Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKT0BER1982. 11 Innkaupa- stofnanimar verði lagðar niður 1 nýsamþykktri stefnu Verslunar- ráðs Islands um opinber innkaup er lagt til að Innkaupastofnun ríkisins og Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar verði lagðar niður en opinberum stofn- unum og fyrirtækjum verði falin inn- kaup á eigin ábyrgð. Aukakostnaður af viöskiptum, sem fara í gegnum inn- kaupastofnanir, er talinn vera um 2— 4% af heildarverði, samkvæmt niður- stöðum nefndar, sem stjórn V.l. skipaði til að kanna opinber innkaup. I nefndinni áttu sæti þeir Gunnar Asgeirsson, Halldór Jónsson, Jón Magnússon, formaður nefndarinnar, og Ragnar Borg. Verkefni nefndar- innar var tvíþætt: aö setja fram tillögur að stefnumörkun Verslunar- ráðs Islands í opinberum innkaupum, og að kanna núverandi skipulag opin- berra innkaupa og koma með tillögur til breytinga, ef ástæöa þykir til. Niðurstööur nefndarinnar voru fyrir nokkru samþykktar í framkvæmda- stjórn V.I. sem stefna Verslunar- ráðsins í opinberum innkaupum. __________________-PÁ: Tvöföldun vasapeninga lífeyrisþega „Það er varla vansalaust fyrir þjóð- félagið að huga ekki betur en nú er gert að kjörum þess fólks sem dvelur lang- dvölum á stofnunum, — fólks sem í flestum tilvikum hefur lokið langri starfsævi án þess að öðlast neins konar réttindi í lífeyrissjóðum.” Þetta segja flutningsmenn lagafrumvarps um að tvöfalda „vasapeninga” tekjulausra elli- og örorkulífeyrisþega á stofn- unum. Frumvarpið flytja sex þingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild Alþingis. Fyrsti flutningsmaður er Magnús H. Magnússon. I greinargerð segja flutningsmenn að „vasapeningar” þess fólks sem frumvarpið snýr að séu nú 742 krónur á mánuði, miðað við 1. september. Þeir segja að tvöföldum „vasapeninganna” kost alls á ári 15.6 milljónir króna en 'fari lækkandi héöan í frá. -HERB. Framkvæmdir við nýja meðferðarheimilið við Grafarvog ganga veI og er fyrirhugað að hraða framkvæmdum sem mest. HALDA VEGLEGA AFMÆUSHÁTfÐ — bygging nýja meðf erðarheimilisins gengur vel SÁÁ FIMM ÁRA: SÁÁ — Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö ætla aö halda upp á fimm ára afmæli sitt í lok októ- ber, en samtökin voru formlega stofnuð fyrsta október 1977. Sérstök hátíðarsamkoma veröur í Háskóla- bíói hinn 30. október og hefst hún klukkan 14. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra og Pétur Sigurgeirs- son biskup munu flytja ávörp að viðstöddum forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur. Síöan verða á dag- skrá f jölbreytt skemmtiatriði. SÁÁ rekur nú þrjú meðferðar- heimili: sjúkra- og afvötnunarstöð að Silungapolli og eftirmeðferðar- heimili að Sogni í ölfusi og Staðar- felli í Dölum. Að auki reka samtökin viðamikla ráðgjafarþjónustu í Síöu- múla 3—5, í samvinnu við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkurborgar. Á siðustu fimm árum hafa tæplega sjö þúsund sjúklingar komið til með- ferðar á meðferðarheimilum SÁÁ. Að auki hafa á þriðja þúsund áfengis- sjúklingar leitaö sér ráðgjafar hjá samtökunum. Bygging nýrrar sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafarvog er vel á veg komin og reynt er að hraða verkinu. SAÁ vill því minna félagsmenn á að bregðast vel við útsendum gíró- seðlpm. -SKJ. FLUGSTUÐILL - NAFNBÓT FYRIR AFREK ÍFLUGI — áhöf n Flugleiðavélarinnar, sem nauðlenti í Keflavík heiðruð Flugmálafélag íslands sæmdi í gær áhöfn Flugleiöavélar þeirrar sem nauðlenti I Keflavík eftir hreyfilsprengingu yfir Isafirði 22. mars síöastliðinn heiðursnafnbótinni flugstuðlar. Fá þau Gunnar Arthurs- son flugstjóri, Guðrún Gunnarsdóttir flugfreyja og Hallgrímur Viktorsson flugmaöur nafnbótina fyrir að hafa bjargað vél og f arþegum. Ásbjöm Magnússon, forseti Flug- málafélagsins, afhenti þremmenn- ingunum steinstólpa úr grágrýti, sem á var letraö flugstuðill, í hófi í gær. Steinstólpinn er hugmynd stjómar Flugmálafélagsins. Orðið stuðill er gamalt í málinu. Það kemur fyrir í nokkmm forn- ritum, meðal annars Orkneyinga- sögu. Dr. Finnbogi Guömundsson á heiðurinn af nafngiftinni flugstuðill. I heiðursskjali sem áhofnin fékk segir hann um nafngiftina: „Hákon ungi, sonur Hákonar gamla Noregskonungs, þýddi um miðja 13. öld úr latínu siðfræði- og trúarritið Barlaans sögu og Jósafats. Þar eru m.a. þessar setningar: ,,Ef þú setst niður, þá skalt þú öruggur vera, en ef þú stendur upp, þá skuli styrkir stuðlar styðja þig alla vega.” Og síðar segir í sögunni: ,,Ég hugða, aö þú skyldir í minni elli vera styrkur og stuðill mér og mínu ríki.” Hvert ríki á mikið undir því, að sem flestir þeganar þess séu því, hver í sinni grein, styrkir og öruggir stuðlar. I fluginu, ungri og vaxandi at- vinnugrein, hefur það þegar sannast, að Islendingar eiga þar marga styrka stuðla, flugstuðla, er svo mætti nefna, karla og konur, sem Áhöfn Fokkervólarinnar með steinstóipa. Fri vinstri: Gunnar Arthursson, Guðrún Gunnarsdóttir Haiigrimur Viktorsson. DV-mynd: Bjarnleifur. unniö hafa flugstörf sín af öryggi og Flugmálafélag Islands ákvað fyrir nafnbót. Er þetta í fyrsta sinn sem festu,” segir dr. Finnbogi nokkru að sæma þá sem vinna nafnbótinerveitt. Guðmundsson. sérstök afrek í fluginu fyrrgreindri -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.