Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Einkennisfata- gleði Til eru menn sem þjást af einkennisfatagieði eða iög- gæslukomplexum. Ekki eru mörg ár síðan hundaeftirlits- maður í sveitarfélagi, ekki fjarri Reykjavík, gekk um í brúnum samfestingi með der- húfu að hætti skógarvarða í Mið-Evrópu. Hafði maðurinn hin óliklegustu afskipti af hundum bænda i sveitinni og linnti ekki látum fyrr en rétt yfirvöld gripu í taumana. Þá starfaði fyrir nokkrum árum meindýraeyöir í kaup- stað á höfuðborgarsvæðinu sem hafði þann háttinn á við útrýmingu viliikatta að hann elti þá uppi að næturþeli og skaut þá á færi. Þessi gikk- glaði meindýrabani kom svo að máli við bæjaryfirvöld og óskaði eftir að fá svartan leöurjakka með hvítu belti cins og mótorbjólalöggur bera. Sagði hann að slíkt úniform mundi koma sér að góðum notum við nætur- iðjuna. Þegar bæjarstjórn hafnaði þessari fatakröfu mannsins, sagði hann stöðu sinni lausri í fússi. Fréttist síðast af honum við svipuð störf í þágu annars sveitarfé- lags en í eigin fötum þó. Ekki besta póst- þjónustan Stundum heyrist kvartað undan íslensku póstþjónust- unni. Það er þó ekki oft. Sú ís- lenska hefur að minnsta kosti betra orð á sér en kanadíska póstþjónustan sem ýmsir vilja meina að sé með þeim allra lélegustu í heimi. Hvort sem það er nú rétt eða ekki þá mun sagan af pakkanum sem sendur var i striðslok vera sönn. Sá pakki komst loks til viðtakanda fyrir stuttu. Auövitað brostu menn að þessu en þegar upplýstist aö tilkynningin, um að pakkinn værí kominn í leitirnar, hafði veríð sjö mánuði á leiðinni fóru menn að spyrja hvers konar fyrirtæki þetta væri. Engiim vill vera iðnráðgjafi á Vestfjörðum Enginn sótti um starf iðn- ráðgjafa sem Fjórðungssam- band Vestfjarða auglýsti laust fyrr á árinu, að því er segir í Vestfirska fréttablað- inunýlega. Hlutverk iðnráðgjafa á að vera að leita nýrra iðntæki- færa sem henta staðháttum og einnig aö fylgjast með og aðstoða við þróun iðnaðar sem fyrír er. Þriggja manna klefi með sturtu og bíl > Nýtt farþegaskip, sem Eimskip og Hafskip standa sameiginlega að, mun hefja vikulegar siglingar milli Is- lands og Evrópu næsta vor. Dagblaðið Tíminn sagði ræki- lega frá máli þessu síðastiið- inn laugardag og kynnti meðal annars fargjöldin. Kom þar fram að klefar skipsins eru óvenjulegir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Til dæmls býðst, samkvæmt frásögn Tímans, þriggja manna klefi með salerni og sturtu ásamt bifreíð á kr. 16.100 á leiðinni Reykjavík— Newcastle—Reykjavík. Vilji menn klefa án bifreiö- ar en með salerni og sturtu er gjald tii Newcastle og til baka kr. 12.700 fyrir tvo. Chicagoborg laðar að laxveiði- menn Chicago-borg notar frum- legar aðferðir til að auglýsa sig og laða að ferðamenn. Um miðjan maí næstkomandi verður til að mynda haldin heilmikil laxveiðikeppni i Michigan-vatninu, sem borg- in stendur við. Til að draga að sem flesta laxveiðimcnn verður merktum iaxi sleppt í vatnið. Sá sem hugsanlega veiðir þann lax hlýtur að launum eina milljón dollara eða meira en 15 milljónír króna. Á meðfylgjandi raynd sjá- um við Birgi Þorgilsson, markaðsstjóra Ferðamála- ráðs, — að vísu ekki með milijón dollara Iaxinn — en með einn stóran sem veiddur var í Chicago, nánar tiltekið í lóni sem gengur úr Michigan- vatni. Laxinn á myndinni er 23 pund . Með Birgi á mynd- inni er sölustjóri Flugleiða í Chicago. —-----------------.Umsjón: KristjánMár Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir j Heiti: Blóðhiti (Body Heat) Handrit og leikstjórn: Lawrence Kasdan. