Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJ UDAGUR 26. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Þjófnaðir, líkams- árásir og umferðar- hnútar daglegt brauð — en hvar er Sögreglan? Kristinn Sigurðsson skrifar: Þjófnaðir og líkamsárásir eru því miður að verða daglegt brauð í mið- borg Reykjavíkur. Bílum er stolið um hábjartan dag og tugir árekstra eiga sér stað í bliðskaparveðri. En hvar er lögreglan? Þeir eru sjaldséðir þar sem þeirra er mest þörf, blessaðir lögregluþjónamir okkar. Að vísu hafa þeir mest gaman af að nappa fólk fyrir of hraðan akstur á greiðfærum vegum, ekki síst ef byggð er hvergi nærri, svo sem á Kleppsveginum og á leiðinni upp i Breiöholt. Lítið er ungs manns gaman. Á meðan sniglast umferöin áfram eftir Hafnarstræti og Tryggvagötu. Svo ég tali nú ekki um Laugaveginn og ,,drauga”-aksturinn þar. Og oft sér maður dóna hiklaust og afskipta-- laust stoppa umferð langtimum saman, vegna þess að þeir eru að bíða eftir að fá eitthvert stæðiö. Hvergi sést lögregluþjónn til þess að liðka fyrir umferðinni, heldur bruna nokkrir um á mótorhjólum í leit að óskoðuðum bílum, og þeim er ekki hafa greitt þessi eöa hin g jöldin. Lögregluþjónar eru sem sé orðnir að rukkurum, þótt það eigi alls ekki að vera hlutverk þeirra. Um daginn var ég á gangi niður eftir Laugaveginum. öll umferð þar var stopp í langan tíma — og hvergi bólaði á lögregluþjóni. Maður veltir fyrir sér hvað valdi þessu afskipta- leysi. Er lögreglan allt of fáliöuö eða ríkir algjört stjómleysi í hennar rööum? Bréf þetta er ekki skrifað lögregl- unni til höfuðs, heldur vegna þess að við, íbúar höfuðborgarinnar, viljum að lögregluþjónar séu meira á ferð- inni en verið hefur undanfarið. Lögreglunnar er að gæta öryggis okkar borgarbúa og greiða úr umferðarhnútum, fremur en að eyða dýnnætum tíma og starfsliöi í t.d. rukkunarstörf. Að sjálfsögðu erum við of fáliðaðir „Hvergi sést lögregluþjónn til þess að liðka til í umferðinni, heldur bruna nokkrir þeirra um á mótorhjólum í leit að óskoðuðumbílum, og þehn er ekkihafa greitt þessieða hingjöldin,” segir KristinnSigurðsson. DV-mynd: Ragnar Th. —segir Bjarki Elíasson í svari við lesandabréfi Bjarki Eliasson, yfirlögregluþjónn, svarar bréfi Kristins Sigurðssonar: „Við höldum skrá yfir ÖU umferðarslys, hvar þau verða og hvenær. Umferðarlöggæslunni er beint á þá staði þar sem hættan er hvað mest til þess að reyna að stemma stigu við sly sum. Það verður að segjast eins og er, að langmesti tími lögreglunnar fer í að sinna útköllum og hvers konar hjálparbeiönum. En að sjálfsögðu erum við of fáliðaðir til þess að geta sinnt löggæslu og eftirlitsstörfum í Reykjavík eins og best verður á kosið. Fjöldi lögreglumanna er ákvarðaður í fjárlögum hverju sinni. Við höfum því ekki getað f jölgað lög- reglumönnum í samræmi við þörfina. 1 miðborgarstöðinni eru t.d. einungissjömenná dagvakt. Mannskapurinn nýtist auk þess ekki eins vel lengur, vegna t.d. lengingar orlofs, styttingar vinnu- tíma og lagaákvæða um iágmarks- hvíld. Þetta hefur allt sín áhrif og kemur verst niður á þeim stofnunum „Fjöldi lögreglumanna er ákvarðaður i f járlögum hverju sinni. Við höfum því ekki getað fjölgað lögreglumönnum í samræmi við þörfina,” segir Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. sem þurfa að sinna sólarhringsþjón- ustu alla daga ársins. Ég vil geta þess, að árlega tökum við um það bil 1000 manns fyrir ölvun við akstur. Hér eru einar 6000 gist- ingar í fangageymslu á ári og skýrsl- ur okkar skipta tugum þúsunda ár hvert. Svo eitthvað hlýtur lögreglan að aðhafast, þótt það hafi farið framhjáþessummanni.” Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113.1981,1. og 4. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Arnartangi 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Sveins Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Iðnaðarbanka íslands og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstudaginn 29. október 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu M&TOROLA Alternatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. K/æðningar og viðgerðir , á öllum geröum bólstraðra húsgagna. Áklæði og leður fyrirliggjandi. Bó/strun Bjarna Guðmundssonar Hó/abergi 78 Breiðho/ti Símar 78020— 71538 (Áður Laugarnesvegi 52) 111 Ijf Laus staða Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða nú þegar tæknifræðing meö reynslu á sviði byggingartækni. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar. Umsóknir sendist til skrifstofu byggingarfulltrúa, Skúlatúni 2, fyrir 1. nóvember nk. Æskilegt að upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini fylgi- Byggingarfulltrúinn í Reykjavík HE/LSU VERNDA RS TÖÐ REYKJA VÍKUR Starf deildarstjóra áfengisvarnadeildar Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði félagsvísinda eða sambærilega þekkingu og starfsreynslu á sviöi áfengisvama- mála. Umsóknir berist fyrir 8. nóvember nk. á eyðublöðum sem fást í Heilsuverndarstöðinni v/Barónsstíg. Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Upplýsingar um starfið veita borgarlæknir og framkvæmda- stjóri Heilsuvemdarstöðvarinnar. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar. IMJÖG LÉTTiR I RAFSUÐUKAPLAR ÚRÁU EINNIG KOPARRAFSUÐUKAPLAR MiKiL GÆÐI - GOTT VERÐ C I A I ADH ÆGISGÖTU 7 rJALAn f simar 17975 og 17976. FLOTT ÚRVAL TRÚL0FUNAR* HRINGA munstraðir og sléttir í öllum breiddum. Sendum litmyndalista. Vid smíðum hringana. OG ÓSKAR LAUGAVEGI70. S. 24910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.