Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Sviðsljósiö Sviðsljósið Sviðsljósið DALLAS: KYNLÍF, SVIK 00 PRETTIR VERÐA ENN MEIRA ÁBERANDI í þeim þáttum sem frumsýndir verða í vetur í Bandaríkjunum Framleiösla Dallas-þáttanna heldur áfram. Þeir þættir sem íslenska sjón- varpiö flytur þessa dagana eru nokkuö komnir til ára sinna. Þættirnir eru unnir fram í tímann og einnig eru þeir nokkuö gamlir þegar þeir koma hingaö til sýninga. Dallas-þættirnir eiga nú í haröri samkeppni viö Dynasty-framhalds- myndaflokkinn, sem er enn sjúklegri og syndugri. Því hafa stjórnendur Dallas gerst enn forhertari og grófari en áöur. Tímaritið National Enquirer hefur komist yfir brot úr söguþræöi þeirra Dallas-þátta sem tilbúnir eru en ósýndir. Dynasty-þættirnir eru orðnir vinsæl- ustu framhaldsþættir í Bandaríkj- unum og um tíma var Dallas komiö í 26. sæti þar vestra. En „Júvingamir” eru ákveðnir í aö komast á toppinn aftur. Til aö ná því takmarki hafa stjórnendur þáttanna skipað svo fyrir aö samin veröi „heitari” handrit en áöur og eins mikiö af kynlífi og prettuin komiö inn í þættina og mögu- legt er. Samkvæmt heimiidum National Enqu rer veiður reynt aö gera konumar enn meira kynæsandi en áöur og lögö mikil áhersla á föt og tísku. Flegnir kjólar munu eiga enn meir upp á pallborðið á Dallasbænum og sundlaugaratriðum, hvar leikkon- urnar munu klæðast bikini-baöfötum, veröur troöiö inn hvar sem því verður viðkomið. Og stefna stjórnendanna er aö hafa ástarsenur eins spennandi og J.R. platar Sue Ellen til að giftast sór aftur svo að hann fái sinn skerf af arfi sonarins. Bobby og J.R. munu deila hart og slást. Pam og Sue Ellen verða sífellt i flegnari og fíegnari kjólum, það er þegar þœr eru ekki i bikini. Kynlífssenum verður fjölgað i þáttunum i vetur vegna mikillar samkeppni við Dynasty-þœttina. Cliff Barnes gerði sjálfsmorðstilraun fyrir skömmu i Dallasþáttunum. Sue Ellen og Afton nokkur þeystu að sjúkrabeði hans. Sú siðarnefnda á i fram- haldi af þvi vingott við Cliff. Hún er leikin af Audrey Landers sem sóst á myndinni. æsandi og mögulegt er, án þess að ergja eftirlitsmenn sjónvarpsstöðva. Hér fylgja nokkur atriði úr sögu- þræöi þáttanna, sem sýndir veröa ’82— ’83 og Miss Ellie mun leika stærra hlut- verk en áöur. Nú er svo komið í þátt- unum aö fjarvera Jocks er orðin pínleg. Leikarinn er látinn og svo er sagt í þáttunum að hann sé „týndur”. En nú gerist þaö aö Ellie kallar fjöl- skylduna saman og les erfðaskrá hans. J.R. veröur enn áhrifameiri í fyrir- tækinu en áöur en Bobby veröur líka meira áberandi og sterkari. Bobby og J.R. deila um framtíð fyrirtækisins og gengur þaö svo langt aö til handalög- mála kemur. Miss Ellie á sér aödá- endur. Einn þeirra er olíu-furstinn Clayton Farlow. Dale Robertson sem leikur hann á aö leika í sex þáttum. Höfundar Dallas hafa enn ekki ákveöið hvaö verður um þennan karakter, en svo mikiö er víst aö Ellie veröur ást- fangin af honum og hugleiöir aö giftast honum, J.R. til mikils hugar- angurs. J.R. reiöist vegna sambands móöur hans við Farlow og segir henni að hún sé minningu föður hans ótrú. Miss Ellie svarar og slær hann utan undir. J.R. og Sue Ellen skildu í vetur en á næstunni mun J.R. plata hana til aö giftast aftur. Samband þeirra veröur smátt og smátt hörmulegra en nokkur sinni fyrr og þau halda bæöi grimmt framhjá. Pam og Bobby skilja líka og eignast nýja ástvini. Höfund- amir hafa ekki ákveöið hvort þau taka saman aftur. Charlene Tilton, sem leikur Lucy, hefur ekki veriö meö um skeiö vegna barnsburðar. Vera kann að nýfætt barn hennar veröi „notaö” í þáttunum. Sem kunnugt er var ólétta hennar í þáttunum útskýrö meö því að hún væri ólétt eftir að ijósmyndari nokkur nauðgaði henni. Hún skilur viö einhvem Mitch sem hún hefur gifst. Cliff Barnes reyndi aö drepa sig á síöasta vetri. Sem sagt tökur Dallas fara aö mestu fram í svefnherbergjum og sundlaugum, þaö er að segja þegar ekki er veriö að taka slagsmálasenur og svik og pretti. ÞJOFARNIR GAFUST UPP ER EVA FÉKK NIÐURGANGINN Nýlega var 3ja ára gamalli apynju sem gengur undir nafninu Eva stolið úr dýragarði í Chicago. Vom þjóf- arnir tveir eituriyfjasalar sem álitu aö Eva gæti komið þeim aö góðum notum viö aö smygla inn eitur- lyfjum. Eva hefur veriö sérþjálfuö til að skemmta börnum og getur t.d. boröað meö skeiö og drukkið úr bolla. Segir þjálfari hennar að hún sé á svipuðu stigi og 4—6 ára barn. Þjófamir ætluöu aö „endurhæfa” Evu í íbúð sinni, en þá kom nú heldur betur babb í bátinn. Þeir fóöruöu Evu nefnilega á banönum, vín- berjum, vatni og mjólk. Mjólkin olli því aö Eva fékk hræöilegan niöur- gang. Sáu þjófamir sér þá þann kost vænstan aö reyna losa sig við dýriö. Tróöu þeir Evu, sem er 15 kíló aö þyngd, í lokaðan geymi og ætluöu aö flytja hana þarmig til baka í dýra- garðinn. En lögreglan nappaöi þá viö dymar á íbúðinni og tók þá fasta. — Viö erum nú ekki vanir aö hafa samúð með þeim glæpamönnum sem viö tökum fasta, sagöi einn lögreglu- mannanna síöar. — En þcgar viö litum inn í herbergið þar sem dýriö var geymt gátum viö ekki annað en vorkennt þjófunum. Svo hryllilegt var þar um aö litast eftir magakveisuEvu. » Sjimpansinn Eva ásamt þjálfara sinum, Pat Sass: Allir fegnir að fá hana tilbaka i dýragarðinn. ' '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.