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Tónlist: John Barry. Aðalleikendur: William Hurt, Kathleen Tumer, Richard Crenne og Ted Danson. Það þarf ekki miklar getgátur til að sjá hvert Lawrence Kasdan sækir efnivið í sína fyrstu mynd sem leik- stjóri: Aðdáun hans á myndum frá fimmta áratugnum leynir sér ekki í efnismeöferð og myndmáli, það þarf oft að minna áhorfandann á að myndin er gerð 1981 en ekki fýrir tuttugu eða þrjátíu árum. Eru þaö fyrst og fremst djörf ástaratriði og frábær litameðferð sem minna mann á nútímann. Lawrence Kasdan, sem hingað til hefur verið þekktari sem handrita- höfundur, á að baki handrit að myndum eins og „Raiders Of The Lost Ark”, The Empire Strikes Back” og „Continental Divide” sem sýnd er í Laugarásbíói þessa dag- ana, sýnir hér aö hann er jafn liötæk- ur leikstjóri og handritshöfundur. „Body Heat” er virkilega góð mynd og heldur manni vel við efnið, sem er þó ekki merkilegt, en það er með- ferð Kasdan á efninu, góður leikur, frábær kvikmyndataka og tónlist sem fellur vel að efninu, sem lyftir myndinni upp á hátt plan. Myndin segir frá Ned Racine (William Hurt), sem er frekar mis- heppnaður lögfræðingur í smábæ og kynnum hans af Matty Walker (Kathleen Turner), fallegri, ríkri og giftri konu. Tekst fljótt með þeim eldheitt ástarsamband, þar sem fyrirséð er að eiginmaður hennar er fyrir þeim. Ekki getur hún skilið við hann, því þá missir hún af peningun- um, svo eina úrræðið er að koma honum fyrir kattamef, sem og tekst. En fljótlega eftir það fara hlutirnir að taka aðra stefnu fyrir unga lög- fræðinginn en hann ætlaði, og fer hann að gmna að ást Matty Walker á honum sé ekki eins sönn og hann hélt... Lengra skal ekki farið með söguþráöinn, margt á eftir að koma áóvart. Þetta er efni sem oft hefur verið tekið fyrir áður í kvikmyndum, en sjaldan á eins áhrifamikinn og skemmtilegan hátt og í „Body Heat”. Þessi fína stemmning sem strax kemur fram í myndinni dettur aldrei niöur, áhorfandinn er alltaf minntur á mikla hitabylgju sem gengur yfir og hefur áhrif á gjörðir fólks, eins og komist er að orði í myndinni, þetta ásamt kvikmynda- tökunni, tónlistinni og leikumnum gerir „Body Heat” eftirminnilega. William Hurt sannar hér að hann er einn allra eftirtektarverðasti leikari í kvikmyndum sem Bandaríkjamenn eiga í dag. Þetta er þriðja myndin sem við höfum átt kost á að sjá hann í á þessu ári, áður hafa verið sýndar „Eyewitness” og „Altered States”. Aðrir leikarar falla í skuggann fyrir stórkostlegum leik hans, sérstaklega á Kathleen Tumer erfitt uppdráttar, nær aldrei að sýna okkur almennilega þetta flagð undir fögm skinni. Aðrir leikarar koma minna við sögu, en sérstaklega eftirminnilegur er Ted Danson í hlutverki saksóknarans, sem oftar virðist vera með hugann við ballettsporin en lögfræðina. En fyrst og fremst er ,3ody Heat” verk Lawrence Kasdans og það er hann sem skapar þessa skemmtilegu stemmningu sem myndin býr yfir og gerir hana jafn góða og raun ber vitni. Hilmar Karlsson. Ned Racine (William Hurt) er auðveld bráð fyrir Matty Walker (Kathleen Turner) í Blóðhita. Austurbæjarbíó: — Blóðhiti: STÓRGÓD MYND UM KLASSÍSKT EFNI Kvikmyndir Kvikmyndir Rafsuðuvélar og vír m Haukur og Olafur Ármúla 32 - Sími 37700. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Furugrund 34 — hluta —, þinglýstri eign Péturs Kvaran o.fl., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. október 1982 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 85. og 86. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982, á Nýbýlavegi 53, þinglýstri eign Sigurðar Stefánssonar, fer fram á eign- inni s jálfri fimmtudaginn 28. október 1982 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982, á Víðigrund 19, þinglýstri eign Kristins Guðlaugssonar, fer fram á eign- inni sjáifri fimmtudaginn 28. október 1982 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 27., 31. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982, á Nýbýlavegi 50 — hluta —, þinglýstri eign Jóns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. október 1982 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á Hraðfrystihúsinu Eyri á Sauðárkróki, þinglýstri eign Skjaldar hf. fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. okt. 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.