Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 21
DV. ÞHIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Jí íþróttir íþróttir Íþrótt Íþrótt rinn í röð nir lagðir iraðbyri í úrslitakeppnina minútu f yrir lokin. Framan af síðari hálfleiknum var jafnt, upp í 14—14. Þó kom góður kafli hjá Víkingum. Þeir komust þremur mörkum yfir, 17—14. En þá lokaöi Brynjar alveg marki sínu, Víkingar skoruðu ekki mark í næstum tólf mínútur en Stjarnan á sama tíma fimm. Þó varði Kristján Sigmundsson vítakast en Stjaman náði knettinum og skoraði. Stjarnan komst í 19—17 og þessi kafli færöi þeim sigur í leiknum. Þeim tókst að halda þessum mun, komust meira að segja þremur mörkiun yfir, 22—19, en Víkingar minnkuðu muninn í eitt mark, 22—21. Mikil spenna en Stjaman átti síðasta oröiö. Greinilegt að Gunnar Einarsson, fyrrum landsliðsmaður í FH og Göppingen, er að ná upp mjög skemmtilegu liði í Garðabænum. Fólk þar í bæ kann að meta það. F jölmennti í Höllina í gær og stuðningur þess var Stjörnunni mikilsverður. Auk Brynjars og Eyjólfs komust þeir Guðmundur Þórðarson ' og Olafur Lárusson einnig mjög vel frá leiknum. Liðsheildin að verða sterk. Víkingsliðið lék oft mjög skemmtilega í sóknar- leiknum og skoraði falleg mörk. Þor- bergur og Viggó Sigurðsson sterkir og skoruðugrimmt. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Þorbergur 7/2, Viggó 6/1, Olafur Jóns- son 3, Steinar Birgisson 2, Magnús Guðmundsson 2, Oskar Þorsteinsson 1. Mörk Stjörnunnar skoruðu Eyjólfur ~T m.. m il ■ í i j if 8/1, Guðmundur Þórðarson 6, Olafur Lár. 5, Guðmundur Oskarsson 2, Sigur- jón Guömundsson 1 og Magnús Teits- son eitt. Víkingur fékk fjögur vítaköst í leiknum. Nýtti þrjú. Stjarnan fékk tvö vítaköst. Þrisvar var leikmönnum Víkings vikið af velli. Olafi tvisvar, Magnúsi einu sinni. Tveimur úr Stjöm- unni, Guðmundi Oskarssyni og Ola Lár. auk þess sem Eyjólfur fékk rauða spjaldiö nokkrum sékúndum fyrir leikslok. liil Pétur Ormslev var í hjólastól tvo fyrstu dagana eftir meiðslin í Dublin. „Ég er ávallt til- búinn í slaginn” — segir Pétur Ormslev, sem hefur tvisvar sinnum meiðst al varlega í landsleik Enginn íslenskur knattspymumaður hefur farið eins illa út úr að leika landsleik fyrir ísland og Pétur Orm- slev, knattspymumaður úr Fram, sem leikur nú með Fortuna Diisseldorf. Pétur var borinn af leikvelli í HM-leik gegn Rússum 3. september 1980 á Laugardalsvellinum, meiddur á hné og þurfti þá að gera aðgerð á hnénu, þannig að hann var frá keppni í langan tima. Hann meiddist svo aftur i Dublin á dögunum þegar einn leikmaður írlands braut gróflega á honum þannig að sauma þurfti tólf spor í skurð við nára. Hafa þessi óhöpp orðið til þess aö Pétur er orðinn ragur aö leika lands- leiki fyrir Island? — „Nei, ekki aldeil- is. Ég tel það mikinn heiður að fá að klæðast islensku landsliðspeysunni og ég er ávallt tilbúinn í slaginn meðan ég hef krafta til,” sagöi Pétur Ormslev, sem er nú í stuttu f ríi hér heima. Pétur sagði að hann hefði alltaf hlakkað til að leika fyrir hönd íslands. — „Eftir að ég byrjaði aö leika með Diisseldorf hef ég talið dagana fyrir landsleiki. Þaöer alltaf gaman að hitta strákana í landsliðinu og leika með þeim,” sagði Pétur. Var í hjólastól Pétur verður hér heima þar til 1. nóvember en þá heldur hann að nýju til V-Þýskalands. Hann mun ganga til læknis hér heima þar sem saumarnir eru enn í skurðinum. — Þetta hefur gengið vonum framar hjá mér. Eg var fyrstu tvo dagana í hjólastól en nú get ég gengið nær óhaltur. Ég hef von um að geta farið að æfa að nýju um miðjan nóvember og síðan mun það koma í ljós hve langan tíma