Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. 19 Kaninumar eru ósköp gæfar og Haukur Brynjar er þvi sallarólegur að gefa þeim kom. Ijósm. EJ. Ullarkanínum dreift um landið Ungarnir fœðast svo tH háriausir en Hjótt fer að vaxa á þá uii, alhvít auðvitað. Rúmlega eitt ár er liðið síðan f jórir bændur á Suöurlandi fluttu ullarkanin- ur til landsins frá Þýskalandi. Um er að ræða alhvitar kanínur eða albinóa sem gefa af sér ull sem er einstaklega létt og einangrandi þar sem hvert hár er holt aö innan. Kanínuræktin er hugsuö sem hliðargrein með annarri búgrein. Kaninur þessar voru í ein- angrun fyrstu fimm mánuðina en svo tóku eigendurnir við þeim. Nú hefur yfirdýralaknir gefið leyfi til að dreifa megi afkomendum kaninanna um landiö, en margir áhugasamir bændur hafa fengið leyfi til kanínuræktar. Einn þeirra bænda sem upphaflega fluttu kaninumar til landsins er Jón Eiríksson bóndi i Vorsabæ á Skeiðum. Hvemig hefur kaninuræktin gengiö, Jón? „Hún hefur gengið vel. Að vísu missti ég tvö dýr af tíu í flutningunum «i síðan hefur allt gengið vel. Ufiar- Þau komu alla leið úr Húnavatnssýsiu að sækja kaninumar á Skeiðin: Stefán Thedórsson, HaHdóra Jónmundsdóttir og Þorbjörg Ásbjömsdóttir. kanínur em svo til alveg lausar viö sjúkdóma. Dýrin hafa verið hress og er fjölgunin ör. Kvendýr eiga að jafnaði unga á fjögurra mánaöa fresti og eiga allt að 11 ungum hver. Við fluttum inn 10 dýr hver eða samtals um 40 dýr en nú em þau orðin rúmlega þrjú hundruð. Þetta em mjög elskuleg dýr og skemmtileg. Við höldum að kaninu- rækt geti orðið arðbær hliðargrein í landbúnaði og þá sérstaklega fýrir eldra fólk þar sem vinnan er frekar létt. Helsta vinnan er við klippinguna en kanínumar em klipptar á þriggja mánaða fresti. Ullin er það sem sóst er eftir á kanínunum en kanínur gefa af sér um það bil 1200—1400 grömm af ull á ári. Einnig má nýta kanínur til matar og eins em gerðar kápur úr skinnunum. Þessi atvinnugrein er bindandi þvi að gefa þarf kanínununum á hverjum degi, en aftur á móti em þær ekki erfiðar á fóðrum. Þær boröa gras á sumrin og hey á veturna, ásamt smá- vegis af sérstöku komi sem er flutt inn. Einnig þykir þeim gott kálmeti. ” — Hvernig gengur að koma ullinni i verö. „Við höfum verið að kanna markaði víða um heim og bíðum eftir tilboðum, meöal annars frá Þýska- landi og Danmörku. Einnig höfum viö kynnt ullarverksmiðjunum á Alafossi og Gef juni ullina og er veríö aö kanna þar vinnslumöguleika. Við erum ekkert hræddir um að koma ekki vömnni í verð þvi að ullaf kanínumer eftirsótt einangmnarefni í föt og sér- staklega fyrir fjafiagarpa og skíða- fólk,”sagðiJón. Halldóra Jónmundsdóttir frá Auökúlu í Svínavatnshreppi var stödd hjá Jóni og var að sækja sex kanínur sem hún hefur fengið leyfi til að hafa. Það em fyrstu kanínurnar sem hafa farið í Húnavatnssýslu en nokkur dýr hafa faríð í Bárðardal í Þingeyjar- sýslu. öll önnur dýr em á Suðuríandi. Hvemig lýst þér á kanínurækt, Hall- dóra? „Ég hef ekki hikað við að fara út í þetta. Þetta era falleg dýr að sjá og ekki erfitt að fóðra þau. Þessara dýra er beðið með eftirvæntingu í Húna- vatnssýslu.” Jón Eiriksson afhendir Halldóru Jónmundsdóttur fyrstu kaninuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.