjóra, séra Henriks Valtari og mörgum vondum skoðunum sem prestur er látinn halda á loft. En hann vann sér aö vísu vaxandi viröingu í viöureigninni viö hinn harðvítuga klerk, og bölið sem greina má bak viö hiö harðneskjulega gervi. Ætli þeir Jussi prestsonur og Teuvo ungi heimsmaöur vinur hans hafi ekki í öndverðu haft meira til brunns aö bera en æsku sína og eintómt frjálslyndi í leiknum? Þeir Kristján, Franklín, Magnús og Eyþór Ámason höföu svo sem ekki öðru aö miöla í Lindarbæ, þar sem meiri eftirtekt beinist aö kynjabar- áttu og kynjakúgun en pólitískri skoöanabaráttu og skoöanakúgun. Konumar í leiknum, Elisabet prests- kona og dætur hennar eru allar Leiklist Ólafur Jónsson undirokaöar beint og óbeint af körlunum sem þær búa við, henti- semi og hagsmunum þeirra, og merktar af því. Þeir ungu framfara- menn sameinast séra karli fööur sínum í því sem mestu skiptir í leiknum, að halda kvenfólki kyrm á sínum stað. Þetta var svo glöggt sem veröa má af látlausri lýsingu Maríu Siguröar- dóttur á Elísabetu prestskonu, og samskiptum bróöur og systur, Jussa og Hönnu: Sigurjónu Sverrisdóttur. Yngsta dóttirin, Maiju, sem endilega vill veröa leikkona, bam að verða kona, kannski vonarljósið í leiknum, er aö vísu einkar eftirlætislegt hlut- verk af hálfu höfundar og leikstjór- ans. En Vilborg Halldórsdóttir bar líka í þaö mikinn og einlægan þokka. Og Martha þjónustustúlka: Edda Heiörún Bachmann gustaði inn í leik- inn anda úr öörum heimi, utan hans: þar um lífið er strit, skúr og skrúbb, en ekki tóm kappræöa um hug- myndir. Alltá litið: efnileg sýning í Lindar- bæ, enn eitt dæmi um vaxtarbrodd leiklistarí Leiklistarskólanum. Ekki neitt neitt Á laugardagskvöld var sýnd í sjón- varpinu önnur myndin í hinum nýja framhaldsflokki, Þáttum úr félags- heimili: Opinber heimsókn eftir Jónas Guðmundsson. Eg held mér hafi þótt hún um þaö bil helmingi betri en fyrsti þátturinn, Sænska línan eftir Guönýju Halldórsdóttur, af þeirri einföldu ástæöu að hún var um þaö bil helmingi styttri. Annars er efnið í leikriti Jónasar Guömundssonar einfaldur brandari: heiöursgesturinn kemur ekki í tækan tíma svo aö heimamenn ger sér gott af veislunni sem honum var búin. Þegar veislan var búin birtist gesturinn. I svona leik gengur fyndni út á þaö hvað sveitavargurinn sé simpill, allir strax orönir fullir ef upp er tekin flaska, og stórskemmtilegt aö sjá svona fólk athafna sig á klósetti. Að öðru leyti varö lítið vart við skopleg tilþrif í mynd eöa máli — nema kannski á stöku staö þar sem lýst var göngu hins síöbúna heiðurs- gests um þorpiö. Meira var lagt í fýrsta þáttinn, held ég, en finn um leið og þetta er sagt aö þátturinn er býsna mikið far- inn að mást I endurminningunni á hálfum mánuði sem liðinn er síðan hann var sýndur. Best aö tala varlega um þaö sem maður er búinn aö gleyma. En þar held ég samt aö verið hafi sama sagan: fyndni aðallega fólgin í afkáralegum hugmyndum, skringi- legu fólki og kringumstæöum sem fyrir er lagt án þess neitt aö kalla sé unnið úr frásagnarefninu í texta, leik né myndatöku. I myndinni átti aö skopast meö efni sem út af fyrir sig er nærtækt: félagslegt einæði leik- húsfólks sem alltaf vill vera aö leysa „vandamál” á leiksviði, og hefur aö sögn lært þessa list af Svíum. Heföi kannski verið rakið aö henda á lofti hugmynd leikstjórans í leiknum: láta myndina ganga út á sviðsetn- ingu Þorláks þreytta samkvæmt sænsku línunni, sem alvörugefið póli- tískt og félagslegt drama. Hér var í staðinn látið nægja aö skopast meö fólkiö sem tekur sér þvílíkt og annað eins fyrir hendur og allskonar afkáraskap sem af því leiðir þegar svo stórskrýtið fólk og frámunalegir einfeldningar koma saman. En þetta varö í verkinu of langt til aö vera svo sem neitt fyndiö, hugmyndir leiksins alltof fáar og fátæklegar til að halda uppi skemmtun til neinnar lengdar. Samt voru meinlegar sendingar fólgnar í lýsingu Borgars Garöars- sonar á loddaranum Sigvalda, það sem hlutverkið entist. Þaö hrökk bara svo skammt. Og einn maöur sker sig aö svo komnu úr hópi heima- manna í félagsheimilinu sem viö enn höfum kynnst: Flosi Olafsson í gervi Þórðar barnakennara. Engu líkara en Flosi sé í raun og veru að skapa mann úr eintómri klisju, efni sem ekki viröist neitt