tekur að koma sér aftur í æfingu, sagði Pétur. „Mikil pressa á okkur" — Nú hefur ykkur ekki gengið vel hjá Diisseldorf? — Nei, liðinu hefur ekki gengið sem best. Það hefur orðið til þess að leik- menn eru taugaóstyrkir og því náum við ekki aö sýna hvað í okkur býr. Þegar illa gengur hjá liðum bitnar það yfirleitt á þjálfaranum. Þjálfari okkar er nú orðinn valtur í sessi og auðvitað hefur þaö sitt að segja — pressan er einnig á honum, eins og leikmönnun- um, sagði Pétur. Það er svekkjandi fyrir Pétur að hafa meiðst í Dublin því að hann átti að leika í byrjunariiði Diisseldorf nokkr- um dögum eftir leikinn gegn trum. Hans tækifæri var komið, en það varð ekkert úr því. -SOS Fjör á vetrarmóti TBR: „Perla íslands” — Viðtal við Arnór Guðjohnsenf spánska blaðinu „AS” Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Malaga: — Það hefur mikið verið skrifað hér um landsleik Spánver ja og tslendinga, sem f er fram í Malaga á miðvikudaginn. Spánska stórblaðið „AS” lagði land undir fót á dögunum og heimsótti tvo islenska landsliðsmenn í Belgíu — þá Arnór Guðjohnsen og Lárus Guðmundsson — og birti viðtal við þá ásamt mörgum myndum. Fyrirsögnin á viðtalinu og greininni um Arnór var: — ,,La perla Islanda”, eða Perla Islands. Spánsku blaða- mennirnir höfðu viðtal við forráða- menn Lokeren þar sem það kom fram að þeir myndu ekki láta Amór fara frá sér nema fyrir 50 milljónir peseta. Greinin um Lárus var undir fyrir- sögninni: — „La Flcha de Water- schei”, eða stórskytta Waterschei. Þetta er aðeins byrjunin á skrifum blaðanna og má reikna með aö miklu meira verði skrifað um landsleikinn i dagogámorgun. -klp/-SOS YFIR 80 LEIKIR SíAastliðinn laugardag fór Vetrardagsmót unglinga fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Keppt var í tvilíða- og tvenndarleik í öllum unglingaflokkum. Keppendur voru f jölmargir frá 7 félögum; TBR, ÍA, KR, Val, Víkingi, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Stóð mótið yfir frá kl. 2 tU 10 um kvöldið enda spilaðir S0 leikir. Var mótið hið líflegasta á köflum og skemmtilegt á að horfa. ÚrsUt urðu sem hér segir: Hnokkar tvUiðaleikur: NjáU Eysteinsson og Garðar Adolfsson, TBR, sigruðu Sigurð Mýrdal og Karl Viðarsson, 1A, 15/0 og 15/0. Tátur tvUiðaleikur: VUborg Viðarsdóttir og Berta Finnbogadóttir, lA, sigruðu Unni HaUgrímsdóttur og Guðrúnu Eyjólfsdóttur, lA, 4/15,15/11 og 15/0. Hnokkar-Tátur tvenndarleikur: NjáU Eysteinsson og Bima Petersen, TBR sigruðu Karl Viðarsson og VUborgu Viðars- dóttur, IA, 15/12,1/15 og 15/3. Sveinar tvUiðaleikur: Guðmundur Bjamason og Pétur Lentz, TBR, sigruðu Harald Hinriksson og Bjarka Jóhannesson, IA, 17/15 og 15/10. Meyjar tvdiðaleikur: Guðrún Júlíusdóttir og Helga Þórisdóttir, TBR, sigruðu Maríu Finnbogadóttur og Ástu Sigurðardóttur 15/12 og 15/11. Sveinar-Meyjar tvenndarleikur: Ámi Þ. HaUgrímsson og Ásta Sigurðardóttir, lA sigmðu Pétur Lentz og Guðrúnu Júlíus- dóttur,TBR, 15/5 og 15/10. Drengir tvHiðaleikur: Snorri Þ. Ingvarsson og Ámi Þ. HaUgríms- son, TBR/IA, sigraðu Amar M. Olafsson og Áraa Kristmundsson, KR, 15/5 og 15/3. Telpur tviUðaleikur: Birna Hallsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir, Val, sigmðu Guðrúnu B. Gunnarsdóttur og Kristinu Magnúsdóttur, TBR15/11 og 15/11. Drengir-Telpur tvenndarleikur: Snorri Þ. Ingvarsson og Guðrún Gunnars- dóttir, TBR, sigruðu Sindra Skúlason og Jóhönnu Kristjánsdóttur, Val, 15/3 og 15/1 . PUtar tvUiðaleUtur: Ari Eswald og Þorsteinn P. Hængsson, TBR, sigruðu Indriða Bjömsson og Olaf Ingólfsson, TBR, 15/11 og 15/13. Stúlkur tvUiðaleikur: Þórdís Edwald og Inga Kjartansdóttir, TBR, sigruðu