neitt. Kannski megi gera sér vonir um aö svo rætist úr fleiri efnum þeirra þegar lengra líðuráþættina. Lygi á lygi ofan I útvarpinu hafa menn þá hug- mynd aö notkun fjölmiöla sé mjög háö árstíðum. Á sumrin séu menn yfirleitt uppteknir af bjargræðis- vegunum og gefi þá ekki um dag- skrána. Á vetrum aftur á móti þegar langt er í milli gegninga og landlegur tíöar vilji menn hinsvegar gjaman leggja eyrun viö útvarpi. Samkvæmt þessu er á haustin jafiian hátíðlega kynnt fyrirhuguö vetrardagskrá og þau gæöi sem þar sé aö hafa. Aftur á móti er engu spanderað í sumardag- skrá, enda hlustar hvort sem er enginnáhana. Dagskrárgerðin er í seinni tíö hins- vegar líkust því aö hrært sé í stórum potti og síðan ausiö blindandi úr honum. Þaö er aö visu alltaf sama kássan í pottinum, en getur samt verið spennandi aö sjá hvernig skammtast. Samkvæmt þessari aöferö er nú farið að leika útvarps- leikrit um miöjan dag á sunnudegi. Eins og til að afstýra því að neinn leggi eyrun viö þeim sem með nokkru móti á heimangengt, og mega þó aldrei koma til hans gestir. Nema þetta sé til þess að tryggja aö ástríðufullir áhugamenn um út- varpsnot láti ekki sjónvarpið glepja sig burt frá list útvarpsleikara. Hvaö um þaö: á sunnudag var flutt nýtt íslenskt leikrit, Fegurö ástar- innar og lífsins, leikrit fyrir þrjá leikara og segulband eftir Véstein Lúðvíksson. Það var bara smellið, þó ekki væri af öðru þá af því aö það var beinlínis ort á tæki og tækni miðilsins, mannsrödd og hljóðband. Ungi maðurinn í leikritinu: Árni Blandon yrkir á segulbandið sitt sína ímynd ástar og fegurðar úr efniviö sem veruleikinn, hjúskaparhelvíti foreldra hans lætur honum í té. Listin er sannari en lífiö. Vandræöin bara þau að veruleiki foreldranna: Margrétar Guömundsdóttur og Helga Skúlasonar, samkvæmt lýs- ingu Vésteins Lúövíkssonar, var í sínu samhengi álika sannfærandi og fólkið i félagsheimili Hrafns Gunnlaugssonar, samansett af einföldustu klisjum og hleypidómum um borgaraskap og hjónalíf. Er þá „listin” bara lygi reist á lygi? Vonandi ekki. Leikrit Vésteins var bara smellið á sínum gefnu forsendum. Og þaö mátti stöku sinnum brosa að leikendum í sjón- varpsþáttunum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaös 1982 á Oöinsgötu 16 (lóö), tal. eign Byggingafél. Burstabæjar hf., fer fram eftir kröfu Einars Viöar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 28. október 1982, kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Dúfnahólum 2, þingl. eign Hákonar J. Hafliðasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. október 1982, kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Njaröar- götu 41, þingl. eign Atla Arasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 28. október 1982, kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaös 1982 á hluta í Leifsgötu 10, þingl. eign Boga Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Á. Jónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Utvegs- banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudag 28. október 1982, kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Jörfabakka 18, tal. eign Hreggviðar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar hrl. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtu- dag 28. október 1982, kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaös 1982 á hluta í Spóahólum 20, þingl. eign Áma Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 28. óktóber 1982, kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Suðurhólum 16, þingl. eign Svölu Sigtryggsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudag 28. október 1982, kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. STARFSKRAFTAR ÓSKAST Oskum að ráða starfskrafta til afgreiðslustarfa. Uppl. aðeins á staönum ekki í síma. Byggingavöruverslun Tryggva Hannessonar, Síðumúla 37. MEÐFERDA RHEIMILI EINHVERFRA BARNA, Trönuhó/um 7, Reykjavík óskar að ráða þroskaþjálfa eða fóstru 1. nóvem- ber nk. Einnig verða lausar þrjár stöður um ára- mót. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79760. Fólagsmálaráðuneytið, 22. október 1982. Laus staða Staða framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 19. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.