Þórunni Oskarsdóttur og Elísabetu Þórðardóttur, KR/TBR, 15/7 og 15/11. PUtar-Stúlkur tvenndaríeikur: Þorsteinn P. Hængsson og Inga Kjartans- dóttir sigruðu Þórdisi Edwald og Indriða Bjömsson, TBR, 15/3 og 18/16. Þjálfari Fortuna Díisseldorf rekinn Frá Axel Axelssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Jörn Berger, þjálfari Fortuna Diissel- dorf, var látinn taka poka sinn í gær og er þetta í 113. skipti sem þjálfari í „Bundesligunni” er látinn hætta hjá félagi, áður en samningur er útrunnin. Blöð hér í V-Þýskalandi sögðu í morgun að þetta hefði komiö nokk- uð á óvart því að stjóm Dusseldorf hefði ákveðið í sl. viku að gefa Berger hundraö daga tækifæri til að rifa félagið upp úr öldudalnum, sem það hefur verið í, áður en skipt yrðiumþjálfara. Nú þegar er búið að ráða nýjan þjálfara. Það er Willibert Kremer, fyrrum þjálfari Bayem Leverkus- en. -Axel/-SOS STAÐANI 1. DEILD Staðan í 1. deild eftir sigur Stjöm- unnar í gær. KR 8 6 0 2 195—151 12 Víkingur 8 5 1 2 159—153 11 FH 7 5 0 2 188—151 10 Stjaraan 8 5 0 3 163-160 10 Þróttur 8 4 0 4 159—159 8 Valur 7 3 0 4 132—131 6 Fram 7 1 1 5 150—175 3 ÍR 7 0 0 7 120—186 0 Næsti leikur í kvöld í Laugardalshöll kl. 20. Þá leika ÍR og Fram. Markahæstu leikmenn. Eyjólfur Bragason, Stjaraan 57/19 Ander-Dahl Nilsen, KR 49/28 Kristján Arason, FH 47/21 -hsim. Viðar mætti fyrsturtil Torremolinos Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Malaga: — Aðeins einn ís- lenskur landsliðsmaður var kominn hingað til Torremolinos í gærkvöldi en von var á landsliðshópnum í nótt — eftir lánga og erfiða ferð frá London. Þaö var Viðar HaUdórsson, bakvörður úr FH, sem fór aðra leið hingað til Torremolinos frá London heldur en landsUðshópurinn, sem flaug til Barce- lona, þaðan til Sevilla, þar sem lang- ferðabíll beið eftir hópnum. Það er um fimm tíma akstur frá Sevilla til Malaga. Astæöan fyrir því að Viðar fór ekki með iandsUðinu er að hann var með eiginkonu sina og ungan son með sér. Viðar vildi ekki leggja á drenginn hina erfiðu ferð landsUðsins. Hann flaug því frá London tU Madrid og þaðan beint tU Malaga. LandsUðshópur Spánar var í sömu flugvél og Viðar og f jölskylda. Atli kom ekki til London Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV í Malaga: — AtU Eðvalds- son mætti ekki tU London í gærmorgun tU að vera samferða landsUðinu tU Malaga. Fararstjóra K.S.Í. vissi ekki hveraig á þessu stóð en vonast er eftir að AtU komi eftir öðrum leiðum tU Malaga. Brann bikar- meistari — sigraði Molde í úr- slitaleiknum á sunnudag Brann frá Bergen varð á sunnudag norskur bikarmeistari í knattspyrnu. Sigraði Molde 3- 2 í úrslitaleiknum í Osló. Skoski leikmaðurinn Neil McLeod skoraði sigurmark Brann i leiknum. Hann er fyrirliði Brann og var eitt sinn hjá Southampton. Brann lék í 2. deild á síðasta leiktimabili og sigraði Noregsmeist- ara Vikings frá Stafangri í undanúrslitum bikarsins. Komst síðan upp í 1. deild í haust. Molde féll niður í 2. deild. Brann hefur fimm sinnum orðið bikar- meistari Noregs, 1923,1925,1973, og 1976 og nú 1982. McLeod var einnig í sigurliðinu 1976. Hefur leikið 311 leiki fyrir Björgvinjarliðið. hsim. HM ekki íKólombíu Næsta heimsmeistarakeppni í knatt- spyrau verður ekki í Kólombíu eins og til stóð. Talsmaður forseta landsins lýsti því yfir í gær í Bogota. Brasilía og Bandaríkin eru reiðubúin aö taka HM að sér, svo og Kanada og Mexíkó. Derby áf ram Hartlepool sigraði Derby 4—2 í enska deildabikaraum í gærkvöld. Það nægði 4. deildarliðinu ekki. Derby komst í næstu umferð á betri marka- tölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.